Innlent

Olíutengivagn slitnaði aftan úr flutningabíl

Betur fór en á horfðist þegar tengivagn olíuflutningabíls með fullan tank af olíu slitnaði aftan úr bílnum á hringtorginu við Kaplakrika í Hafnarfirði. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði stöðvaðist vagninn strax og urðu engin slys á fólki og litlar sem engar skemmdir á umferðarmannvirkjum. Ekki er ljóst hvernig vagninn slitnaði aftan úr flutningabílnum en ekkert lak úr taknum og er unnið að því að dæla olíu úr honum yfir í annan tank. Ef lekið hefði úr tanknum hefðu lögregla og slökkvilið þurft að taka ákvörðun um að rýma svæðið í kringum Kaplakrika þar sem olía hefði lekið í holræsakerfi bæjarins og þannig skapast töluverð hætta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×