Fleiri fréttir

Námsgagnastofnun í þróunarsamvinnu

Tveir starfsmenn á vegum UNESCO vinna nú baki brotnu á skrifstofu Námsgagnastofnunnar við að þýða 15 kennsluforrit yfir á ýmis tungumál til notkunnar fyrir börn í Afríku.

Sjúkratryggingakortin rjúka út

Rúmlega sex þúsund evrópsk sjúkratryggingakort hafa verið gefin út hjá Tryggingastofnun fyrstu vikuna eftir að útgáfa þeirra hófst. Um 85 prósent fólks sækja um gegnum heimasíðuna.

Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn

Þriðja og síðasta stig rannsóknar á nýju hjartalyfi, sem byggt er á grunni erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar verður sett af stað á þessu ári, ef fram heldur sem nú horfir. Þetta er fyrsta lyfið í heiminum sem byggt er á erfðarannsókn á algengum sjúkdómi. </font /></b />

Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar

Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b />

Í mál við ríkið vegna eignaupptöku

Lögmaður hóps manna sem eiga og reka fasteignasölur undirbýr nú málshöfðun á hendur ríkinu. Þeir telja að í nýjum lögum um fasteigasölur felist brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt og atvinnufrelsi.

7-9 milljarða kostnaður

Áætlað er að það kosti sjö til níu milljarða króna að breyta 950 fjölbýlum aldraðra í einbýli. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í dag.

Vonir við fjárlagagerð

Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, segir að það komi sér ekki á óvart að tæplega 1.600 ellilífeyrisþegar fái engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hafi verið vitað fyrir löngu síðan.

Óánægja með ávaxtareglur

Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti.

Íslandsmeistari í kassaklifri

Íslandsmeistarinn í kassaklifri kemur frá Súgandafirði en Íslandsmót í greininni var haldið í KA-heimilinu á Akureyri á dögunum. Kristín Ósk Jónsdóttir keppti í flokki stúlkna 16-18 ára og náði hún að koma undir sig 34 ölkössum á tíu mínútum.

20 milljónir í menningarverkefni

Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til 50 menningarverkefna á Austurlandi að upphæð rúmlega 20 milljónir króna. Hæsta styrkinn hlaut Vopnafjarðarhreppur, 1,6 milljón króna, fyrir menningarstarfsemi í Miklagarði og Kaupvangi.

Segjast eiga land við Skjaldbreið

Þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands í gær mál Grímsness- og Grafningshrepps á hendur ríkinu vegna eignarréttar á landi í kringum Skjaldbreið, en óbyggðanefnd úrskurðaði að þar væri þjóðlenda. Dóms er að vænta í haust að loknum málflutningi.

Varað við snjóflóðum

Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi.

Bretland álíka öruggt og Ísland

Útlendingastofnun lítur á Bretland sem öruggt hæli fyrir flóttamenn og telur ekkert því til fyrirstöðu að senda hælisleitendur þangað aftur. 

Dómar birtast á netinu

Í sumar eða undir haust er fyrirhugað að dómstólar landsins hefji allir birtingu dóma á netinu. Hingað til hefur Héraðsdómur Norðurlands eystra einn birt dóma með þeim hætti.

Logandi jeppi hrökk í gang

Mannlaus jeppabifreið hrökk í gang eftir að eldur kom upp í vélarhúsi hennar nokkru fyrir klukkan tvö í gær og rauk aftur á bak á næsta bíl í bílastæði við Egilsgötu rétt við Snorrabraut í Reykjavík.

Stórskotalið til Kína

Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni.

5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru.

Össur innblásinn

Stjórnarandstaðan raðaði sér í efstu sætin í ræðumennsku, að mati fagmanna. Mælsku þingmanna fer þó hnignandi að mati formanns JCI, sem finnst ekki vanþörf á að senda þingheim á ræðunámskeið. </font /></b />

Barði mann með flösku

Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur.

22 ára í mánaðarfangelsi

22 ára gamall maður var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás 14. desember 2002. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en málið var dómtekið 20. apríl síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru í málinu í lok janúar.

Ákært vegna Dettifosssmygls

Á mánudag var gefin út ákæra á hendur fimm mönnum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp, að því er fram kemur í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna.

Sekur um fyrstu gráðu morð

Maður sem skaut til bana hina hálfíslensku Lucille Mosco og særði Jón Atla Júlíusson, son hennar, alvarlega í Flórída fyrir tveimur árum var í gær fundinn sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Jón Atli vonar að maðurinn verði dæmdur til dauða.

Gunnar yfirgefur frjálslynda

Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn.

