Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2025 19:58 Sævar Þór Sveinsson er viðskiptafræðingur og ritstjóri miðilsins Utan vallar. Vísir/@ghinfocus Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar. Fjárhættuspil Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar.
Fjárhættuspil Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum