Innlent

Póstmenn samþykkja kjarasamning

MYND/Tettur
Félagsmenn í Póstmannafélagi Íslands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning PFÍ við Íslandspóst. Þetta kemur fram á vefsíðu BSRB. 57,7 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann en 40 prósent höfnuðu honum. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1100 félagsmanna Póstmannafélagsins. Áhersla var lögð á að hækka laun þeirra lægst launuðu, en meðalhækkun launa er um 21 prósent á samningstímanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×