Innlent

Tillögur að deiliskipulagi áfram til sýnis

Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á tillögum sem bárust í samkeppninni um deiliskipulag fyrir nýtt sjúkrahús á lóð Landspítalans við Hringbraut um nokkrar vikur vegna mikils áhuga.

Tillögurnar hafa verið til sýnis í anddyri Barnaspítala Hringsins frá því að úrslit í samkeppninni voru tilkynnt 12. október síðastliðinn, en það var hópur skipaður íslensku arkitektastofunni Arkitektur.is, Verkfræðistofu Norðurlands, norsku verkfræðistofunni SWECO Grøner og dönsku arkitekta- og landslagsarkitektastofunum C.F. Møller og Schønherr Landskab sem bar sigur úr býtum. Er öllum velkomið að skoða veggspjöldin og módelin sem eru til sýnis og kynna sér hvaða hugmyndir keppendur höfðu um framtíðarspítala fyrir landsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×