Fleiri fréttir

Sífellt fleiri í framhaldsnám

Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi og á skólaárinu 2003 - 2004. Sama má segja um útskrifaða nema af framhaldsskólastigi. Örlítil fækkun er þó í útskrift nýstúdenta en sífellt fleiri útskrifast með stúdentspróf verkgreina og viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi.

Lithárnir án atvinnuleyfis

Forsvarsmenn Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi segja ljóst að enginn leyfi né samningar séu til staðar fyrir fjóra Litháa sem starfað hafa hjá fyrirtækinu Járn@járn á Reyðarfirði undanfarið. Lögregla hefur gefið fyrirtækinu frest til morguns til að afla gagna í málinu.

Fær að leiða fram vitni

Hæstiréttur hefur samþykkt kröfu Lúðvíks Gisurarsonar um að fá að leiða fram vitni sem varpað gætu ljósi á meint ástarsamband móður hans og Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra og lögreglustjóra í Reykjavík. Lúðvík heldur því fram að Hermann hafi verið faðir hans og eru vitnaleiðslurnar liður í viðleitni hans til að fá lífsýni úr Hermanni heitnum.

Sýknuð af kókaínsmygli

Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus.

Skoða reglur einkavæðingarnefndar

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis.

Leyfir ekki innflutning erfðaefnis

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn.

Fagnar fyrirhugðum aðgerðum

Borgarstjóri fagnar fyrirhuguðum aðgerðum á kvennafrídaginn og beinir því til stjórnenda á vinnustöðum að bregðast jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður vinnu.

Unnu samkeppni um Háskólatorg

Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni og samstarfsfólki á Arkitektastofu Ingimundar Sveinssonar urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands.

Sveinum fer fækkandi

Þeim sem ljúka sveinsprófi hefur farið fækkandi undanfarin ár. Þessa fækkun má útskýra með ríkjandi þenslu í þjóðfélaginu og yfirborgunum sem henni fylgir. Á skólaárinu 2003-2004 útskrifuðust 508 nemendur með sveinspróf og var það 57 nemendum færra en árið áður.

Lélegur frágangur kostar milljónir

Lélegur frágangur á farmi vörubíla hefur kostað tryggingarfélögin meira en 110 milljónir króna undanfarin tvö ár. Lögregla hyggst grípa til aðgerða gegn þeim sem ekki ganga almennilega frá farmi á bílum sínum.

Spá hækkun fasteignaverðs

Fasteignaverð mun hækka um sex prósent hér á landi á næstu tólf mánuðum að mati greiningardeildar KB banka. Helstu ástæðurnar segir Greiningardeildin vera þær að raunvaxtakostnaður hækki ekki mikið og að atvinnuástand verði áfram gott.

Síðbúinn sauðburður

Við feðgarnir sáum bara allt í einu nýborið lamb stíga sín fyrstu skref við vegkantinn," segir Sigurður M. Þorvaldsson en hann varð vitni af nokkuð síðbúnum sauðburði í fyrrakvöld. </font /></b />

Gegnsæi í skattheimtu

Lagt var fram í borgarstjórn í gær að uppsetningu launaseðla Reykjavíkurborgar verði breytt þannig að fram komi hvernig skattur skiptist á milli ríkis og sveitarfélags.

Borgarstjóri fagnar kvennafrídegi

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fagnar aðgerðum sem fyrirhugaðar eru til að minnast 30 ára afmælis kvennafrídagsins 24. október. Hún segir í yfirlýsingu að allt of hægt gangi að jafna launamun kynjanna og aðstöðumun til að afla tekna.

Sýknuð af smygli í London

Sautján ára íslensk stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var sýknuð í dag . Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr án sinnar vitundar en hún var aðeins sextán ára þegar hún var handtekin.

Eftirlaun ráðherra til skoðunar

Misræmi á kostnaði vegna eftirlaunafrumvarpsins kemur forsætisráðherra á óvart. Hann segir stjórnvöld hafa rætt um að endurskoða lögin, en það verði ekki gert nema með samkomulagi allra stjórnmálaflokka. Alþingi samþykkti breytt lög um eftirlaun æðstu embættismanna og þingmanna rétt fyrir árslok 2003, og þiggja níu fyrrverandi ráðherrar nú eftirlaun, þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu.

Tilbúinn að endurskoða kvótakerfið

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ekki komi til greina að flytja inn fósturvísa til þess að blanda við íslenska kúakynið. Hann vill hins vegar skoða hvort lyfta eigi þaki af mjólkurkvótanum til þess að mæta auknum þörfum markaðarins.

Margar misnota veikindarétt

Formaður Læknafélags Íslands segir margar verðandi mæður misnota veikindarétt og fæðingarorlof og fái til þess vottorð frá lækni. Tryggingayfirlæknir telur almennt að vottorð séu misnotuð og að taka verði á því.

ASÍ vill svör frá ríkisstjórninni

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að stjórnvöld verði að brúa bilið milli gerðra kjarasamninga og verðbólgunnar sem nú blasir við, eigi friður að haldast á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ræða málið þar sem skynsamlegt sé fyrir alla að kjarasamningar haldi.

Veggjakrot til vandræða

Fossvogshverfið er illa farið af veggjakroti. Gunnlaugur A. Júlíusson býr í hverfinu og hann hefur sent öllum borgarfulltrúum tölvubréf til að benda á þessa skrílmennsku. Svar hefur aðeins borist frá einum þeirra sem segir ástandið líka slæmt í Breiðholtinu.

Leitað að rjúpnaskyttum

Þrjátíu björgunasveitarmenn í Árnessýslu voru kallaðir út til að leita að rjúpnaskyttum skömmu fyrir kvöldmat. Skytturnar voru að veiðum við Skjaldbreið og fannst bifreið þeirra þar um klukkustund eftir að leit hófst. Skömmu síðar fundust tveir mannanna og símasamband náðist við þann þriðja. Myrkur var á leitarsvæðinu og skyggni slæmt.

Bílastyrkur bundinn lögheimili

Hreyfihamlaðir og blindir fá ekki styrk frá Tryggingastofnun til bílakaupa nema að ökumaður bílsins sé með lögheimili á sama stað og þeir sjálfir.

Björgunaræfing á Faxaflóa

Tugir manna tóku þátt í umfangsmikilli björgunaræfingu á Faxaflóa í dag, þar sem Landhelgisgæslan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins æfðu björgun úr brennandi skipi. Æfingin hófst snemma í morgun. Varðskipið Ægir var í hlutverki skips í neyð, þar sem eldur logaði í vélarrúmi -og menn meiddir og týndir. Hann lá við festar út-af Vatsleysuvík, rétt fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Saklaus í svikamyllu smyglara

 Breskur kviðdómur sýknaði í gærdag íslensku unglingsstúlkuna sem ákærð var fyrir að smygla kókaíni til Bretlands í vor. „Hún er þar með laus allra mála,“ segir lögmaður hennar, Aika Stephenson hjá breska lögfræðifyrirtækinu Lawrence & Co. í samtali við Fréttablaðið.

Stúlka rotaðist í sundlaug

Hótel Geysir í Haukadal var í gær dæmt til að greiða 19 ára stúlku þrjár og hálfa milljón króna í skaðabætur fyrir slys sem hún varð fyrir í sundlaug staðarins.

Fá 15 milljónir af skipsverði

Hæstiréttur dæmdi í gær Íslandsbanka til að greiða fimm norðlenskum sjómönnum rúmar fimmtán milljónir króna og Lífeyrissjóði sjómanna rúmar tvær milljónir króna.

Fundust heilir á húfi

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan 18 í gær, vegna þriggja rjúpnaskytta sem saknað var. Mennirnir höfðu verið á veiðum við Skjaldbreið.

Rjúpnaskyttur komu í leitirnar

Um 30 björgunarsveitarmenn á 8 bílum voru upp úr klukkan sex sendir til að leita að þremur rjúpnaskyttum í grennd við Skjaldbreið. Rétt eftir klukkan sjö fundust tveir mannanna heilir á húfi. Þriðji maðurinn fannst svo nokkru síðar.

Tjónið nemur milljónum

Tjónið vegna veggjakrotsins í Víkingshverfinu getur numið nokkrum milljónum króna. Veggjakrot er ekki lögbrot en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi segir að hægt sé að krefjast skaðabóta.

Láta draga bílana burt?

Íbúar í Hlíðahverfi mótmæltu harðlega á fundi sínum í gærkvöld fyrirhuguðum framkvæmdum 365 miðla á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúarnir vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Forystumenn íbúanna hvetja til þess að íbúar láti draga burt alla bíla sem lagt hefur verið ólöglega.

