Innlent

Rafmagn komið á á Egilsstöðum

Rafmagn er aftur komið á á Egilsstöðum og verið er að reyna að tengja á ný til Vopnafjarðar, Norðfjarðar og Berufjarðar, eftir að rafmagnslaust varð víða eystra í morgun vegna bilana í raflínum sem slitnuðu vegna ísingar. Viðgerðarmenn vinna við mjög erfiðar aðstæður, mikið hvassviðri og slyddu, en sums staðar hafa rafmagnsstaurar brotnað undan farginu. Búist er við rafmagnstruflunum hér og þar á Austurlandi fram eftir degi eða þar til viðgerðum lykur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×