Fleiri fréttir Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> 14.10.2005 00:01 Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. 14.10.2005 00:01 Forðist beina snertingu við fugla Embætti yfirdýralæknis sendi í dag frá sér leiðbeiningar til ferðamanna um það hvernig þeir skuli haga sér á ferðalögum þar sem fuglaflensa geisar og fuglar og alifuglar eru drepnir í stórum stíl. 14.10.2005 00:01 Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. 14.10.2005 00:01 Ný leiðabók hjá SVR Strætó bs. hefur gefið út nýja leiðabók sem tekur gildi frá og með laugardeginum 15. október. Hafa tímatöflur nokkurra leiða verið lagfærðar og aksturstími leiða 12 og 16 lengdur. Með þessum breytingum er komið til móts við ábendingar frá vagnstjórum og farþegum auk þess sem tekið er mið af reynslunni frá því nýja leiðakerfið var tekið í notkun 23. júlí síðastliðinn. 14.10.2005 00:01 Sýslumaður verður tollstjóri Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 14.10.2005 00:01 Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. 14.10.2005 00:01 Dæmt í máli stúlkunnar á mánudag Íslenska stúlkan sem handtekin var í maí í Lundúnum fyrir að smygla kókaíni í skónum kom fyrir rétt í Lundúnum í gær og fyrradag. Þar sem stúlkan er sautján ára hefur hún verið vistuð á heimili fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í DV í dag. Mál hennar verður dómtekið á mánudag og faðir hennar segir að það séu helmingslíkur á að hún sleppi við refsingu vegna ungs aldurs. 14.10.2005 00:01 SMÍ og FF í hár saman Skólameistarafélag Íslands og Félag framhaldsskólakennara eru komin í hár saman vegna deilna sem verið hafa uppi innan Menntaskólans á Ísafirði. 14.10.2005 00:01 Engin kona forstjóri skráðu félagi Engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll Íslands og konur eru aðeins sjö komma fjögur prósent stjórnarmanna. Nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði, hefur kynnt tillögur um hvernig fjölga megi konum í stjórnum fyrirtækja. 14.10.2005 00:01 Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. 14.10.2005 00:01 Óveður í Öræfasveit Óveður er komið í Öræfasveit og eru vegfarendur beðnir að fara þar með gát. Hálka og snjókoma eru á Hellisheiði og í nágrenni Selfoss. Hálka eða hálkublettir er á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi. 14.10.2005 00:01 Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. 14.10.2005 00:01 Útilokaði nánast Samfylkinguna Davíð Oddsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins gerði það eitt af sínum síðustu verkum sem formaður, í setningaræðu sinni á landsfundinum í gær, að nánast útiloka stjórnarmyndun með Samfylkingunni, þegar þar að kemur. 14.10.2005 00:01 Samningur ekki endurnýjaður Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu. 14.10.2005 00:01 Nýtt tímarit um þjóðmál Bókafélagið Ugla hefur hafið útgáfu á nýju tímariti sem heitir Þjóðmál og mun koma út fjórum sinnum. Ritstjóri tímaritsins er Jakob F. Ásgeirsson og samkvæmt ritstjórnargrein hans er Þjóðmálum er ætlað að vera "vettvangur fyrir frjálshuga fólk sem er orðið þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu". Meðal efnis í 1. hefti má nefna að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, skrifar af vettvangi stjórnmálanna. 14.10.2005 00:01 Vaxandi sóknarfæri hjá smábátum Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að smábátarnir eigi vaxandi sóknarfæri vegna þess að togveiðar og fleiri veiðiaðferðir eigi nú undir högg að sækja hjá umhverfisverndarsinnum. 14.10.2005 00:01 Hlutur ríkisútgjalda eykst Öll undangengin ár hafa fjárlög íslenska ríkisins gert ráð fyrir myndarlegum afgangi segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Raunin hefur oftast orðið önnur. Samanburður á rekstrarafgangi fjárlaga og ríkisreikningi síðustu fimm ár sýnir að halli var þrjú ár og að hin tvö var afgangurinn mun minni en að var stefnt. 14.10.2005 00:01 Ríkissaksóknari kemur ekki að máli Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs. 14.10.2005 00:01 Vistaskipti sýslumanna Lárus Bjarnason<font face="Courier New">,</font>sýslumaður á Seyðisfirði<font face="Courier New">,</font>hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna<font face="Courier New">,</font>að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006. 14.10.2005 00:01 Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. 14.10.2005 00:01 Borgin hótar lögsókn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. 14.10.2005 00:01 Ríkið borgar Saltkaupum Íslenska ríkið þarf að greiða Saltkaupum ehf. tæplega 9,8 milljónir króna auk 700.000 króna málskostnaðar samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar. Upphæðin er 4,5 milljónum hærri en kveðið var á um í dómi Héraðsdóms Reykjaness í desember í fyrra. 14.10.2005 00:01 Tíu mánuðir fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða hefur verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að draga sér rúmar 17 milljónir króna á árunum 2002 og 2003. Maðurinn játaði fjárdráttinn, en hann færði upphæðir til skuldar og endurgreiddi í mörgum greiðslum. Hæst varð skuldin rúmar 5 milljónir. Dómurinn var skilorðsbundinn. 14.10.2005 00:01 Óvissa um nýjan vef dómstólanna Anna Mjöll Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, segir ekki hægt að segja til um hvernær ný heimasíða héraðsdómstóla landsins komist í loftið, en búið er að loka þeirri sem fyrir var. Nú er á slóðinni domstolar.is einungis að finna tilkynningu um að ný síða sé væntanleg. 14.10.2005 00:01 Funda eftir helgi Vilhjálmur H. Vilhjálmssson hæstaréttarlögmaður segir að honum hafi ekki enn borist neitt svar um skaðabótakröfu þá, sem Reykjavíkurborg krefst að olíufélögin Ker, Olís og Skeljungur, greiði vegna samráðs sem þau höfðu við tilboðsgerð á vegum borgarinnar árið 1996. 14.10.2005 00:01 Lífeyrissjóður var sýknaður Hæstiréttur féllst ekki á kröfu fyrrum bankastarfsmanns um að breyting á reglugerð um lífeyrisgreiðslur hefði svipt hann áunnum réttindum. Fyrir gildistöku reglugerðar í árslok 1997 var miðað við laun eftirmanns, en vísitölu neysluverðs á eftir. 14.10.2005 00:01 Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. 14.10.2005 00:01 Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls. 14.10.2005 00:01 Ríkisútgjöld hafa aukist Samtök atvinnulífsins segja að Ísland skeri sig úr meðal Norðurlanda að því leiti að ríkisútgjöld í hlutfalli við landsframleiðslu hafi aukist verulega. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndum hafi ríkisútgjöld farið lækkandi í hlutfalli við landsframleiðslu. Þá benda Samtök atvinnulífsins á í tilkynningu að þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir myndarlegum afgangi á fjárlögum hafi raunin oftast orðið önnur. 14.10.2005 00:01 Kona fær greiddar bensíndælur Kona sem leigði olíufélaginu Skeljungi land og húsnæði í Kópavogi undir bensínstöð fær að eiga tanka og dælubúnað samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur sneri í vikunni fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness frá því í desember í fyrra. 14.10.2005 00:01 Ísland er komið á kortið Hagfræðingar KB Banka meta það svo að áhætta af erlendri skuldabréfaútgáfu sé minni en menn hafa ætlað. Ísland sé komið á kortið hjá erlendum fjárfestum og því sé minni hætta á falli en ætla mætti þegar að gjalddaga erlendu bréfanna kemur. Í nýrri skýrslu bankans er gert ráð fyrir að skuldabréfaútgáfa haldi áfram og því muni áhættan jafnast út. 14.10.2005 00:01 Rjúpnaveiðar hefjast á ný Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist sannfærður um að skotveiðimenn stilli rjúpnaveiðum í hóf en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Hann telur að um 3000 veiðimenn séu á leið á veiðar. 14.10.2005 00:01 Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. 14.10.2005 00:01 Fuglaflensan til Íslands næsta vor Fuglaflensutilvik hafa undanfarna daga komið upp í bæði Tyrklandi og Rúmeníu. Flest bendir til að fuglaflensa breiðist út um alla Evrópu næsta vor. Yfirdýralæknisembættið á Íslandi hefur fengið tæpar tvær milljónir króna til að rannsaka alifugla hérlendis og farfugla sem koma hingað næsta vor. 14.10.2005 00:01 Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. 14.10.2005 00:01 Hækka skatt þegar þeir sjá hann Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. 14.10.2005 00:01 Telur sig vanhæfan Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar. 14.10.2005 00:01 Atburðir kalla á fjölmiðlalög Í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær vísaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra til þverpólítískrar samstöðu sem náðs hefur í fjölmiðlanefnd á hennar vegum. 14.10.2005 00:01 Stjúpfaðir hindraði ekki afskipti Stjúpfaðir barnaníðings í Hafnarfirði reyndi ekki að koma í veg fyrir að barnayfirvöld hefðu afskipti af málinu segir fyrrverandi tengdadóttir hans. Öðru hefur verið haldið fram. 14.10.2005 00:01 Ræða Davíðs gagnrýnd Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á landsfundi flokksins í gærkvöld að innan fárra ára yrði ljótasti blettur á íslenskri fjölmiðlun kominn í sitt skot í sögunni. Hann sagði að fjölmiðlasamsteypa hefði verið notuð til að þjóna hagsmunum auðhrings, þar sem óvægnum árásum og slúðri úr stolnum gögnum hefði verið beitt gegn einstaklingum sem auðhringnum væri í nöp við. 14.10.2005 00:01 Veiðibann hrekur frá Fréttir af skotveiðibanni frá og með 15. októbersem bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag og tekur til allra þeirra sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu hefur skaðað þá sem standa að ferðaþjónustu á svæðinu segir Jón Hákon Ágústsson, eigandi gistiheimilisins Kaupfélagið. 14.10.2005 00:01 Lóðaverð hækkar um fimmtíu prósent Lóðaverð í Hafnarfirði hækkar um fimmtíu prósent með nýjum úthlutunarreglum og skilmálum sem samþykktir voru í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Bæjarstjórinn segir helstu ástæðuna vera brask þeirra sem hafa fengið úthlutað lóðum langt undir markaðsverði. Hafnfirðingar ganga ekki lengur fyrir um lóðir. 14.10.2005 00:01 Bíða úrlausnar mála sinna Stríðið í Tsjetsjeníu teygir anga sína víða, meðal annars hingað til lands. Ung múslimahjón frá Tsjetsjeníu leituðu hælis hér á landi fyrir tæplega hálfum mánuði. Maðurinn segist ekki vilja berjast gegn Rússum eða nokkrum öðrum, en óttast um líf sitt, - að verða álitinn svikari af löndum sínum. 14.10.2005 00:01 Milljóndollara seðlar Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna. 14.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> 14.10.2005 00:01
Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. 14.10.2005 00:01
Forðist beina snertingu við fugla Embætti yfirdýralæknis sendi í dag frá sér leiðbeiningar til ferðamanna um það hvernig þeir skuli haga sér á ferðalögum þar sem fuglaflensa geisar og fuglar og alifuglar eru drepnir í stórum stíl. 14.10.2005 00:01
Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. 14.10.2005 00:01
Ný leiðabók hjá SVR Strætó bs. hefur gefið út nýja leiðabók sem tekur gildi frá og með laugardeginum 15. október. Hafa tímatöflur nokkurra leiða verið lagfærðar og aksturstími leiða 12 og 16 lengdur. Með þessum breytingum er komið til móts við ábendingar frá vagnstjórum og farþegum auk þess sem tekið er mið af reynslunni frá því nýja leiðakerfið var tekið í notkun 23. júlí síðastliðinn. 14.10.2005 00:01
Sýslumaður verður tollstjóri Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 14.10.2005 00:01
Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. 14.10.2005 00:01
Dæmt í máli stúlkunnar á mánudag Íslenska stúlkan sem handtekin var í maí í Lundúnum fyrir að smygla kókaíni í skónum kom fyrir rétt í Lundúnum í gær og fyrradag. Þar sem stúlkan er sautján ára hefur hún verið vistuð á heimili fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í DV í dag. Mál hennar verður dómtekið á mánudag og faðir hennar segir að það séu helmingslíkur á að hún sleppi við refsingu vegna ungs aldurs. 14.10.2005 00:01
SMÍ og FF í hár saman Skólameistarafélag Íslands og Félag framhaldsskólakennara eru komin í hár saman vegna deilna sem verið hafa uppi innan Menntaskólans á Ísafirði. 14.10.2005 00:01
Engin kona forstjóri skráðu félagi Engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll Íslands og konur eru aðeins sjö komma fjögur prósent stjórnarmanna. Nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði, hefur kynnt tillögur um hvernig fjölga megi konum í stjórnum fyrirtækja. 14.10.2005 00:01
Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. 14.10.2005 00:01
Óveður í Öræfasveit Óveður er komið í Öræfasveit og eru vegfarendur beðnir að fara þar með gát. Hálka og snjókoma eru á Hellisheiði og í nágrenni Selfoss. Hálka eða hálkublettir er á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi. 14.10.2005 00:01
Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. 14.10.2005 00:01
Útilokaði nánast Samfylkinguna Davíð Oddsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins gerði það eitt af sínum síðustu verkum sem formaður, í setningaræðu sinni á landsfundinum í gær, að nánast útiloka stjórnarmyndun með Samfylkingunni, þegar þar að kemur. 14.10.2005 00:01
Samningur ekki endurnýjaður Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu. 14.10.2005 00:01
Nýtt tímarit um þjóðmál Bókafélagið Ugla hefur hafið útgáfu á nýju tímariti sem heitir Þjóðmál og mun koma út fjórum sinnum. Ritstjóri tímaritsins er Jakob F. Ásgeirsson og samkvæmt ritstjórnargrein hans er Þjóðmálum er ætlað að vera "vettvangur fyrir frjálshuga fólk sem er orðið þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu". Meðal efnis í 1. hefti má nefna að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, skrifar af vettvangi stjórnmálanna. 14.10.2005 00:01
Vaxandi sóknarfæri hjá smábátum Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að smábátarnir eigi vaxandi sóknarfæri vegna þess að togveiðar og fleiri veiðiaðferðir eigi nú undir högg að sækja hjá umhverfisverndarsinnum. 14.10.2005 00:01
Hlutur ríkisútgjalda eykst Öll undangengin ár hafa fjárlög íslenska ríkisins gert ráð fyrir myndarlegum afgangi segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Raunin hefur oftast orðið önnur. Samanburður á rekstrarafgangi fjárlaga og ríkisreikningi síðustu fimm ár sýnir að halli var þrjú ár og að hin tvö var afgangurinn mun minni en að var stefnt. 14.10.2005 00:01
Ríkissaksóknari kemur ekki að máli Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs. 14.10.2005 00:01
Vistaskipti sýslumanna Lárus Bjarnason<font face="Courier New">,</font>sýslumaður á Seyðisfirði<font face="Courier New">,</font>hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna<font face="Courier New">,</font>að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006. 14.10.2005 00:01
Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. 14.10.2005 00:01
Borgin hótar lögsókn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. 14.10.2005 00:01
Ríkið borgar Saltkaupum Íslenska ríkið þarf að greiða Saltkaupum ehf. tæplega 9,8 milljónir króna auk 700.000 króna málskostnaðar samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar. Upphæðin er 4,5 milljónum hærri en kveðið var á um í dómi Héraðsdóms Reykjaness í desember í fyrra. 14.10.2005 00:01
Tíu mánuðir fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða hefur verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að draga sér rúmar 17 milljónir króna á árunum 2002 og 2003. Maðurinn játaði fjárdráttinn, en hann færði upphæðir til skuldar og endurgreiddi í mörgum greiðslum. Hæst varð skuldin rúmar 5 milljónir. Dómurinn var skilorðsbundinn. 14.10.2005 00:01
Óvissa um nýjan vef dómstólanna Anna Mjöll Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, segir ekki hægt að segja til um hvernær ný heimasíða héraðsdómstóla landsins komist í loftið, en búið er að loka þeirri sem fyrir var. Nú er á slóðinni domstolar.is einungis að finna tilkynningu um að ný síða sé væntanleg. 14.10.2005 00:01
Funda eftir helgi Vilhjálmur H. Vilhjálmssson hæstaréttarlögmaður segir að honum hafi ekki enn borist neitt svar um skaðabótakröfu þá, sem Reykjavíkurborg krefst að olíufélögin Ker, Olís og Skeljungur, greiði vegna samráðs sem þau höfðu við tilboðsgerð á vegum borgarinnar árið 1996. 14.10.2005 00:01
Lífeyrissjóður var sýknaður Hæstiréttur féllst ekki á kröfu fyrrum bankastarfsmanns um að breyting á reglugerð um lífeyrisgreiðslur hefði svipt hann áunnum réttindum. Fyrir gildistöku reglugerðar í árslok 1997 var miðað við laun eftirmanns, en vísitölu neysluverðs á eftir. 14.10.2005 00:01
Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. 14.10.2005 00:01
Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls. 14.10.2005 00:01
