Fleiri fréttir Mikil vonbrigði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það mikil vonbrigði að Margrét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, hafi ekki náð kjöri í aðalstjórn Sparisjóðabankans. 19.3.2005 00:01 Handahófskennd vinnubrögð Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobby Fischers verður tekinn til umræðu á Alþingi eftir helgina og má búast við að hann verði afgreiddur á mánudagskvöld. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, ætlar að vera á þingpöllunum. Ragnar Aðalsteinsson telur vinnubrögð Alþingis handahófskennd. 19.3.2005 00:01 Opinber embætti eign þjóðarinnar Pólitískum ráðningum hefur fjölgað undanfarin ár, mögulega vegna langrar valdasetu núverandi stjórnvalda. Þetta sagði Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu á fundi Félags stjórnmálafræðinga um pólitískar stöðuveitingar á laugardag. 19.3.2005 00:01 Stórslysaæfing læknanema Tæplega hundrað manns tóku þátt í stórslysaæfingu Hjálparsveita og læknanema úr Háskóla Íslands sem fram fór á Malarhöfða í Reykjavík í gær. Sett var á svið neyðarástand sem átti að hafa skapast í kjölfar jarðskjálfta. Fyrsta árs nemar fengu það hlutverk að leika sjúklingana og voru því meðal annars ataðir kindablóði. Sá sem skilaði hlutverki sínu best fékk svo páskaegg í verðlaun og að sögn Davíðs Þórs Þorsteinssonar sem situr í kennslu- og fræðslunefnd læknanema var leikur þess besta nokkuð sannfærandi ef frá er talinn púls og blóðþrýstingur. </font /> 19.3.2005 00:01 Bíll valt á Þjóðvegi eitt Flutningabíll með krana á festivagni valt á Þjóðvegi eitt rétt við Vatnsdalsbrú um ellefuleytið á föstudagskvöld. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað en einnig skarst hann á líkama. Loka þurfti Þjóðvegi eitt seinnipartinn í gær meðan verið var að reisa flutningabílinn við en hann lá á vegarkantinum og lokaði helmingi akreinarinnar. </font /></font /> 19.3.2005 00:01 Íslenskir þingmenn grýttir "Þeir reyndu bara að grýta okkur," sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður, en hópur íslenskra þingmanna sem var í heimsókn í Hebron í Palestínu varð fyrir grjótkasti ísraelskra landnema í gær. Þingmennirnir voru á ferð með friðargæslumönnum og nýkomin úr heimsókn frá palenstínskri fjölskyldu þegar grjótum og hrópum rigndi yfir þá. Magnús sagði að þetta hefðu verið oddhvassir grjóthnullungar sem hent var af miklu afli og því mesta mildi að ekki urðu meiðsl á mönnum. </font /> 19.3.2005 00:01 Sex handteknir Sex voru handteknir á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags í Keflavík í þremur fíkniefnamálum. Um tíuleytið stöðvaði lögreglan bíl og við eftirgrennslan fundust þrjú grömm af meintu amfetamíni. Viðurkenndu tveir menn að eiga efnin. </font /> 19.3.2005 00:01 Líkamsárásir á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði var kölluð út fjórum sinnum í sama partíið þar í bæ aðfaranótt laugardags. Fyrst var það vegna slagsmála milli húsráðanda og annars aðila og var gesturinn handtekinn og öðrum ögrandi gesti hent út. Sá lét sig þó ekki alveg hverfa og var lögreglan kölluð út skömmu síðar til að skakka slagsmál milli hans og húsráðandans. Slagsmálin höfðu borist út á götu þegar lögreglan kom. Þurfti hún að beita táragasi og kylfum við handtökuna en annar mannanna var vopnaður hnífi. Þurfti að flytja annan manninn á sjúkrahús með höfuðmeiðsl en þau reyndust ekki vera alvarleg.</font /> 19.3.2005 00:01 Allra kvenna elst "Mér líður ágætlega og spái lítið í að vera orðin elst Íslendinga. Það er ágætt að vera aldraður þegar maður er sæmilega frískur," segir Guðfinna Einarsdóttir, sem í dag er 108 ára og 46 daga og slær þar með Íslandsmet Halldóru heitinnar Bjarnadóttur sem varð 108 ára og 45 daga gömul. 19.3.2005 00:01 Vopnið fjörugt ímyndunarafl Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir frammistöðu tollvarða sem handtóku 64 ára gamla konu með 800 grömm af kókaíni í hárkollu þann 12. mars vera framúrskarandi og á heimsmælikvarða. 19.3.2005 00:01 Íslendingum ekki sama um stríðið Í dag eru tvö ár liðin frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra í Írak. Af því tilefni efndu íslenskir friðarsinnar til mótmæla gegn stríðinu. Aðgerðin sýnir að Íslendingum er ekki sama, að mati fundarstjóra. 19.3.2005 00:01 Nýr meirihluti á Blönduósi Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra á Blönduósi hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista, bæjarmálafélagsins Hnjúka, sprakk í vikunni. Valgarður Hilmarsson verður áfram forseti bæjarstjórnar og Jóna Fanney Friðriksdóttir áfram bæjarstjóri en nýr formaður bæjarráðs verður Ágúst Þór Bragason frá D-lista. 19.3.2005 00:01 Ekki borgunarmaður skaðabóta Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. 19.3.2005 00:01 Háskólasetur stofnað á Ísafirði Háskólasetur á Ísafirði er stórt skref í menntamálum Vestfirðinga en þar verður boðið upp á fjölbreytt nám sem tengist atvinnugreinum á Vestfjörðum. 19.3.2005 00:01 Hundaþjálfun á Botnsheiði Það var líf og fjör á Botnsheiði við Súgandafjörð á dögunum þar sem hundar og eigendur þeirra voru þjálfaðir í snjóflóðaleit. Veðrið lék við bæði hunda og menn. 19.3.2005 00:01 Rafmagnslaust á Austurlandi Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi undir morgun og er rafmagn meira og minna farið af í fjórðungnum. Þar er mikil ísing sem sligað hefur línur og ýmist slitið þær eða staurar hafa brotnað undan farginu. Starfsmaður RARIK á Egilsstöðum sagðist fyrir stundu ekki hafa við að taka við tilkynningum um rafmagnsleysi eða slitnar línur og brotna staura. 18.3.2005 00:01 Margir teknir fyrir ölvunarakstur Óvenju margir ölvaðir ökumenn voru á ferðinni í gærkvöldi og í nótt. Einn var tekinn í Reykjavík, annar í Kópavogi, sá þriðji í Keflavík, þrír á Akureyri frá því síðdegis í gær og fram á nótt og einn í Hveragerði. Á Akureyri olli einn þeirra árekstri með því að virða ekki biðskyldu og aka í veg fyrir bíl á aðalbraut en engin slys hlutust af. 18.3.2005 00:01 Rafmagn komið á á Egilsstöðum Rafmagn er aftur komið á á Egilsstöðum og verið er að reyna að tengja á ný til Vopnafjarðar, Norðfjarðar og Berufjarðar, eftir að rafmagnslaust varð víða eystra í morgun vegna bilana í raflínum sem slitnuðu vegna ísingar. Viðgerðarmenn vinna við mjög erfiðar aðstæður, mikið hvassviðri og slyddu, en sums staðar hafa rafmagnsstaurar brotnað undan farginu. 18.3.2005 00:01 Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 voru vegna Landspítala háskólasjúkrahúsi, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. 18.3.2005 00:01 Hrímnir, Esmeralda og Ísmey leyfð Nöfnin Hrímnir, Esmeralda og Ísmey fengu fyrr í mánuðinum samþykki Mannanafnanefndar og hafa verið færð í mannanafnaskrá. Þá var nafnið Haralds tekið til greina sem millinafn samkvæmt þeirri beiðni sem lá fyrir hjá nefndinni en það ekki fært í mannanafnaskrá. 18.3.2005 00:01 Bætir GSM-kerfi sitt á Vesturlandi Og Vodafone hefur tekið í notkun GSM-senda í Hvalfjarðargöngum, en um er að ræða lokahluta verkefnis sem staðið hefur yfir frá því í fyrra og felur í sér helmingsfjölgun á sendum á GSM-dreifikerfi Og Vodafone á Vesturlandi. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmiðið hafi verið að efla og þétta kerfið á þessu landssvæði, sérstaklega við þjóðveg 1. 18.3.2005 00:01 Póstmenn samþykkja kjarasamning Félagsmenn í Póstmannafélagi Íslands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning PFÍ við Íslandspóst. Þetta kemur fram á vefsíðu BSRB. 57,7 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann en 40 prósent höfnuðu honum. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1100 félagsmanna Póstmannafélagsins. 18.3.2005 00:01 Þroskaþjálfar hafa samið Þroskaþjálfafélag Íslands skrifaði undir kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga þann 25. febrúar og við Reykjavíkurborg þann 4. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla hefur farið fram og voru báðir samningarnir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. 98,1 prósent samþykktu samninginn við Launanefnd sveitarfélaga og 82,6 prósent samninginn við Reykjavíkurborg. 18.3.2005 00:01 Rafmagn fór eystra vegna ísingar Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi vegna mikillar ísingar undir morgun og fór rafmagn víða af í fjórðungnum í kjölfar þess. Bálhvasst var á landinu í gærkvöld og voru björgunarsveitir víða um land kallaðar út. 18.3.2005 00:01 Engar bætur fyrir varðhaldsvist Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður. 18.3.2005 00:01 Meirihluti vill sameina bæi Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum. 18.3.2005 00:01 Tvö og hálft ár fyrir ýmis brot Hæstiréttur dæmdi mann í gær í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir rán, akstur án ökuréttinda, ölvunarakstur og fíkniefnabrot og lengdi þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um hálft ár. Maðurinn framdi ránið vopnaður barefli í verslun 10-11 við Barónsstíg í byrjun febrúar í fyrra. 18.3.2005 00:01 Nýta sjávarfang til lyfjagerðar Stefnt er að því að hefja byggingu á lyfjaverksmiðju á Húsavík. Norskt fyrirtæki stendur á bak við verkið en til stendur að unnin verði efni til lyfjagerðar úr sjávarfangi. 18.3.2005 00:01 Siglingaleið fyrir Horn orðin fær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin fær en þó er talið varhugavert að sigla þar um. Ísdreifar eru víða fyrir Norðurlandi en siglingaleiðir þó taldar greiðfærar. Miðað við veðurspá er líklegt að ísinn fjarlægist landið ört næstu dagana. 18.3.2005 00:01 Leikskólaloforð sýni örvæntingu Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil. 18.3.2005 00:01 Vill framkvæmdaáætlun til fimm ára Kristín Ingólfsdóttir prófessor var í gær kjörin rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára og verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún telur að styrkja þurfi fjárhag skólans og telur það best gert með því að deildir og stofnanir setji fram framkvæmdaáætlun til fimm ára. 18.3.2005 00:01 Börn vöruð við ljósabekkjum Íslensk og erlend heilbrigðisyfirvöld vara mjög við því að börn yngri en 18 ára noti ljósabekki. 18.3.2005 00:01 Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 var vegna Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. 18.3.2005 00:01 Hátt í 300 ný störf Hátt í 300 ný, bein störf verða til ef þær þrjár verksmiðjur sem rætt er um að rísi á Húsavík og nágrenni verða að veruleika, að sögn formanns verkalýðsfélagsins. Bjartsýni ríkir á staðnum og fasteignaverð hefur rokið upp að undanförnu. </font /></b /> 18.3.2005 00:01 Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 18.3.2005 00:01 Vilmundur endurkjörinn formaður SI Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi sem fram fer í dag. Vilmundur fékk tæplega 94 prósent atkvæða en aðrir 0,75 prósent. Þá var einnig kosið í stjórn samtakanna og gáfu alls ellefu kost á sér. Hörður Arnarson frá Mareli, Loftur Árnason, Ístaki, Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári, og Sigurður Bragi Guðmundsson frá Plastprenti fengu flest atkvæði og setjast í stjórn SI til tveggja ára. 18.3.2005 00:01 Actavis aðalbakhjarl Umhyggju Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í ár og næsta ár. Í styrknum felst m.a. að fjármagnað verður að hluta stöðugildi sálfélagslegs sérfræðings sem er ný staða hjá Umhyggju. Er sérfræðingnum m.a. ætlað að veita fjölskyldum barna sálfélagslegan stuðning í því langa og flókna ferli sem langvinn veikindi eru, eins og segir í tilkynningu. 18.3.2005 00:01 Rafmagn komið á í þéttbýli Rafmagn er komið á í þéttbýli á Austurlandi og enn er unnið að viðgerðum, en á milli 50 til 60 rafmagnsstaurar brotnuðu. Mikil ísing hlóðst á raflínur þannig að ummál þeirra margfaldaðist. Við það sliguðust þær og ýmist slóust saman eða slitnuðu. En þar sem þær héldu sliguðu þær rafmagnsstaurana sem brotnuðu undan farginu. 18.3.2005 00:01 BSRB styður kröfu starfsmanna RÚV Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við kröfu Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins um að útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun sína um ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fagleg og sanngjörn sjónarmið beri jafnan að hafa í heiðri við ráðningu starfsmanna. 18.3.2005 00:01 Mælt með ríkisborgararétti Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar. 18.3.2005 00:01 Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og líkamsáras gegn stúlku í október í fyrra. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa veist að stúlkunni og reynt að hafa við hana samfarir. Hann beraði getnaðarlim sinn og þuklaði og greip í stúlkuna þannig að hún hlaut mar á kynfærum og annar sstaðar á líkamanum. 18.3.2005 00:01 Leyfileg fjöldaslagsmál Einu leyfilegu fjöldaslagsmálin á Íslandi fóru fram í gær á árvissum gangaslag Menntaskólans í Reykjavík. Málið snýst um að nemendur sjötta bekks reyna að hringja bjöllu sem jafnframt hringir þá inn í tíma. 18.3.2005 00:01 Flestir vilja sameiningu Meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga ef marka má viðhorfskannanir sem IMG Gallup hefur unnið fyrir félagsmálaráðuneytið. Rúmlega 66 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga 18.3.2005 00:01 Hákon Eydal á sér ekki málsbætur Hákon Eydal átti sér ekki málsbætur og var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær. Honum er gert að greiða börnum Sri Rahmawati nær 22 milljónir króna. Verjandi hans segir hann ekki geta borgað. Verði svo fær hvert 600 þúsund krónur frá ríkinu. 18.3.2005 00:01 Davíð vill í öryggisráðið Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. </font /></b /> 18.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mikil vonbrigði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það mikil vonbrigði að Margrét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, hafi ekki náð kjöri í aðalstjórn Sparisjóðabankans. 19.3.2005 00:01
Handahófskennd vinnubrögð Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobby Fischers verður tekinn til umræðu á Alþingi eftir helgina og má búast við að hann verði afgreiddur á mánudagskvöld. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, ætlar að vera á þingpöllunum. Ragnar Aðalsteinsson telur vinnubrögð Alþingis handahófskennd. 19.3.2005 00:01
Opinber embætti eign þjóðarinnar Pólitískum ráðningum hefur fjölgað undanfarin ár, mögulega vegna langrar valdasetu núverandi stjórnvalda. Þetta sagði Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu á fundi Félags stjórnmálafræðinga um pólitískar stöðuveitingar á laugardag. 19.3.2005 00:01
Stórslysaæfing læknanema Tæplega hundrað manns tóku þátt í stórslysaæfingu Hjálparsveita og læknanema úr Háskóla Íslands sem fram fór á Malarhöfða í Reykjavík í gær. Sett var á svið neyðarástand sem átti að hafa skapast í kjölfar jarðskjálfta. Fyrsta árs nemar fengu það hlutverk að leika sjúklingana og voru því meðal annars ataðir kindablóði. Sá sem skilaði hlutverki sínu best fékk svo páskaegg í verðlaun og að sögn Davíðs Þórs Þorsteinssonar sem situr í kennslu- og fræðslunefnd læknanema var leikur þess besta nokkuð sannfærandi ef frá er talinn púls og blóðþrýstingur. </font /> 19.3.2005 00:01
Bíll valt á Þjóðvegi eitt Flutningabíll með krana á festivagni valt á Þjóðvegi eitt rétt við Vatnsdalsbrú um ellefuleytið á föstudagskvöld. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað en einnig skarst hann á líkama. Loka þurfti Þjóðvegi eitt seinnipartinn í gær meðan verið var að reisa flutningabílinn við en hann lá á vegarkantinum og lokaði helmingi akreinarinnar. </font /></font /> 19.3.2005 00:01
Íslenskir þingmenn grýttir "Þeir reyndu bara að grýta okkur," sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður, en hópur íslenskra þingmanna sem var í heimsókn í Hebron í Palestínu varð fyrir grjótkasti ísraelskra landnema í gær. Þingmennirnir voru á ferð með friðargæslumönnum og nýkomin úr heimsókn frá palenstínskri fjölskyldu þegar grjótum og hrópum rigndi yfir þá. Magnús sagði að þetta hefðu verið oddhvassir grjóthnullungar sem hent var af miklu afli og því mesta mildi að ekki urðu meiðsl á mönnum. </font /> 19.3.2005 00:01
Sex handteknir Sex voru handteknir á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags í Keflavík í þremur fíkniefnamálum. Um tíuleytið stöðvaði lögreglan bíl og við eftirgrennslan fundust þrjú grömm af meintu amfetamíni. Viðurkenndu tveir menn að eiga efnin. </font /> 19.3.2005 00:01
Líkamsárásir á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði var kölluð út fjórum sinnum í sama partíið þar í bæ aðfaranótt laugardags. Fyrst var það vegna slagsmála milli húsráðanda og annars aðila og var gesturinn handtekinn og öðrum ögrandi gesti hent út. Sá lét sig þó ekki alveg hverfa og var lögreglan kölluð út skömmu síðar til að skakka slagsmál milli hans og húsráðandans. Slagsmálin höfðu borist út á götu þegar lögreglan kom. Þurfti hún að beita táragasi og kylfum við handtökuna en annar mannanna var vopnaður hnífi. Þurfti að flytja annan manninn á sjúkrahús með höfuðmeiðsl en þau reyndust ekki vera alvarleg.</font /> 19.3.2005 00:01
Allra kvenna elst "Mér líður ágætlega og spái lítið í að vera orðin elst Íslendinga. Það er ágætt að vera aldraður þegar maður er sæmilega frískur," segir Guðfinna Einarsdóttir, sem í dag er 108 ára og 46 daga og slær þar með Íslandsmet Halldóru heitinnar Bjarnadóttur sem varð 108 ára og 45 daga gömul. 19.3.2005 00:01
Vopnið fjörugt ímyndunarafl Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir frammistöðu tollvarða sem handtóku 64 ára gamla konu með 800 grömm af kókaíni í hárkollu þann 12. mars vera framúrskarandi og á heimsmælikvarða. 19.3.2005 00:01
Íslendingum ekki sama um stríðið Í dag eru tvö ár liðin frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra í Írak. Af því tilefni efndu íslenskir friðarsinnar til mótmæla gegn stríðinu. Aðgerðin sýnir að Íslendingum er ekki sama, að mati fundarstjóra. 19.3.2005 00:01
Nýr meirihluti á Blönduósi Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra á Blönduósi hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista, bæjarmálafélagsins Hnjúka, sprakk í vikunni. Valgarður Hilmarsson verður áfram forseti bæjarstjórnar og Jóna Fanney Friðriksdóttir áfram bæjarstjóri en nýr formaður bæjarráðs verður Ágúst Þór Bragason frá D-lista. 19.3.2005 00:01
Ekki borgunarmaður skaðabóta Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. 19.3.2005 00:01
Háskólasetur stofnað á Ísafirði Háskólasetur á Ísafirði er stórt skref í menntamálum Vestfirðinga en þar verður boðið upp á fjölbreytt nám sem tengist atvinnugreinum á Vestfjörðum. 19.3.2005 00:01
Hundaþjálfun á Botnsheiði Það var líf og fjör á Botnsheiði við Súgandafjörð á dögunum þar sem hundar og eigendur þeirra voru þjálfaðir í snjóflóðaleit. Veðrið lék við bæði hunda og menn. 19.3.2005 00:01
Rafmagnslaust á Austurlandi Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi undir morgun og er rafmagn meira og minna farið af í fjórðungnum. Þar er mikil ísing sem sligað hefur línur og ýmist slitið þær eða staurar hafa brotnað undan farginu. Starfsmaður RARIK á Egilsstöðum sagðist fyrir stundu ekki hafa við að taka við tilkynningum um rafmagnsleysi eða slitnar línur og brotna staura. 18.3.2005 00:01
Margir teknir fyrir ölvunarakstur Óvenju margir ölvaðir ökumenn voru á ferðinni í gærkvöldi og í nótt. Einn var tekinn í Reykjavík, annar í Kópavogi, sá þriðji í Keflavík, þrír á Akureyri frá því síðdegis í gær og fram á nótt og einn í Hveragerði. Á Akureyri olli einn þeirra árekstri með því að virða ekki biðskyldu og aka í veg fyrir bíl á aðalbraut en engin slys hlutust af. 18.3.2005 00:01
Rafmagn komið á á Egilsstöðum Rafmagn er aftur komið á á Egilsstöðum og verið er að reyna að tengja á ný til Vopnafjarðar, Norðfjarðar og Berufjarðar, eftir að rafmagnslaust varð víða eystra í morgun vegna bilana í raflínum sem slitnuðu vegna ísingar. Viðgerðarmenn vinna við mjög erfiðar aðstæður, mikið hvassviðri og slyddu, en sums staðar hafa rafmagnsstaurar brotnað undan farginu. 18.3.2005 00:01
Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 voru vegna Landspítala háskólasjúkrahúsi, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. 18.3.2005 00:01
Hrímnir, Esmeralda og Ísmey leyfð Nöfnin Hrímnir, Esmeralda og Ísmey fengu fyrr í mánuðinum samþykki Mannanafnanefndar og hafa verið færð í mannanafnaskrá. Þá var nafnið Haralds tekið til greina sem millinafn samkvæmt þeirri beiðni sem lá fyrir hjá nefndinni en það ekki fært í mannanafnaskrá. 18.3.2005 00:01
Bætir GSM-kerfi sitt á Vesturlandi Og Vodafone hefur tekið í notkun GSM-senda í Hvalfjarðargöngum, en um er að ræða lokahluta verkefnis sem staðið hefur yfir frá því í fyrra og felur í sér helmingsfjölgun á sendum á GSM-dreifikerfi Og Vodafone á Vesturlandi. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmiðið hafi verið að efla og þétta kerfið á þessu landssvæði, sérstaklega við þjóðveg 1. 18.3.2005 00:01
Póstmenn samþykkja kjarasamning Félagsmenn í Póstmannafélagi Íslands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning PFÍ við Íslandspóst. Þetta kemur fram á vefsíðu BSRB. 57,7 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann en 40 prósent höfnuðu honum. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1100 félagsmanna Póstmannafélagsins. 18.3.2005 00:01
Þroskaþjálfar hafa samið Þroskaþjálfafélag Íslands skrifaði undir kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga þann 25. febrúar og við Reykjavíkurborg þann 4. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla hefur farið fram og voru báðir samningarnir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. 98,1 prósent samþykktu samninginn við Launanefnd sveitarfélaga og 82,6 prósent samninginn við Reykjavíkurborg. 18.3.2005 00:01
Rafmagn fór eystra vegna ísingar Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi vegna mikillar ísingar undir morgun og fór rafmagn víða af í fjórðungnum í kjölfar þess. Bálhvasst var á landinu í gærkvöld og voru björgunarsveitir víða um land kallaðar út. 18.3.2005 00:01
Engar bætur fyrir varðhaldsvist Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður. 18.3.2005 00:01
Meirihluti vill sameina bæi Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum. 18.3.2005 00:01
Tvö og hálft ár fyrir ýmis brot Hæstiréttur dæmdi mann í gær í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir rán, akstur án ökuréttinda, ölvunarakstur og fíkniefnabrot og lengdi þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um hálft ár. Maðurinn framdi ránið vopnaður barefli í verslun 10-11 við Barónsstíg í byrjun febrúar í fyrra. 18.3.2005 00:01
Nýta sjávarfang til lyfjagerðar Stefnt er að því að hefja byggingu á lyfjaverksmiðju á Húsavík. Norskt fyrirtæki stendur á bak við verkið en til stendur að unnin verði efni til lyfjagerðar úr sjávarfangi. 18.3.2005 00:01
Siglingaleið fyrir Horn orðin fær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin fær en þó er talið varhugavert að sigla þar um. Ísdreifar eru víða fyrir Norðurlandi en siglingaleiðir þó taldar greiðfærar. Miðað við veðurspá er líklegt að ísinn fjarlægist landið ört næstu dagana. 18.3.2005 00:01
Leikskólaloforð sýni örvæntingu Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil. 18.3.2005 00:01
Vill framkvæmdaáætlun til fimm ára Kristín Ingólfsdóttir prófessor var í gær kjörin rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára og verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún telur að styrkja þurfi fjárhag skólans og telur það best gert með því að deildir og stofnanir setji fram framkvæmdaáætlun til fimm ára. 18.3.2005 00:01
Börn vöruð við ljósabekkjum Íslensk og erlend heilbrigðisyfirvöld vara mjög við því að börn yngri en 18 ára noti ljósabekki. 18.3.2005 00:01
Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 var vegna Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. 18.3.2005 00:01
Hátt í 300 ný störf Hátt í 300 ný, bein störf verða til ef þær þrjár verksmiðjur sem rætt er um að rísi á Húsavík og nágrenni verða að veruleika, að sögn formanns verkalýðsfélagsins. Bjartsýni ríkir á staðnum og fasteignaverð hefur rokið upp að undanförnu. </font /></b /> 18.3.2005 00:01
Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 18.3.2005 00:01
Vilmundur endurkjörinn formaður SI Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi sem fram fer í dag. Vilmundur fékk tæplega 94 prósent atkvæða en aðrir 0,75 prósent. Þá var einnig kosið í stjórn samtakanna og gáfu alls ellefu kost á sér. Hörður Arnarson frá Mareli, Loftur Árnason, Ístaki, Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári, og Sigurður Bragi Guðmundsson frá Plastprenti fengu flest atkvæði og setjast í stjórn SI til tveggja ára. 18.3.2005 00:01
Actavis aðalbakhjarl Umhyggju Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í ár og næsta ár. Í styrknum felst m.a. að fjármagnað verður að hluta stöðugildi sálfélagslegs sérfræðings sem er ný staða hjá Umhyggju. Er sérfræðingnum m.a. ætlað að veita fjölskyldum barna sálfélagslegan stuðning í því langa og flókna ferli sem langvinn veikindi eru, eins og segir í tilkynningu. 18.3.2005 00:01
Rafmagn komið á í þéttbýli Rafmagn er komið á í þéttbýli á Austurlandi og enn er unnið að viðgerðum, en á milli 50 til 60 rafmagnsstaurar brotnuðu. Mikil ísing hlóðst á raflínur þannig að ummál þeirra margfaldaðist. Við það sliguðust þær og ýmist slóust saman eða slitnuðu. En þar sem þær héldu sliguðu þær rafmagnsstaurana sem brotnuðu undan farginu. 18.3.2005 00:01
BSRB styður kröfu starfsmanna RÚV Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við kröfu Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins um að útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun sína um ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fagleg og sanngjörn sjónarmið beri jafnan að hafa í heiðri við ráðningu starfsmanna. 18.3.2005 00:01
Mælt með ríkisborgararétti Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar. 18.3.2005 00:01
Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og líkamsáras gegn stúlku í október í fyrra. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa veist að stúlkunni og reynt að hafa við hana samfarir. Hann beraði getnaðarlim sinn og þuklaði og greip í stúlkuna þannig að hún hlaut mar á kynfærum og annar sstaðar á líkamanum. 18.3.2005 00:01
Leyfileg fjöldaslagsmál Einu leyfilegu fjöldaslagsmálin á Íslandi fóru fram í gær á árvissum gangaslag Menntaskólans í Reykjavík. Málið snýst um að nemendur sjötta bekks reyna að hringja bjöllu sem jafnframt hringir þá inn í tíma. 18.3.2005 00:01
Flestir vilja sameiningu Meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga ef marka má viðhorfskannanir sem IMG Gallup hefur unnið fyrir félagsmálaráðuneytið. Rúmlega 66 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga 18.3.2005 00:01
Hákon Eydal á sér ekki málsbætur Hákon Eydal átti sér ekki málsbætur og var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær. Honum er gert að greiða börnum Sri Rahmawati nær 22 milljónir króna. Verjandi hans segir hann ekki geta borgað. Verði svo fær hvert 600 þúsund krónur frá ríkinu. 18.3.2005 00:01
Davíð vill í öryggisráðið Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. </font /></b /> 18.3.2005 00:01