Innlent

Hefur hlotið 25 dóma á 15 árum

MYND/Vísir

Síbrotamaður var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot í Hæstarétti í gær. Braust maðurinn bæði inn í bíla og verslanir og stal þaðan verðmætum. Frá árinu 1990 til ársins 2004 hefur maðurinn samtals 25 sinnum hlotið refsidóma fyrir brot á hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×