Innlent

Flestir vilja sameiningu

Meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga ef marka má viðhorfskannanir sem IMG Gallup hefur unnið fyrir félagsmálaráðuneytið. Rúmlega 66 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga, ríflega 22 prósent andvíg og rúm 11 prósent hlutlaus. Meirihluti svarenda er hlynntur sameiningu hvort sem litið er til landshluta eða aldurs. Stuðningur við sameiningu var mjög mikill í sveitarfélögum sem hafa verið sameinuð á síðustu árum sem gefur vísbendingar um að íbúar þeirra séu ánægðir með sitt sameinaða sveitarfélag, segir í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Tillögur sameiningarnefndar voru kynntar á nítjánda landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Ef allar tillögurnar ganga eftir mun meirihluti sveitarfélaga hafa fleiri en 1000 íbúa og aðeins níu sveitarfélög færri en 500 íbúa í stað 51 í dag. Sveitarfélögum myndi því fækka úr 101 í 46 árið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×