Sakaði stjórnarflokkana um svik

Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá.

Flokkarnir fá 295 milljónir

Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. 

Þingmenn ekki óþekktarlýður

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár.

Tilraun til afvegaleiðingar

Fjármálaráðherra hafnar því alfarið að ríkissjóður nýti sér upptöku olíugjalds til tekjuöflunar. Hann segir slíkan málflutning vera tilraun til að villa mönnum sýn og afvegaleiða. 

Svik við þúsundir

<font face="Helv">Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá.</font>

Ný samkeppnislög

Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum. Viðskiptaráðherra sagði að stjórnarandstaðan snéri umræðunni á haus.

Óþverralögum var ekki breytt

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir slæmt að geta ekki afgreitt lög um meðferð vörsluskatta á því þingi sem nú er lokið. "Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Þetta er blettur á löggjöfinni sem verður að þvo af," sagði Ögmundur í upphafi þingfundar á alþingi í gær.

Þingforseti kveður

Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta.Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi.

Á þriðja milljarð í fegrunarvörur

Fegurðin kostar sitt. Íslendingar vörðu vel á þriðja milljarð króna í fegrunarvörur í fyrra, en það er svipuð upphæð og fór í að reka Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri allt síðasta ár.

Úrsögn vegna ósættis

Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi.

Sendi út viðkvæmar upplýsingar

Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum fyrir að hafa brotið trúnað varðandi viðkvæmar upplýsingar um flokksskrá Samfylkingarinnar

Stuðningur mestur á landsbyggðinni

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er stuðningur við áframhaldandi samstarf R-listans mestur á landsbyggðinni. Stuðningurinn er minnstur meðal stuðningsmanna þeirra flokka sem mynda R-listann á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölgað um fjóra á Akureyri

Þann 1. júlí næstkomandi verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra en 30 lögreglumenn eru nú starfandi á Akureyri. Á sama tíma verða fjórir sérsveitarmenn, sem starfa hjá lögreglunni á Akureyri, leystir undan föstum vöktum og munu þess í stað sinna löggæslu og sérstökum löggæsluverkefnum á Norður- og Austurlandi.

Ölvun og lyfjaneysla vega þungt

Ástæður endurkröfu tryggingafélaganna á hendur tjónvöldum í umferðinni eru langoftast ölvun tjónvalds, þá ökuréttindaleysi, lyfjaneysla og glæfraakstur. Um 74% krafnanna eru vegna ölvunaraksturs.

Sjálfstæðisflokkur fagnar Gunnari

Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins fagnar inngöngu Gunnars Örlygssonar þingmanns í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Gunnar sagði sig úr Frjálslynda flokknum í kvöld.

Halldór Blöndal hættir sem forseti

Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna.

Ræddu um vegamál fram á nótt

Umræður um vegaáætlun samgönguráðherra stóðu fram á fjórða tímann í nótt. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki, gerði nokkrar veigamiklar breytingatillögur við áætlun flokksbróður síns, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, og vildi skipta fé milli landshluta öðruvísi, það er að segja að meira fé komi til framkvæmda á suðvesturhorninu. Þingfundur hefst að nýju klukkan hálfellefu með síðustu fyrirspurnum vorsins en eldhúsdagsumræður verða síðan í kvöld.

Segir FÍB rangtúlka áskorun

Stjórn ferðaklúbbsins 4X4 segir talsmann FÍB rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra sem stóðu að mótmælum gegn háu dísilverði í gær og lýsir furðu sinni á ummælum sem látin hafa verið falla. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að í áskorun sem fjármálaráðherra var afhent í gær sé á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíugjald í stað þungaskatts.

Stúlkur af Stuðlum fundnar

Tvær stúlkur sem sem struku af meðferðarheimilinu að Stuðlum og leitað hefur verið að fundust í nótt. Að sögn lögreglu fundust þær á hóteli í Reykjavík og var allt í lagi með þær. Þær hafa verið fluttar að Stuðlum aftur.

Ölvun helsta ástæða endurkrafna

Ölvunarakstur var ástæða endurkröfu þremur af hverjum fjórum málum tryggingafélaga á hendur tjónvöldum í umferðinni á síðasta ári. Tryggingafélögin geta átt endurkröfurétt ef ásetningur eða stórkostlegt gáleysi olli tjóninu. Á síðasta ári bárust endurkröfunefnd 158 mál til úrskurðar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 140 málum, en þetta eru nokkru fleiri mál en árið á undan.

Takmörk hjá Símanum og Vodafone

Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum.

Safna undirskriftum gegn lögum

Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir