Innlent

Október í kaldara lagi

MYND/Róbert

Veður í október var í kaldara lagi en meðalhiti í Reykjavík mældist 3 stig og er það 1,4 stigum undir meðallagi. Októbermánuður í ár var sá kaldasti síðan árið 1998.

Á Akureyri mældist meðalhitinn 1 stig en það er 2 stigum undir meðallagi og þarf að fara allt aftur til ársins 1981 til að finna kaldari októbermánuð þar. Úrkoma var mikil um norðanvert landið í október og víða óvenju mikill snjór miðað við árstíma.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust hundrað og fjórar og er það tuttugu og einni stund umfram meðallag, á Akureyri mældust sólskinsstundirnar þrjátíu og átta eða fjórtán undir meðallagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×