Innlent

Gjöld bæjarins 20-30 milljónum meiri en búist var við

Útlit er fyrir að gjöld Ísafjarðarbæjar á yfirstandandi rekstrarári fari tugir milljóna fram úr áætlun. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir í samtali við Bæjarins besta að þetta stafi af auknum launakostnaði sem stefni í að verða 20 til 30 milljónum króna meiri en gert var ráð fyrir. Meðal annars hafi verið stefnt á að fækka stöðugildum bæjarins um sjö sem ekki hafi gengið eftir. Þá segir bæjarstjórinn að kjarasamningar kennara hafi þarna áhrif en með nýjum samningum minnkaði kennsluskylda um eina stund á viku og því reyndist ómögulegt að fækka starfsfólki hjá Grunnskólanum á Ísafirði eins og til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×