Innlent

Actavis aðalbakhjarl Umhyggju

Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í ár og næsta ár. Í styrknum felst m.a. að fjármagnað verður að hluta stöðugildi sálfélagslegs sérfræðings sem er ný staða hjá Umhyggju. Er sérfræðingnum m.a. ætlað að veita fjölskyldum barna sálfélagslegan stuðning í því langa og flókna ferli sem langvinn veikindi eru, eins og segir í tilkynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×