Innlent

Kanna hvort verktakar fari að lögum

Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga og fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi við Norðurál funduðu í morgun um málefni þeirra erlendu starfsmanna sem vinna við stækkun Norðuráls hjá ýmsum verktökum á Grundartangasvæðinu. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fundinn hafa verið mjög ánægjulegan og sérstaklega hafi verið að frumkvæðið að fundinum skuli hafa komið frá Norðuráli. Norðurál og stéttarfélögin ætla að kanna hvort verktakafyrirtæki sem vinna að stækkun Norðuráls fari eftir lögum. Skýr fyrirmæli forsvarsmanna fyrirtækisins komu fram á fundinum um að svo verði að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×