Stuðningur mestur á landsbyggðinni 11. maí 2005 00:01 Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira