Davíð vill í öryggisráðið 18. mars 2005 00:01 "Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
"Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira