Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2025 20:05 Kornþingið og spildudagurinn í Gunnarsholti var vel sóttur enda mikill hugur í kornbændum um góða uppskeru í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira