Fleiri fréttir Dæmdur fyri húsbrot og árás Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn fór í heimildarleysi inn um opna svalahurð á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og sló hana þannig að hún hlaut áverka í andliti. Með broti sínu braut maðurinn skilorð. Í dómnum segir að hann hafi játað hreinskilningslega og hafi látið iðrun í ljós. 10.5.2005 00:01 Flugvöllur á Þingeyri bættur Samningur um endurbætur á Þingeyrarflugvelli verður undirritaður á morgun en framkvæmdir hefjast innan fárra daga. Áætlað er að verkinu verði lokið í byrjun nóvember og eiga þá Fokker-flugvélar að geta lent og tekið á loft með sama flugtaksþunga og á Ísafjarðarflugvelli. 10.5.2005 00:01 Skilorðsdómur fyrir ýmis brot Nítján ára piltur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og eignarspjöll. Pilturinn braut skilorð með brotum sínum. Hann braust inn á heimili, inn í bíla og stal úr verslunum auk þess sem hann var tekinn í tvígang með fíkniefni í fórum sínum. Pilturinn segir brot sín hafa tengst fíkniefnavanda en hann hafi farið í meðferð síðan. 10.5.2005 00:01 Fjarlægðu gáma af varpsvæði kríu Fyrirtækið Bechtel, sem vinnur að byggingu Fjarðaráls, hefur flutt til gáma sem komið hafði verið fyrir á kríuvarpsvæði við höfnina á Reyðarfirði. Athugull íbúi Reyðarfjarðar vakti athygli á að geymsla gámanna á þessu svæði hindraði kríurnar í að hefja hreiðurgerð. Brugðist var við athugasemdinni og voru gámarnir færðir hið fyrsta og kríunni gefið eftir landið. 10.5.2005 00:01 Útlendingar á batavegi Portúgalinn og Pólverjinn sem slösuðust þegar vinnupallur við Kárahnjúkastíflu gaf sig í gærdag voru útskrifaðir af gjörgæslu í dag. Ástand mannanna hafði verið stöðugt og voru þeir fluttir á almenna deild, en þeir hlutu talsvert mörg beinbrot. Mennirnir féllu niður úr átta til tíu metra hæð. Tveir menn sem einnig voru á vinnupallinum sluppu með minni háttar meiðsl. 10.5.2005 00:01 Mikil ásókn í sjúkratryggingakort Rúmlega sex þúsund ný evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út dagana 1.- 7. maí hjá Tryggingastofnun en útgáfa þeirra hófst fyrsta dag mánaðarins. Er þetta fimmtungur af áætluðum fjölda á árinu öllu. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. 10.5.2005 00:01 Sérsveit styrkt á Akureyri Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að styrkja sérsveit lögreglunnar á Norður- og Austurlandi með því að leysa fjóra sérsveitarmenn á Akureyri undan föstum vöktum. Í staðinn verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra. Sérsveitarmönnunum er ætlað að sinna almennri löggæslu og sérstökum verkefnum á Norður- og Austurlandi. 10.5.2005 00:01 Verðið sagt platverð Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir aðra einstaklinga, einkum notaða bíla. Bílarnir eru í mörgum tilfellum fluttir inn í nafni viðskiptavinarins og firrar innflytjandinn sig þar með ábyrgð. Stóru bílainnflytjendurnir telja að verðið sé "fixað" og þess vegna sé það svo lágt. </font /></b /> 10.5.2005 00:01 Skuggagarðar stúdenta Félagsstofnun stúdenta og Mótás undirrituðu í gær samning um byggingu nýrra stúdentagarða í miðborg Reykjavíkur. Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar, munu rísa við Lindargötu þar sem Ríkið var áður til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstaklingsíbúðum. 10.5.2005 00:01 Flest salmonellusmit í útlöndum 103 tilkynningar um salmonellusmit bárust til sóttvarnarlæknis á síðasta ári. Meirihluti smitanna tengdist ferðum Íslendinga til útlanda og höfðu flestir smitast á Spáni og Portúgal. Flest smitanna greinast yfir sumarmánuðina í tengslum við sólarlandaferðir. 31 tilfelli eða 30 prósent voru innlend salmonellusmit. 10.5.2005 00:01 Brynja óskar eftir rökum Tveir umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða hafa óskað skriflega eftir rökstuðningi um ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns. 10.5.2005 00:01 Leiguskip losar um stífluna Eimskip hefur kallað inn leiguskipið MS Rebekku til að losa um stíflu sem hefur myndast í innflutningi á amerískum bílum. Skipið hefur farið eina ferð með bíla frá Bandaríkjunum og svo hafa bílar verið sendir með öðrum félögum til Evrópu. 10.5.2005 00:01 Mikið um lúsasmit í skólum Mikið hefur verið um lúsasmit í skólum landsins að undanförnu ef marka má fjölda fyrirspurna og frétta af lús hjá Sóttvarnarlækni. Fjöldi smita liggur þó ekki fyrir þrátt fyrir að lúsasmit hafi orðið tilkynningaskyld árið 1999. Allir geta smitast en lúsin greinist helst hjá þriggja til tólf ára börnum. Mikilvægt er að nota kamb og lúsdrepandi efni til að ráð niðurlögum smitsins. 10.5.2005 00:01 Vill máli vísað frá dómi Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundarrétti, verði vísað frá dómi. 10.5.2005 00:01 Pöddurnar vakna til lífsins Þegar hlýnar í veðri fara pöddurnar á stjá. Kóngulær spinna vefi, mýflugur suða í eyrum og járnsmiðir tölta um blómabeð. En hvar var allur þessi fjöldi í vetur? Hvert fór hann og hvaðan kom hann? 10.5.2005 00:01 Gervigreindarsetur stofnað Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. 10.5.2005 00:01 Kvikmyndafræði kennd í HÍ Til stendur að hefja kennslu í kvikmyndafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands í haust og hefur skólinn samið við Samskip um að styðja námið með því að kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein á BA-stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á næstu árum, eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Háskólanum og Samskipum. 10.5.2005 00:01 Lögregla leitar bifreiðar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. 10.5.2005 00:01 Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. 10.5.2005 00:01 Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. 10.5.2005 00:01 Braust inn til að eiga fyrir efnum Nítján ára síbrotamaður var í gær dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft undir höndum rúm ellefu grömm af amfetamíni auk eilítils af tóbaksblönduðum kannabisefnum. Maðurinn braust þar að auki í fyrravor inn í bíla og íbúðir og hafði þaðan á brott með sér ýmis verðmæti. 10.5.2005 00:01 Braust inn og barði konu Ríflega fertugur maður var í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að brjótast síðastliðið sumar inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar og lemja hana í andlitið. Maðurinn var þegar á skilorði og varð það til að þyngja dóminn. 10.5.2005 00:01 Skotið á erni með loftdælu Ólöglegum aðferðum var beitt til að verja æðavarp á norðanverðum Breiðafirði þegar skotið var á haferni með loftdælu. Upp komst um málið í eftirlitsflugi Náttúrufræðistofnunnar sem hefur eftirlit með arnarsetrum á varptíma. 10.5.2005 00:01 Samskip styrkja Háskóla Íslands Samskip og Háskóli Íslands hafa undirritað samstarfssamning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. 10.5.2005 00:01 Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. 10.5.2005 00:01 Tekinn með nammi Ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hann kom til landsins með 30 kíló af sælgæti sem hann keypti um borð. Aðeins er leyfilegt að hafa með sér þrjú kíló. 10.5.2005 00:01 53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. 10.5.2005 00:01 Arnarvarp truflað í Breiðafirði Gasbyssu var stillt upp við arnarhreiður í hólma á Breiðafirði og fældu hvellirnir ernina og aðra fugla frá varpi í hólmanum. Vitað er hver var að verki, en samkvæmt lögum er stranglega bannað að hrófla við arnarhreiðrum. 10.5.2005 00:01 Annað en fyrningarafnám mögulegt Bjarni Benediktsson alþingismaður sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. 10.5.2005 00:01 Síðasta dreifing fyrir Landgræðslu Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. 10.5.2005 00:01 Geta útskrifast án samræmds prófs Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. 10.5.2005 00:01 Reyna að sleppa við veggjald Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið. 10.5.2005 00:01 Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. 10.5.2005 00:01 Skuldum þjóðartekjur þriggja ára Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu. 10.5.2005 00:01 Vantalið í svari utanríkisráðherra Eiríkur Bergmann Einarsson sérfræðingur í Evrópusambandsmálum segir að upplýsingar utanríkisráðherra um samþykkt Evrópusambandsgerða hér á landi séu villandi. Í svari ráðherrans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokki kom fram að undanfarinn áratug hafi 2527 Evrópusambandsgerðir verið teknar upp í EES samninginn eða aðeins um sex og hálft prósent af heildarfjölda ESB gerða á sama tímabili 10.5.2005 00:01 10 milljarða króna vanskil Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. 10.5.2005 00:01 Ótímabær gagnrýni á ritgerðarefni Sverrir Þórisson starfsmaður námsmatsstofnunnar telur gagnrýni á ritgerðarefnið á samræmda prófinu í íslensku ótímabæra. Niðurstaða samræmdu prófanna hljóti að vera hinn eini sanni prófsteinn á það hvort efnið sé óviðeigandi eða ekki. 10.5.2005 00:01 Hafna nýrri flugstöð Höfuðborgarsamtökin hafna áformum um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Þau telja augljóst að framkvæmdin sé til þess fallin að festa flugstarfsemina þar í sessi. 10.5.2005 00:01 Stjórnin næði ekki meirihluta Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir fá 29 þingmenn af 63 ef boðað yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta aðeins við sig frá síðustu könnun. 10.5.2005 00:01 Tveimur bjargað af sökkvandi báti Tveimur skipverjum af línubátnum Ásdísi Ólöfu var bjargað í nótt eftir að leki kom að bátnum. Neyðarkall barst með sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar laust fyrir klukkan tvö en þá var báturinn um átta sjómílur norðvestur af Siglunesi. Reynt var að ná sambandi við bátinn en það tókst ekki. Þá var Sigurvin, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, kallaður út og einnig þyrla Landhelgisgæslunnar auk þess sem bátar á þessum slóðum voru beðnir um að svipast um. 9.5.2005 00:01 Stöðvaður með þýfi í Lækjargötu Lögreglan í Reykjavík handtók ökumann bifreiðar í nótt eftir að ýmsir hlutir sem talið er að ekki hafi verið fengnir á löglegan hátt fundust í bíl hans. Maðurinn var stöðvaður við hefðbundið eftirlit klukkan hálftvö í Lækjargötu. Hann virtist vera undir áhrifum og í bílnum var ýmislegt, tölvubúnaður og fleira, sem grunur leikur á að sé þýfi. 9.5.2005 00:01 Olíugjaldi mótmælt í dag Fyrirhuguðu olíugjaldi verður mótmælt í Reykjavík í dag, en 1. júlí verður það hækkað þannig að verð á díselolíu hækkar verulega. Það eru ferðaklúbburinn 4X4, Félag hópferðaleyfishafa, Landssamband sendibílstjóra, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra og Bifreiðastjórafélagið Átak sem standa fyrir mótmælunum. 9.5.2005 00:01 Annir á þingi í dag Fjörtíu og þrjú mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en fundur hefst nú klukkan hálfellefu. Stefnt er að því að þingstörfum ljúki á miðvikudaginn, 11. maí, en ekki er víst að það takist. Sum málanna sem taka á fyrir á þingi í dag eru umdeild og má þar nefna samkeppnislög, vatnalög auk laga um Ríkisútvarpið, fjarskiptalög og vegalög. 9.5.2005 00:01 Rafmagnslaust í kringum Sævarhöfða Fyrir stundu varð háspennubilun í streng við Sævarhöfða. Rafmagnslaust er á svæði þar um kring og niður í Bryggjuhverfi. Unnið er að leit að bilun og viðgerð hefst strax og hún finnst. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur má reikna með að rafmagnslaust verði á þessu svæði í um 45 mínútur. 9.5.2005 00:01 Átta milljónir í blokk á Bíldudal Hæsta tilboð í ellefu íbúða fjölbýlishús á Bíldudal var átta milljónir króna, eða 6,6 prósent af brunabótamati. Þetta kemur fram í <em>Bæjarins besta</em>. Þar kemur fram að húsið sem er samtals 914 fermetrar á 1500 fermetra lóð hafi verið boðið til sölu og bárust fjögur tilboð. Tvö voru upp á fimm mílljónir, eitt upp á 7,8 og svo hæsta tilboðið upp á átta milljónir króna eins og fyrr segir. 9.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmdur fyri húsbrot og árás Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn fór í heimildarleysi inn um opna svalahurð á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og sló hana þannig að hún hlaut áverka í andliti. Með broti sínu braut maðurinn skilorð. Í dómnum segir að hann hafi játað hreinskilningslega og hafi látið iðrun í ljós. 10.5.2005 00:01
Flugvöllur á Þingeyri bættur Samningur um endurbætur á Þingeyrarflugvelli verður undirritaður á morgun en framkvæmdir hefjast innan fárra daga. Áætlað er að verkinu verði lokið í byrjun nóvember og eiga þá Fokker-flugvélar að geta lent og tekið á loft með sama flugtaksþunga og á Ísafjarðarflugvelli. 10.5.2005 00:01
Skilorðsdómur fyrir ýmis brot Nítján ára piltur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og eignarspjöll. Pilturinn braut skilorð með brotum sínum. Hann braust inn á heimili, inn í bíla og stal úr verslunum auk þess sem hann var tekinn í tvígang með fíkniefni í fórum sínum. Pilturinn segir brot sín hafa tengst fíkniefnavanda en hann hafi farið í meðferð síðan. 10.5.2005 00:01
Fjarlægðu gáma af varpsvæði kríu Fyrirtækið Bechtel, sem vinnur að byggingu Fjarðaráls, hefur flutt til gáma sem komið hafði verið fyrir á kríuvarpsvæði við höfnina á Reyðarfirði. Athugull íbúi Reyðarfjarðar vakti athygli á að geymsla gámanna á þessu svæði hindraði kríurnar í að hefja hreiðurgerð. Brugðist var við athugasemdinni og voru gámarnir færðir hið fyrsta og kríunni gefið eftir landið. 10.5.2005 00:01
Útlendingar á batavegi Portúgalinn og Pólverjinn sem slösuðust þegar vinnupallur við Kárahnjúkastíflu gaf sig í gærdag voru útskrifaðir af gjörgæslu í dag. Ástand mannanna hafði verið stöðugt og voru þeir fluttir á almenna deild, en þeir hlutu talsvert mörg beinbrot. Mennirnir féllu niður úr átta til tíu metra hæð. Tveir menn sem einnig voru á vinnupallinum sluppu með minni háttar meiðsl. 10.5.2005 00:01
Mikil ásókn í sjúkratryggingakort Rúmlega sex þúsund ný evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út dagana 1.- 7. maí hjá Tryggingastofnun en útgáfa þeirra hófst fyrsta dag mánaðarins. Er þetta fimmtungur af áætluðum fjölda á árinu öllu. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. 10.5.2005 00:01
Sérsveit styrkt á Akureyri Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að styrkja sérsveit lögreglunnar á Norður- og Austurlandi með því að leysa fjóra sérsveitarmenn á Akureyri undan föstum vöktum. Í staðinn verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra. Sérsveitarmönnunum er ætlað að sinna almennri löggæslu og sérstökum verkefnum á Norður- og Austurlandi. 10.5.2005 00:01
Verðið sagt platverð Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir aðra einstaklinga, einkum notaða bíla. Bílarnir eru í mörgum tilfellum fluttir inn í nafni viðskiptavinarins og firrar innflytjandinn sig þar með ábyrgð. Stóru bílainnflytjendurnir telja að verðið sé "fixað" og þess vegna sé það svo lágt. </font /></b /> 10.5.2005 00:01
Skuggagarðar stúdenta Félagsstofnun stúdenta og Mótás undirrituðu í gær samning um byggingu nýrra stúdentagarða í miðborg Reykjavíkur. Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar, munu rísa við Lindargötu þar sem Ríkið var áður til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstaklingsíbúðum. 10.5.2005 00:01
Flest salmonellusmit í útlöndum 103 tilkynningar um salmonellusmit bárust til sóttvarnarlæknis á síðasta ári. Meirihluti smitanna tengdist ferðum Íslendinga til útlanda og höfðu flestir smitast á Spáni og Portúgal. Flest smitanna greinast yfir sumarmánuðina í tengslum við sólarlandaferðir. 31 tilfelli eða 30 prósent voru innlend salmonellusmit. 10.5.2005 00:01
Brynja óskar eftir rökum Tveir umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða hafa óskað skriflega eftir rökstuðningi um ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns. 10.5.2005 00:01
Leiguskip losar um stífluna Eimskip hefur kallað inn leiguskipið MS Rebekku til að losa um stíflu sem hefur myndast í innflutningi á amerískum bílum. Skipið hefur farið eina ferð með bíla frá Bandaríkjunum og svo hafa bílar verið sendir með öðrum félögum til Evrópu. 10.5.2005 00:01
Mikið um lúsasmit í skólum Mikið hefur verið um lúsasmit í skólum landsins að undanförnu ef marka má fjölda fyrirspurna og frétta af lús hjá Sóttvarnarlækni. Fjöldi smita liggur þó ekki fyrir þrátt fyrir að lúsasmit hafi orðið tilkynningaskyld árið 1999. Allir geta smitast en lúsin greinist helst hjá þriggja til tólf ára börnum. Mikilvægt er að nota kamb og lúsdrepandi efni til að ráð niðurlögum smitsins. 10.5.2005 00:01
Vill máli vísað frá dómi Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundarrétti, verði vísað frá dómi. 10.5.2005 00:01
Pöddurnar vakna til lífsins Þegar hlýnar í veðri fara pöddurnar á stjá. Kóngulær spinna vefi, mýflugur suða í eyrum og járnsmiðir tölta um blómabeð. En hvar var allur þessi fjöldi í vetur? Hvert fór hann og hvaðan kom hann? 10.5.2005 00:01
Gervigreindarsetur stofnað Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. 10.5.2005 00:01
Kvikmyndafræði kennd í HÍ Til stendur að hefja kennslu í kvikmyndafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands í haust og hefur skólinn samið við Samskip um að styðja námið með því að kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein á BA-stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á næstu árum, eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Háskólanum og Samskipum. 10.5.2005 00:01
Lögregla leitar bifreiðar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. 10.5.2005 00:01
Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. 10.5.2005 00:01
Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. 10.5.2005 00:01
Braust inn til að eiga fyrir efnum Nítján ára síbrotamaður var í gær dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft undir höndum rúm ellefu grömm af amfetamíni auk eilítils af tóbaksblönduðum kannabisefnum. Maðurinn braust þar að auki í fyrravor inn í bíla og íbúðir og hafði þaðan á brott með sér ýmis verðmæti. 10.5.2005 00:01
Braust inn og barði konu Ríflega fertugur maður var í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að brjótast síðastliðið sumar inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar og lemja hana í andlitið. Maðurinn var þegar á skilorði og varð það til að þyngja dóminn. 10.5.2005 00:01
Skotið á erni með loftdælu Ólöglegum aðferðum var beitt til að verja æðavarp á norðanverðum Breiðafirði þegar skotið var á haferni með loftdælu. Upp komst um málið í eftirlitsflugi Náttúrufræðistofnunnar sem hefur eftirlit með arnarsetrum á varptíma. 10.5.2005 00:01
Samskip styrkja Háskóla Íslands Samskip og Háskóli Íslands hafa undirritað samstarfssamning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. 10.5.2005 00:01
Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. 10.5.2005 00:01
Tekinn með nammi Ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hann kom til landsins með 30 kíló af sælgæti sem hann keypti um borð. Aðeins er leyfilegt að hafa með sér þrjú kíló. 10.5.2005 00:01
53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. 10.5.2005 00:01
Arnarvarp truflað í Breiðafirði Gasbyssu var stillt upp við arnarhreiður í hólma á Breiðafirði og fældu hvellirnir ernina og aðra fugla frá varpi í hólmanum. Vitað er hver var að verki, en samkvæmt lögum er stranglega bannað að hrófla við arnarhreiðrum. 10.5.2005 00:01
Annað en fyrningarafnám mögulegt Bjarni Benediktsson alþingismaður sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. 10.5.2005 00:01
Síðasta dreifing fyrir Landgræðslu Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. 10.5.2005 00:01
Geta útskrifast án samræmds prófs Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. 10.5.2005 00:01
Reyna að sleppa við veggjald Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið. 10.5.2005 00:01
Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. 10.5.2005 00:01
Skuldum þjóðartekjur þriggja ára Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu. 10.5.2005 00:01
Vantalið í svari utanríkisráðherra Eiríkur Bergmann Einarsson sérfræðingur í Evrópusambandsmálum segir að upplýsingar utanríkisráðherra um samþykkt Evrópusambandsgerða hér á landi séu villandi. Í svari ráðherrans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokki kom fram að undanfarinn áratug hafi 2527 Evrópusambandsgerðir verið teknar upp í EES samninginn eða aðeins um sex og hálft prósent af heildarfjölda ESB gerða á sama tímabili 10.5.2005 00:01
10 milljarða króna vanskil Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. 10.5.2005 00:01
Ótímabær gagnrýni á ritgerðarefni Sverrir Þórisson starfsmaður námsmatsstofnunnar telur gagnrýni á ritgerðarefnið á samræmda prófinu í íslensku ótímabæra. Niðurstaða samræmdu prófanna hljóti að vera hinn eini sanni prófsteinn á það hvort efnið sé óviðeigandi eða ekki. 10.5.2005 00:01
Hafna nýrri flugstöð Höfuðborgarsamtökin hafna áformum um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Þau telja augljóst að framkvæmdin sé til þess fallin að festa flugstarfsemina þar í sessi. 10.5.2005 00:01
Stjórnin næði ekki meirihluta Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir fá 29 þingmenn af 63 ef boðað yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta aðeins við sig frá síðustu könnun. 10.5.2005 00:01
Tveimur bjargað af sökkvandi báti Tveimur skipverjum af línubátnum Ásdísi Ólöfu var bjargað í nótt eftir að leki kom að bátnum. Neyðarkall barst með sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar laust fyrir klukkan tvö en þá var báturinn um átta sjómílur norðvestur af Siglunesi. Reynt var að ná sambandi við bátinn en það tókst ekki. Þá var Sigurvin, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, kallaður út og einnig þyrla Landhelgisgæslunnar auk þess sem bátar á þessum slóðum voru beðnir um að svipast um. 9.5.2005 00:01
Stöðvaður með þýfi í Lækjargötu Lögreglan í Reykjavík handtók ökumann bifreiðar í nótt eftir að ýmsir hlutir sem talið er að ekki hafi verið fengnir á löglegan hátt fundust í bíl hans. Maðurinn var stöðvaður við hefðbundið eftirlit klukkan hálftvö í Lækjargötu. Hann virtist vera undir áhrifum og í bílnum var ýmislegt, tölvubúnaður og fleira, sem grunur leikur á að sé þýfi. 9.5.2005 00:01
Olíugjaldi mótmælt í dag Fyrirhuguðu olíugjaldi verður mótmælt í Reykjavík í dag, en 1. júlí verður það hækkað þannig að verð á díselolíu hækkar verulega. Það eru ferðaklúbburinn 4X4, Félag hópferðaleyfishafa, Landssamband sendibílstjóra, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra og Bifreiðastjórafélagið Átak sem standa fyrir mótmælunum. 9.5.2005 00:01
Annir á þingi í dag Fjörtíu og þrjú mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en fundur hefst nú klukkan hálfellefu. Stefnt er að því að þingstörfum ljúki á miðvikudaginn, 11. maí, en ekki er víst að það takist. Sum málanna sem taka á fyrir á þingi í dag eru umdeild og má þar nefna samkeppnislög, vatnalög auk laga um Ríkisútvarpið, fjarskiptalög og vegalög. 9.5.2005 00:01
Rafmagnslaust í kringum Sævarhöfða Fyrir stundu varð háspennubilun í streng við Sævarhöfða. Rafmagnslaust er á svæði þar um kring og niður í Bryggjuhverfi. Unnið er að leit að bilun og viðgerð hefst strax og hún finnst. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur má reikna með að rafmagnslaust verði á þessu svæði í um 45 mínútur. 9.5.2005 00:01
Átta milljónir í blokk á Bíldudal Hæsta tilboð í ellefu íbúða fjölbýlishús á Bíldudal var átta milljónir króna, eða 6,6 prósent af brunabótamati. Þetta kemur fram í <em>Bæjarins besta</em>. Þar kemur fram að húsið sem er samtals 914 fermetrar á 1500 fermetra lóð hafi verið boðið til sölu og bárust fjögur tilboð. Tvö voru upp á fimm mílljónir, eitt upp á 7,8 og svo hæsta tilboðið upp á átta milljónir króna eins og fyrr segir. 9.5.2005 00:01