Geir gengur auðmjúkur til verks 16. október 2005 00:01 „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og glaður yfir því að hafa fengið svona mikið traust hjá landsfundarfulltrúum og mun að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að standa undir því,“ segir Geir Hilmar Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir segir að samstaða hafi ríkt um þær ályktanir sem voru til meðferðar á fundinum. „Það er nú gjarnan þannig að þegar eru mannabreytingar í forystunni þá er kannski aðeins minni athygli en ella á ályktanir fundarins. Auðvitað er alltaf einhver ágreiningur og átök. Það er bara heilbrigt í stórum flokki og getur oft verið mjög skemmtilegt,“ segir Geir. Í ræðu sinni á fundinum í gær sagði Geir að embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri líklega eitt ábyrgðarmesta verkefni í þjóðfélaginu. „Ég hlýt að ganga til þessa verks af mikilli auðmýkt,“ sagði hann. Geir var einn í framboði til formennsku og hlaut hann afgerandi kosningu, ríflega 94 prósent atkvæða. Aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði en fjörutíu seðlar voru auðir. Davíð Oddsson, fráfarandi formaður, kvaddi sér hljóðs við sama tækifæri og sagði að þegar Sjálfstæðisflokknum hefði vegnað best hefði einnig þjóðinni farnast best. Hann óskaði Geir velfarnaðar og sagði: „Nú get ég horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði og það geri ég núna, þakka ykkur fyrir.“ Fyrr á fundinum vék Geir að brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum. „Það eru vatnaskil, bæði í Sjálfstæðisflokknum og landsmálum, þegar Davíð Oddsson lætur af formennsku og hættir stjórnmálaafskiptum.“ Hann sagði einnig á fundinum að sér þætti dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hefðu snúið út úr merkri setningarræðu Davíðs Oddsonar. Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og glaður yfir því að hafa fengið svona mikið traust hjá landsfundarfulltrúum og mun að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að standa undir því,“ segir Geir Hilmar Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir segir að samstaða hafi ríkt um þær ályktanir sem voru til meðferðar á fundinum. „Það er nú gjarnan þannig að þegar eru mannabreytingar í forystunni þá er kannski aðeins minni athygli en ella á ályktanir fundarins. Auðvitað er alltaf einhver ágreiningur og átök. Það er bara heilbrigt í stórum flokki og getur oft verið mjög skemmtilegt,“ segir Geir. Í ræðu sinni á fundinum í gær sagði Geir að embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri líklega eitt ábyrgðarmesta verkefni í þjóðfélaginu. „Ég hlýt að ganga til þessa verks af mikilli auðmýkt,“ sagði hann. Geir var einn í framboði til formennsku og hlaut hann afgerandi kosningu, ríflega 94 prósent atkvæða. Aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði en fjörutíu seðlar voru auðir. Davíð Oddsson, fráfarandi formaður, kvaddi sér hljóðs við sama tækifæri og sagði að þegar Sjálfstæðisflokknum hefði vegnað best hefði einnig þjóðinni farnast best. Hann óskaði Geir velfarnaðar og sagði: „Nú get ég horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði og það geri ég núna, þakka ykkur fyrir.“ Fyrr á fundinum vék Geir að brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum. „Það eru vatnaskil, bæði í Sjálfstæðisflokknum og landsmálum, þegar Davíð Oddsson lætur af formennsku og hættir stjórnmálaafskiptum.“ Hann sagði einnig á fundinum að sér þætti dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hefðu snúið út úr merkri setningarræðu Davíðs Oddsonar.
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira