500 milljarða halli í sjö ár 16. október 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur óumflýjanlegt að grípa til aðgerða í efnahagsmálum, meðal annars vegna uppsagna og gjaldþrota í samkeppnis- og útflutningsgreinum sem blæði vegna hágengis krónunnar. Illræmd ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar yrðu til þess að hundruð starfa töpuðust á móti tiltölulega fáum störfum sem fylgdu nýrri stóriðju. Steingrímur bendir meðal annars á að samanlagður viðskiptahalli áranna 2003 til 2010 er áætlaður um 500 milljarðar króna. Hreinar skuldir þjóðarbúsins næmu nú 135 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu og væru hærri en nokkru sinni fyrr. Steingrímur vill að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu um að ekki verði ráðist í frekari stóriðju fram til ársins 2012. Í öðru lagi vill hann að þeim tilmælum verði beint til Fjármálaeftirlitsins að huga að áhættumati í bankakerfinu og viðbrögðum við hugsanlegu snöggu gengisfalli krónunnar. Hann nefndi í því sambandi að kaup á skuldabréfum í íslenskum krónum næmu nú alls um níutíu milljörðum króna. Í þriðja lagi gerir tillagan ráð fyrir að Seðlabankinn hreyfi við bindiskyldu bankanna eða öðrum lögmætum aðgerðum til að efla stöðugleikann. Þá er í fjórða lagi gert ráð fyrir að skattalækkunum verði frestað af hálfu ríkisstjórnarinnar en beitt verði aðgerðum til að bæta hag hinna lægst launuðu. „Ég tel að hér sé ekkert óskaplegt hættuástand,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem varð fyrir svörum á Alþingi. Hann þvertók fyrir að banna frekari stóriðju næstu árin enda samrýmdist það ekki leikreglum í samskiptum stjórnvalda og atvinnulífsins. „Ætti að banna frekari stækkun álversins á Grundartanga?“ spurði Halldór. Halldór taldi að þegar væri farið að hægja á útlánum. Seðlabankinn teldi ekki fýsilegt að beita aukinni bindiskyldu banka til þess að slá á þenslu enda gætu þeir tekið lán að vild erlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur óumflýjanlegt að grípa til aðgerða í efnahagsmálum, meðal annars vegna uppsagna og gjaldþrota í samkeppnis- og útflutningsgreinum sem blæði vegna hágengis krónunnar. Illræmd ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar yrðu til þess að hundruð starfa töpuðust á móti tiltölulega fáum störfum sem fylgdu nýrri stóriðju. Steingrímur bendir meðal annars á að samanlagður viðskiptahalli áranna 2003 til 2010 er áætlaður um 500 milljarðar króna. Hreinar skuldir þjóðarbúsins næmu nú 135 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu og væru hærri en nokkru sinni fyrr. Steingrímur vill að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu um að ekki verði ráðist í frekari stóriðju fram til ársins 2012. Í öðru lagi vill hann að þeim tilmælum verði beint til Fjármálaeftirlitsins að huga að áhættumati í bankakerfinu og viðbrögðum við hugsanlegu snöggu gengisfalli krónunnar. Hann nefndi í því sambandi að kaup á skuldabréfum í íslenskum krónum næmu nú alls um níutíu milljörðum króna. Í þriðja lagi gerir tillagan ráð fyrir að Seðlabankinn hreyfi við bindiskyldu bankanna eða öðrum lögmætum aðgerðum til að efla stöðugleikann. Þá er í fjórða lagi gert ráð fyrir að skattalækkunum verði frestað af hálfu ríkisstjórnarinnar en beitt verði aðgerðum til að bæta hag hinna lægst launuðu. „Ég tel að hér sé ekkert óskaplegt hættuástand,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem varð fyrir svörum á Alþingi. Hann þvertók fyrir að banna frekari stóriðju næstu árin enda samrýmdist það ekki leikreglum í samskiptum stjórnvalda og atvinnulífsins. „Ætti að banna frekari stækkun álversins á Grundartanga?“ spurði Halldór. Halldór taldi að þegar væri farið að hægja á útlánum. Seðlabankinn teldi ekki fýsilegt að beita aukinni bindiskyldu banka til þess að slá á þenslu enda gætu þeir tekið lán að vild erlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira