Fleiri fréttir

Eignarhaldið skorðað

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. „Að undanförnu hefur nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjölmiðla orðið æ augljósari,“ segir í ályktun fundarins.

Geir gengur auðmjúkur til verks

„Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og glaður yfir því að hafa fengið svona mikið traust hjá landsfundarfulltrúum og mun að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að standa undir því,“ segir Geir Hilmar Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir segir að samstaða hafi ríkt um þær ályktanir sem voru til meðferðar á fundinum.

Þörf á löggjöf um fjölmiðla

„Þetta var alveg stórkostlegt og frábær stuðningur að fá næstum því tvo þriðju atkvæða. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir fundinn hafa verið kraftmikinn, þar hafi verið bæði mikið af ungu fólki og ekki síður nýju fólki innan flokksins.

Vilja afnema synjunarvald

Sjálfstæðisflokkurinn telur óhjákvæmilegt að fella úr gildi 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins um synjunarvald forsetans. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins frá því um helgina. Í ályktun fundarins er tekið fram að huga eigi að heimild í stjórnarskrá til þjóðar­atkvæðagreiðslu um tiltekin mál.

Tvöföldun líklega samþykkt

Búist er við að bæjarstjórn Garðabæjar samþykki í vikunni tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi að Kaplakrika. Ný tillaga sem gerir ráð fyrir betri hljóðvörnum hefur líka hlotið samþykki íbúa sem hafa hingað til verið mótfallnir tvöföldun brautarinnar.

Kanóar horfnir af götunum

Tekist hefur að dæla öllu vatni burt af götum Hafnar í Hornafirði, að sögn Helga Más Pálssonar bæjarverkfræðings. Bæjarbúar eru því hættir að róa um göturnar á kanóum og geta gripið til bílanna á ný.

Björn finnur saksóknara

Björn Bjarnason sagði í Silfri Egils  í gær að hann myndi sennilega taka ákvörðun um nýjan saksóknara sem á að taka við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu fyrir helgi.

Óljóst hvað gerðist

Bilun varð hjá þjónustuaðila Farice-sæstrengsins aðfaranótt sunnudags. Í gær var enn ekki ljóst hvað hefði valdið biluninni.

Brot á samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að sú ákvörðun að semja ekki við klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði sjúkratryggðra gangi gegn markmiðum samkeppnislaga. 

Spara tugþúsundir í matarinnkaupum

Um 33 þúsund krónum minna færi í matarinnkaup hjá meðalfjölskyldu á ári, ef matarskatturinn verður lækkaður úr fjórtán prósentum í sjö.

Ófrjósemisaðgerðum fjölgar

Tæplega þrjú hundruð karlar gangast undir ófrjósemisaðgerð á ári en fyrir 25 árum voru þeir aðeins um þrjátíu. Þvagfæraskurðlæknir segir dæmi um að karlar hafi einnig látið endurtengja sig. Það geta konur ekki gert. 

Bundið í stjórnarsáttmála

„Þetta var hluti af okkar landsfundarályktun síðast og hluti af okkar kosningastefnuskrá,“ sagði Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um matarskattinn. Séra Halldór Gunnarsson í Holti spurði ráðherrann um þetta stefnumál flokksins.

Ofbeldismaður áfram í haldi

 „Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ.

Samstaða um nýjan skóla

Átta af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis og einn þingmaður úr Norðvesturkjördæmi hafa endurflutt á alþingi þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð en tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi.

Þorpið fylgir ráðherranum

Einar K. Guðfinnsson hélt sína fyrstu ræðu sem sjávar­útvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand hóteli.

500 milljarða halli í sjö ár

Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012.  Engin höft segir forsætisráðherra.

Verslun varð að félagsmiðstöð

 „Maður verður einhvern veginn að bjarga sér þegar kreppir að,“ segir Ísak Sigurgeirsson en hann og eigin­kona hans, Senee Sankla, eiga verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi sem nú skiptir um hlutverk.

Ófærð á Austurlandi

Ófært er um Hvalnes og Þvottárskriður og ekki er víst um að það náist að opna þar í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er lokað á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðulausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði.

Skjálftahrina austur af Grímsey

Skjálftahrina gengur yfir um fimmtán kílómetra austur af Grímsey. Frá því síðdegis í gær hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu, nokkrir stórir, en sá stærsti mældist 3,7 stig á Richter.

