Vatnselgur í Höfn í Hornafirði 15. október 2005 00:01 Gríðarlegur vatnselgur lék um miðbæ Hafnar í Hornafirði og næstur götur í gær og ófært gangandi vegfarendum. Látlaus rigning var á Höfn og nágrenni frá morgni föstudags og fram undir kvöld í gær. Sólarhringsúrkoma á Akurnesi mældist 149 millimetrar. Slökkvilið og lögregla unnu hörðum höndum að því að dæla burtu vatni og bjóst lögregla við að sú vinna myndi standa langt fram á nótt. Sjávarhæð var mikil í höfninni í gær og versnaði ástandið í bænum eftir háflóðið sem var upp úr klukkan fjögur. Helgi Már Pálsson bæjarverkfræðingur sagði þrjá dælubíla og tvær stórar rafmagnsdælur hafa verið notuð til verksins og komu á annan tug manna að starfinu. „Það flæddi inn í tíu til fimmtán hús en okkur tókst að halda þessu í horfinu,“ segir Helgi Már. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð talsvert um skemmdir í kjöllurum. Til marks um vatnshæðina þar sem hún var mest utanhúss má nefna að vatnið náði fullvöxnum karlmanni upp að nafla. Lukka Magnúsdóttir hefur búið á Höfn síðan 1942 og man ekki annað eins. „Sonur minn sótti mig áðan til að sýna mér þetta og það var nú bara skemmtilegt. Börnin voru öll komin út að busla í vatninu.“ Margir nýttu sér tækifærið til að bregða á leik. Sumir gripu sér ár í hönd og reru um bæinn. Börn busluðu í pollum og spurnir bárust af jeppamönnum sem létu reyna á tryllitækin. Skemmtisýningin Rokk í fimmtíu ár var frumsýnd á Hótel Höfn í gær en að henni stendur Hornfiska skemmtifélagið. Aðstandendur og gestir létu ekki vatsnelginn á sig fá og ætluðu að skemmta sér fram á rauða nótt. Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Gríðarlegur vatnselgur lék um miðbæ Hafnar í Hornafirði og næstur götur í gær og ófært gangandi vegfarendum. Látlaus rigning var á Höfn og nágrenni frá morgni föstudags og fram undir kvöld í gær. Sólarhringsúrkoma á Akurnesi mældist 149 millimetrar. Slökkvilið og lögregla unnu hörðum höndum að því að dæla burtu vatni og bjóst lögregla við að sú vinna myndi standa langt fram á nótt. Sjávarhæð var mikil í höfninni í gær og versnaði ástandið í bænum eftir háflóðið sem var upp úr klukkan fjögur. Helgi Már Pálsson bæjarverkfræðingur sagði þrjá dælubíla og tvær stórar rafmagnsdælur hafa verið notuð til verksins og komu á annan tug manna að starfinu. „Það flæddi inn í tíu til fimmtán hús en okkur tókst að halda þessu í horfinu,“ segir Helgi Már. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð talsvert um skemmdir í kjöllurum. Til marks um vatnshæðina þar sem hún var mest utanhúss má nefna að vatnið náði fullvöxnum karlmanni upp að nafla. Lukka Magnúsdóttir hefur búið á Höfn síðan 1942 og man ekki annað eins. „Sonur minn sótti mig áðan til að sýna mér þetta og það var nú bara skemmtilegt. Börnin voru öll komin út að busla í vatninu.“ Margir nýttu sér tækifærið til að bregða á leik. Sumir gripu sér ár í hönd og reru um bæinn. Börn busluðu í pollum og spurnir bárust af jeppamönnum sem létu reyna á tryllitækin. Skemmtisýningin Rokk í fimmtíu ár var frumsýnd á Hótel Höfn í gær en að henni stendur Hornfiska skemmtifélagið. Aðstandendur og gestir létu ekki vatsnelginn á sig fá og ætluðu að skemmta sér fram á rauða nótt.
Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira