Innlent

Leitað að rjúpnaskyttum

Þrjátíu björgunasveitarmenn í Árnessýslu voru kallaðir út til að leita að rjúpnaskyttum skömmu fyrir kvöldmat. Skytturnar voru að veiðum við Skjaldbreið og fannst bifreið þeirra þar um klukkustund eftir að leit hófst. Skömmu síðar fundust tveir mannanna og símasamband náðist við þann þriðja. Myrkur var á leitarsvæðinu og skyggni slæmt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×