Innlent

Starfsmannaleigan Inter-Galaxy á leið til Íslands

Charles Ezedi
Charles Ezedi

Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy hefur hafið undirbúning að stofnun útibús hér á landi. Forstjóri fyrirtækisins, Charles Ezedi, hefur staðfest þetta við fréttastofu. Ezedi sagðist vita af þeim vanda sem stjórnvöld hérlendis hafa lent í með starfsmannaleigur og segist tilbúinn að hjálpa til við að vinna úr þeim vanda. Hann segir sitt fyrirtæki leggja áherslu á heiðarleg vinnubrögð. Ezedi var hér á landi í vikunni þar sem hann leitaði sér upplýsinga, meðal annars hjá Félagsmálaráðuneytinu. Inter-Galaxy er alþjóðleg starfsmannaleiga sem hefur starfað frá árinu 1997 og leigir út starfsmenn víða um heim. Stór hluti starfsmanna Inter-Galaxy er frá Nígeríu.

Vefsíða Inter-Galaxy




Fleiri fréttir

Sjá meira


×