Innlent

Skulda mest á aldrinum 36-40 ára

MYND/Vísir

Hjón og sambýlisfólk á aldrinum 36 til 40 ára skulda að jafnaði mest samkvæmt samantekt Hagstofunnar, eða 13 milljónir króna að meðaltali. Af þeim skuldum eru rúm 68 prósent vegna húsnæðis. Eftir því sem aldurinn færist yfir lækka skuldirnar og hjón yfir 76 ára aldri skulda að meðaltali eina og hálfa milljón króna. Athygli vekur að skuldir sambýlisfólks á aldrinum 16 til 20 ára eru strax komnar í tæpar sex milljónir, þar af rúm 92 prósent vegna húsnæðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×