Innlent

Vilmundur endurkjörinn formaður SI

Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi sem fram fer í dag. Vilmundur fékk tæplega 94 prósent atkvæða en aðrir 0,75 prósent. Þá var einnig kosið í stjórn samtakanna og gáfu alls ellefu kost á sér. Hörður Arnarson frá Mareli, Loftur Árnason, Ístaki, Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári, og Sigurður Bragi Guðmundsson frá Plastprenti fengu flest atkvæði og setjast í stjórn SI til tveggja ára. Fyrir í stjórn samtakanna eru Halla Bogadóttir, Halla Boga gullsmíði, Hreinn Jakobsson, Skýrr hf., og Þorsteinn Víglundsson frá BM Vallá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×