Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit? 3. nóvember 2005 15:08 MYND/Vísir Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira