Innlent

Ölvun og lyfjaneysla vega þungt

Ástæður endurkröfu tryggingafélaganna á hendur tjónvöldum í umferðinni eru langoftast ölvun tjónvalds, þá ökuréttindaleysi, lyfjaneysla og glæfraakstur. Um 74% krafnanna eru vegna ölvunaraksturs. Endurkröfuréttur verður til þegar vátryggingafélag hefur greitt bætur vegna tjóns sem ökumenn ollu af ásetningi eða með stórkostlegu gáleysi. Á árinu 2004 bárust þar til bærri endurkröfunefnd samtals 158 ný mál til úrskurðar. Af þessum málum samþykkti hún endurkröfu að öllu leyti eða að hluta í 140 málum. Á árinu 2003 var heildarfjöldi mála á hinn bóginn 117 og samþykktar endurkröfur að öllu eða einhverju leyti 104. Endurkröfur á síðasta ári námu samtals tæplega 48 milljónum króna. Þá er tekið tillit til viðbótarendurkrafna í eldri málum. Á árinu 2003 námu samþykktar endurkröfur tæplega 33 milljónum króna. Hæsta einstaka endurkrafan nam kr. 2.5 milljónum árið 2004, og sú næst hæsta nam kr. 2 milljónum. ÁSTÆÐUR ENDURKRÖFU   Ölvun 106 Ökuréttindaleysi 16 Lyfjaneysla 12 Glæfraakstur 5   KYNJASKIPTING   Karlar 111 Konur 29



Fleiri fréttir

Sjá meira


×