Auðveldi úrræði í kynferðisbrotum

Félagsmálaráðherra hefur hrint af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Hann segir umræðuna að undanförnu hafa haft áhrif og þakkar fyrir kjark þeirra sem þar gengu á undan.

Skoða lagasetningu um einkavæðingu

Skipaður verður starfshópur sem kanna á hvort endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hvort þörf sé á lögum þar um. Framkvæmdanefnd vinnur að samantekt á eignum ríkisins svo skoða megi frekari einkavæðingu.

Hátt gengi og verðbólga

Sjávarútvegsfyrirtæki hafa átt í miklum erfiðleikum á þessu ári. Nýlega héldu Samtök fiskvinnslustöðva aðalfund þar sem málefni greinarinnar voru rædd.

Flokksformenn ekki í takt

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekki gert ráð fyrir lækkun matarskatts sem lið í því að treysta grundvöll kjarasamninga.

Undrast viðbótarkostnað

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni.

Álit fjöllmiðlanefndar standi

Ég er tilbúinn fyrir hönd míns flokks að standa að setningu laga sem byggir á þeirri þverpólitísku sátt sem náðist í fjölmiðlanefndinni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Gæti orðið ónæmt fyrir sýklalyfjum

Tríklosan, efni sem finnst í mörgum snyrti- og hreinlætisvörum og varað hefur verið við, stuðlar að uppbyggingu mun harðgerðari bakteríustofna og getur valdið því að fólk verði ónæmt fyrir sýklalyfjum.

Hættuleg efni láku úr Akrafelli

Eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú við störf um borð í Akrafelli, flutningaskipi Samskipa þar sem það liggur við Vogabakka í Reykjavík. Tilkynning barst upp úr miðnætti þess efnis að hættuleg efni hefðu lekið út í skipinu og voru eiturefnakafarar kallaðir til. Ekki stafar almannahætta vegna lekans en svæðið verður lokað meðan komist verður fyrir hann og efnin hreinsuð upp.

Eitur í löskuðum gámi

Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum ásamt starfsmönnum Samskipa og áhöfn Akrafells, leiguskips félagsins, hafa í alla nótt unnið að því að ná eiturefnum úr löskuðum gámi og koma í veg fyrir að þau berist út í andrúmsloftið eða í jarðveg.

Ryskingar í Reykjanesbæ

Ungur maður sem brá sér út á lífið í Keflavík aðfaranótt sunnudags virðist hafa farið út að skemmta sér á öðrum forsendum en menn eiga að venjast. Þannig fékk lögregla tilkynningu um það að maðurinn hefði slegið annan á skemmtistað í bænum með þeim afleiðingum að sauma þurfti nokkur spor í höfuð fórnarlambsins.

Minnsta atvinnuleysið í fjögur ár

Avinnuleysi á landinu hefur ekki verið minna í fjögur ár miðað við mælingar í septermánuði og langtímaatvinnuleysi minnkar hratt samkvæmt upplýsingum Alþýðusamnbands Íslands.Meðalfjöldi atvinnulausra í mánuðinum var 2.267, sem rúmlega 500 færra en í ágúst mánuði, og rúmlega 1600 manns færra en í september í fyrra.

Vilja stimpilgjöldin burt

Sjálfstæðismenn vilja að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Þetta er meðal efnis í ályktun landsfundar sjálfstæðismanna í húsnæðismálum sem samþykkt var í gær. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu.

Vill ekki einkavæðingu

Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að flokkur sinn hljóti að berjast með oddi og egg gegn einkavæðingu Landsvirkjunar.

Eitur í gámi

Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum ásamt starfsmönnum Samskipa og áhöfn Akrafells, leiguskips félagsins, unnu í alla nótt að því að ná eiturefnum úr löskuðum gámi og koma í veg fyrir að þau bærust út í andrúmsloftið eða í jarðveg.

Minnkandi virkni við Grímsey

Verulega tók að draga úr jarðskjálftahrinunni austur af Grímsey síðdegis í gær og hefur verið rólegt á svæðinu í nótt. Frá því að hrinan hófst á föstudag hafa á fjórða hundrað skjálftar mælst, eða heldur færri en í hrinunni í janúar.

Sjá næstu 50 fréttir