Innlent

Merck ekki skaðabótaskylt vegna Vioox

MYND/AP

Kviðdómur í New Jersey í Bandaríkjunum komst í dag að þeirri niðurstöðu í dag að lyfjafyrirtækið Merck hefði gert læknum nægilega grein fyrir aukaverkunum af gigtarlyfinu Vioox og hefði því ekki blekkt neytendur við markaðsetningu lyfsins. Fyrirtækið væri því ekki skaðabótskylt gagnvart sextugum póstburðarmanni sem lögsótti fyrirtækið og sagðist hafa fengið hjartaáfall vegna notkunar lyfsins.

Þetta er annar dómurinn sem fellur í máli sem höfðað er á hendur Merck vegna lyfsins en fyrr á árinu komst dómstóll í Texas að andstæðri niðurstöðu í máli sem ekkja höfðaði gegn fyrirtækinu eftir að maður hennar lést úr hjartaáfalli eftir notkun lyfsins. Henni voru dæmdar 253 milljónir dollara, jafnvirði um 15 milljarða, í skaðabætur en Merck hefur þegar áfrýjað málinu.

Vioox var tekið af markaði eftir að upp komst að það gæti hugsanlega aukið líkurnar á hjartaáfalli, en alls hafa verið höfðuð 6500 mál á hendur Merck vegna lyfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×