Sleppt eftir yfirheyrslu um dóp

Tveimur karlmönnum og tveimur konum, sem handtekin voru í íbúð í Kópavogi í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst þar, hefur verið sleppt. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk síðla dags í gær og telst málið upplýst.

Bílvelta á Reykjanesbraut

Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar.

Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu

Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík.

Búið að opna Hvalnesskriður

Búið er að opna Hvalnesskriður en enn er ófært um Þvottárskriður og ekki er víst að það náist að opna þær í dag. Lokað er á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðislausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði.

Rjúpnaveiði hafin á ný

Rjúpnaveiðimenn taka eflaust gleði sína á ný því í dag hófst rjúpnaveiði eftir tveggja ára veiðibann.

Vilja úttekt á flutningi flugs

Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag.

Úrhelli á Suðausturlandi

Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn.

Vatnselgur á Höfn í Hornafirði

Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan.

Framsókn minnst í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent.

Hrafn á lokasprettinum í maraþoni

Hrafn Jökulsson hefur nú lokið 239 skákum af 250 í maraþontafli sínu sem hann hóf í Kringlunni klukkan níu í gærmorgun. Búist er við að hann ljúki skákunum 250 á næsta klukkutímanum, en hann hafði sett sér það markmið að klára þær á innan við 40 klukkustundum.

Vatnsyfirborð nær upp að vegi

Lögreglan á Höfn hefur í dag kannað ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur. Að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám og nær vatnsyfirborðið á nokkrum stöðum í umdæmi hennar upp að þjóðveginum. Þó mun vera óhætt að aka þar um en fólki er bent á fara með gát.

Hæsta hlutfall virðisaukaskatts

Hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu var hæst á Íslandi af öllum OECD-löndunum á síðasta ári. Hlutfall skatta á fyrirtæki af heildarskatttekjum ríkissjóðs er hins vegar næstlægst.

Geir vill selja Landsvirkjun

Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati.

Ólöglegar rjúpnaskyttur

Lögreglan í Vík handtók í gær fjórar rjúpnaskyttur. Landeigandi hafði samband við lögreglu þar sem skytturnar voru við veiðar í hans landi án heimildar. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglstöðina á Kirkjubæjarklaustri, grunaðir um að hafa verið við veiðar án tilskyldra leyfa og án heimildar landeigenda.

Vatnselgur í Höfn í Hornafirði

Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns.

Dýratilraunum mótmælt

„Við erum að mótmæla dýratilraunum á Íslandi," segir Tryggvi Guðmundsson dýravinur sem stóð að mótmælum á Lækjartorgi í gær.

Mjólkurrisinn heitir MS

Nýtt sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefur hlotið nafnið MS.

Stígamót kæra BM ráðgjöf

Stígamót hefur lagt fram kæru til lögreglunnar um að nafn Stígamóta hafi verið notað í símastyrktarsöfnun sem ekki var á vegum samtakanna. Úthringingarnar voru á vegum fyrirtækisins BM ráðgjafar, sem sér um söfnun fyrir verkefnið Blátt áfram. Það verkefni er á vegum Ungmennafélags Íslands en ekki á vegum Stígamóta.

Jarðskjálftahrina við Grímsey

Yfir 230 jarðskjálftar mældust um sextán kílómetrum austur af Grímsey, frá því síðdegis á föstudag og fram undir kvöld í gær.

Geir Haarde tekur við formennsku

Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag.

D-listinn með tæp 46 prósent

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 45,9 prósent atkvæða ef kosið væri til borgarstjórnar í dag, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Hlýindi um land allt

Hlýtt var í veðri víðast hvar á landinu í gær og mældist hitinn mestur á Hafnarmelum á Vesturlandi, þrettán stig á hádegi.

Lýsir eftir baráttuanda

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann.

Tekið út á 2-3 mínútna fresti

Færslur á kortareikningi karlmanns sem telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektarstað sýna að tekið hafi verið út af kortinu hans á tveggja og þriggja mínútna fresti. Hann hyggst kæra málið til lögreglu.

Drepinn ef hann snýr heim

Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði.

Fundu töluvert af fíkniefnum

Tveir karlmenn og tvær konur voru handtekinn í íbúð í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi eftir að hópur lögreglumanna og tollvarða, ásamt fíkniefnahundi, fann þar talsvert af fíkniefnum af öllum gerðum sem greinilega voru ætluð til sölu. Lögregla vill ekki gefa upp magnið en segir það vera talsvert.

Sjá næstu 50 fréttir