Ríkisútgjöld hafa aukist Samtök atvinnulífsins segja að Ísland skeri sig úr meðal Norðurlanda að því leiti að ríkisútgjöld í hlutfalli við landsframleiðslu hafi aukist verulega. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndum hafi ríkisútgjöld farið lækkandi í hlutfalli við landsframleiðslu. Þá benda Samtök atvinnulífsins á í tilkynningu að þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir myndarlegum afgangi á fjárlögum hafi raunin oftast orðið önnur. 14.10.2005 00:01
Kona fær greiddar bensíndælur Kona sem leigði olíufélaginu Skeljungi land og húsnæði í Kópavogi undir bensínstöð fær að eiga tanka og dælubúnað samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur sneri í vikunni fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness frá því í desember í fyrra. 14.10.2005 00:01
Ísland er komið á kortið Hagfræðingar KB Banka meta það svo að áhætta af erlendri skuldabréfaútgáfu sé minni en menn hafa ætlað. Ísland sé komið á kortið hjá erlendum fjárfestum og því sé minni hætta á falli en ætla mætti þegar að gjalddaga erlendu bréfanna kemur. Í nýrri skýrslu bankans er gert ráð fyrir að skuldabréfaútgáfa haldi áfram og því muni áhættan jafnast út. 14.10.2005 00:01
Rjúpnaveiðar hefjast á ný Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist sannfærður um að skotveiðimenn stilli rjúpnaveiðum í hóf en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Hann telur að um 3000 veiðimenn séu á leið á veiðar. 14.10.2005 00:01
Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. 14.10.2005 00:01
Fuglaflensan til Íslands næsta vor Fuglaflensutilvik hafa undanfarna daga komið upp í bæði Tyrklandi og Rúmeníu. Flest bendir til að fuglaflensa breiðist út um alla Evrópu næsta vor. Yfirdýralæknisembættið á Íslandi hefur fengið tæpar tvær milljónir króna til að rannsaka alifugla hérlendis og farfugla sem koma hingað næsta vor. 14.10.2005 00:01
Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. 14.10.2005 00:01
Hækka skatt þegar þeir sjá hann Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. 14.10.2005 00:01
Telur sig vanhæfan Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar. 14.10.2005 00:01
Atburðir kalla á fjölmiðlalög Í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær vísaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra til þverpólítískrar samstöðu sem náðs hefur í fjölmiðlanefnd á hennar vegum. 14.10.2005 00:01
Stjúpfaðir hindraði ekki afskipti Stjúpfaðir barnaníðings í Hafnarfirði reyndi ekki að koma í veg fyrir að barnayfirvöld hefðu afskipti af málinu segir fyrrverandi tengdadóttir hans. Öðru hefur verið haldið fram. 14.10.2005 00:01
Ræða Davíðs gagnrýnd Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á landsfundi flokksins í gærkvöld að innan fárra ára yrði ljótasti blettur á íslenskri fjölmiðlun kominn í sitt skot í sögunni. Hann sagði að fjölmiðlasamsteypa hefði verið notuð til að þjóna hagsmunum auðhrings, þar sem óvægnum árásum og slúðri úr stolnum gögnum hefði verið beitt gegn einstaklingum sem auðhringnum væri í nöp við. 14.10.2005 00:01
Veiðibann hrekur frá Fréttir af skotveiðibanni frá og með 15. októbersem bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag og tekur til allra þeirra sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu hefur skaðað þá sem standa að ferðaþjónustu á svæðinu segir Jón Hákon Ágústsson, eigandi gistiheimilisins Kaupfélagið. 14.10.2005 00:01
Lóðaverð hækkar um fimmtíu prósent Lóðaverð í Hafnarfirði hækkar um fimmtíu prósent með nýjum úthlutunarreglum og skilmálum sem samþykktir voru í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Bæjarstjórinn segir helstu ástæðuna vera brask þeirra sem hafa fengið úthlutað lóðum langt undir markaðsverði. Hafnfirðingar ganga ekki lengur fyrir um lóðir. 14.10.2005 00:01
Bíða úrlausnar mála sinna Stríðið í Tsjetsjeníu teygir anga sína víða, meðal annars hingað til lands. Ung múslimahjón frá Tsjetsjeníu leituðu hælis hér á landi fyrir tæplega hálfum mánuði. Maðurinn segist ekki vilja berjast gegn Rússum eða nokkrum öðrum, en óttast um líf sitt, - að verða álitinn svikari af löndum sínum. 14.10.2005 00:01
Milljóndollara seðlar Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna. 14.10.2005 00:01