Fleiri fréttir Ofurforstjórar ekki með bílstjóra Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bíl og einkabílstjóra til umráða. Ekki verður séð að forstjórar og stjórnarformenn stærstu fyrirtækja landsins njóti slíkra hlunninda þó að erill þeirra sé mikill. Kostnaðurinn við bílaflota ríkisstjórnarinnar nemur nærri hálfum milljarði á sex árum, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur. "Praktískt," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Dettifoss kominn til Eskifjarðar Varðskipin Týr og Ægir komu með flutningaskipið Dettifoss í togi til Eskifjarðar um miðnætti eftir svaðilför út af Austfjörðum, sem hófst með því að stýrið datt af Dettifossi á föstudagskvöldið og skipið varð stjórnlaust. Vel gekk að leggja þessu stærsta flutningaskipi íslenska flotans að bryggju enda var veður orðið gott. 31.1.2005 00:01 Samþykktu kjarasamning Félag leikskólakennara hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaganna og verður því ekki boðað til verkfalls. Tæplega 1500 manns eru á kjörskrá og tók rúmlega 91 prósent þátt í kosningunni. Rúm 64 prósent samþykktu samninginn en 32 prósent voru honum andvíg. 31.1.2005 00:01 Reyndi að stinga lögreglu af Ökumaður fólksbíls reyndi að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að hafa tal af honum við venjulegt eftirlit í Breiðholti undir morgun. Eftir að hafa gefið vel í snarstöðvaði hann bílinn og hljóp út úr honum en lögreglumenn náðu honum skömmu síðar. Grunur leikur á að hann hafi stolið bílnum enda hefur hann áður orðið uppvís að slíku. 31.1.2005 00:01 Vilja lækka álagningarhlutfall Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar hún mótmælir hækkunum á fasteignagjöldum í Reykjavík sem komi í kjölfar hækkunar fasteignamats um áramótin. Stjórnin telur að Reykjavíkurborg hefði átt að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfélög hafa gert en þau völdu að lækka álagningarhlutfallið niður fyrir 0,32% þannig að gjöld hækkuðu ekki meira en 5% og jafnvel lækkuðu í einhverjum tilvikum. 31.1.2005 00:01 Loðnuvinnsla gengur vel Loðnuvinnsla á Fáskrúðsfirði hefur gengið vel þennan fyrsta mánuð ársins og hefur Loðnuvinnslan hf. aldrei tekið við jafnmikilli loðnu í janúar frá því að verksmiðja fyrirtækisins tók til starfa 1996, eða 20.700 tonnum. Þetta kemur fram á fréttavef Austurbyggðar. Einnig kemur fram að bæði innlend og erlend skip hafi komið þangað til löndunar. 31.1.2005 00:01 Vekja athygli á skaðsemi reykinga Hundrað og þrjátíu tannlæknar um allt land ætla eftir hádegi á föstudaginn að bjóða almenningi ókeypis tannskoðun og ráðgjöf, einkum til að vekja athygli á skaðsemi reykinga fyrir tennurnar. 31.1.2005 00:01 Fjölmiðlanefnd vinnur lengur Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, nær ekki að skila af sér á morgun eins og til stóð. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, segir að tíminn sem nefndinni var ætlaður til verksins hafi reynst allt of stuttur miðað við umfang þess og það skýrist ekki fyrr en eftir mánuð eða svo hvenær nefndin ljúki störfum og skili af sér skýrslu. 31.1.2005 00:01 Óvíst um afturvirkni lagabreytinga Óvíst er hvort breytingar sem boðaðar hafa verið á lögum um eftirlaun ráðherra og alþingismanna verði afturvirkar. 31.1.2005 00:01 Dettifoss dreginn til Rotterdam Stór, þýskur dráttarbátur er lagður af stað hingað til lands til að draga Dettifoss frá Eskifirði til Rotterdam þar sem hann verður tekinn í þurrkví til viðgerðar. 31.1.2005 00:01 Vilja ógilda aðalfund Freyju Þess hefur verið krafist að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, verði úrskurðaður ógildur. Fjölskylda Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls, bróður hans, er sögð hafa fjölmennt á fundinn. 31.1.2005 00:01 Vilja vinna og selja eigin vörur Vaxandi áhugi er meðal bænda á því að fá að vinna og selja sjálfir eigin landbúnaðarvörur. Landbúnaðarráðherra er þessa stundina að kynna hvernig norskir bændur hafa náð árangri á þessu sviði. 31.1.2005 00:01 Sker upp herör gegn ósannindum Impregilo hefur skorið upp herör gegn því sem fyrirtækið kallar ósannar fullyrðingar um starfsemi félagsins. Félagið fór í dag fram á það við Lögreglustjórann í Reykjavík að fram færi opinber rannsókn vegna ásakana á hendur félaginu sem birtust í DV þann 27. janúar 2005, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu. 31.1.2005 00:01 Miltisbrandsgirðing stöðvuð Vinna við girðinguna að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd hefur verið stöðvuð, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis. 31.1.2005 00:01 Impregilo sýknað af launakröfum Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í dag sýknað af launakröfum fyrrverandi innkaupastjóra upp á um þrjár og hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa innkaupastjórans, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var í mörgum liðum en hann krafðist meðal annars greiðslu fyrir yfirvinnu á starfstíma og launa í uppsagnarfresti auk orlofs af yfirvinnu og uppsagnarfresti. 31.1.2005 00:01 Náttúrulegar vörur inni "Þetta eru virkilega góðar fréttir," segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum á Langanesi og formaður Landssambands sauðfjárbænda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenska lopapeysan væri komin í tísku á ný og að sala á lopa hefði stóraukist. 31.1.2005 00:01 Kostar 30.000 að leysa út kött Kosta mun um 30.000 krónur að leysa út kött sem eftirlitsmenn á Suðurnesjum hafa veitt og hefur verið geymdur í viku, að sögn Magnúsar Guðjónssonar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 31.1.2005 00:01 Rúðuþurrkurnar endurnýjaðar Annir hafa verið á bensínstöðvum síðustu daga þar sem fólk hefur streymt að til að skipta um rúðuþurrkur, eða vinnukonur eins og sumir kjósa að kalla þær. 31.1.2005 00:01 Heiftarleg markaðssetning Markaðssetning á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor. Hann rifjar upp fund framleiðandans í Berlín, með stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi þar sem Vioxx var lofsungið, en ekkert rætt um gallana. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Betra líf á 4 dögum fyrir 60.000 Hvatningarþjálfarinn Anthony Robbins er sagður geta breytt lífi fólks á aðeins fjórum dögum. Hann ku vera sá virtasti í heiminum á sínu sviði enda verið að í næstum 30 ár. Útlit er fyrir að um eitt hundrað Íslendingar sitji námskeið hans í Lundúnum í maí. Miðinn kostar 60 þúsund krónur og fæst á kostakjörum. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Aukin notkun þrátt fyrir viðvörun Landlæknisembættið sendi út viðvörun til lækna um að fara gætilega í ávísun verkjalyfsins celebra, sem er af sama flokki og Vioxx og fellur undir svokallaða COX - 2 hemla. 31.1.2005 00:01 Beint frá bóndanum Í gær kynnti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skýrslu nefndar sem fjallað hefur um heimasölu afurða bænda, en hann telur það afar nauðsynlegt að bændur geti í vaxandi mæli selt afurðir sínar beint frá búum sínum og vill að vinna verði lögð í það af krafti. 31.1.2005 00:01 Ríkið blæs út Ríkisstofnunum hefur fjölgað og rekstur þeirra aukist á undanförnum árum, að mati Verslunarráðs Íslands. Nýjar stofnanir hafa verið settar á laggirnar, stofnanir hafa fært út kvíarnar og minna boðið út en áður og ríkisfyrirtæki hafa keypt einkafyrirtæki. Auknar kröfur eru um að ríkisfyrirtæki skapi sértekjur. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Impregilo sýknað Impregilo SpA-Iceland var sýknað af kröfum stefnanda, Birgis Guðjónssonar viðskiptafræðings, samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2005 00:01 Athugasemdir frá SA Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, segir að athugasemdir hafi verið gerðar í allverulegum atriðum við reglugerðardrög félagsmálaráðherra um atvinnuleyfi útlendinga. 31.1.2005 00:01 Skuldbundin að aðstoða Fjarðaál Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að aðstoða Fjarðaál við að öðlast þau atvinnuleyfi sem nauðsynleg eru hvenær sem Fjarðaál fer fram á það. 31.1.2005 00:01 Einblínt um of á álverið Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, telur að það komi niður á Austurlandi ef stjórnvöld einblína um of á álversuppbygginguna fyrir austan. 31.1.2005 00:01 Fjallað um Fischer á fimmtudag Fjallað verður um málefni bandaríska skákmeistarans Bobby Fischers á fundi í allsherjarnefnd Alþingis á fimmtudaginn. 31.1.2005 00:01 Erna framkvæmdastjóri Akademíunnar ReykjavíkurAkademían hefur ráðið Ernu Indriðadóttur, fréttamann á fréttastofu Sjónvarpsins, í starf framkvæmdastjóra til eins árs frá og með 1. febrúar. Erna hefur starfað við fjölmiðla í rúm 20 ár en hún lauk BA-prófi í samfélagsfræði frá Háskólanum í Lundi árið 1981 og MPA-námi frá Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum árið 2001. 31.1.2005 00:01 Söfnuðu fé með kaffi- og kökusölu Börn á frístundaheimilinu Skýjaborgum í Vesturbæjarskóla söfnuðu á dögunum 27.848 krónum með kaffi- og kökusölu til styrktar fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu. Féð rennur til söfnunarinnar Neyðarhjálp úr norðri og tók fulltrúi Rauða kross Íslands, Ingibjörg Eggertsdóttir, formlega við því í dag. 31.1.2005 00:01 Vilja ekki selja grunnnet Símans Neytendasamtökin taka undir kröfu nokkurra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði um að nauðsynlegt sé að aðskilja grunnnet Símans frá fyrirtækinu og að það verði ekki selt með Símanum eins og virðist ætlan stjórnvalda. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. 31.1.2005 00:01 Lækkaði sektir olíufélaganna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur lækkað sektir olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs úr 2,6 milljörðum króna í um 1,5 milljarða, en það var samkeppnisráð krafði félögin um fyrrnefndu upphæðina. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var í dag. 31.1.2005 00:01 Vegurinn um Hvalfjörð lokaður Vegurinn um Hvalfjörð er lokaður við Ferstiklu vegna vatnavaxta. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð er alls óvíst hvenær hægt verður að opna fyrir umferð að nýju. 31.1.2005 00:01 Sektir lækkaðar um rúman milljarð Stjórnvaldssektir olíufélaganna lækka um 1,1 milljarð króna samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kveðinn var upp fyrir hádegið. Sektir Skeljungs lækka mest eða um sex hundruð og fimmtíu milljónir enda talið sýnt að fyrirtækið hafi hagnast minnst á samráðinu. 31.1.2005 00:01 Þurfa að borga mun minna Baugi var gert að greiða lægri upphæð vegna endurálagningar skatta en félagið hafði gert ráð fyrir. Baugur sendi síðastliðinn föstudag bréf til helstu viðskiptafélaga sinna og banka þar sem fram kemur að félagið hafi greitt 140 milljónir króna vegna endurálagningar skatta, í stað 282 milljóna eins og fram hafði komið í tilkynningu frá félaginu. 31.1.2005 00:01 Impregilo vill opinbera rannsókn Portúgalinn sem sakaður er um að kúga fé og brennivín út úr starfsfólki, starfar enn við Kárahnjúka. Impregilo fullyrðir að fyrirtækið sé haft fyrir rangri sök og hefur farið fram á opinbera rannsókn. Fyrirtækinu var afhentur undirskriftarlisti tuga starfsmanna þess fyrir ári þar sem sömu ásakanir komu fram en ekkert var aðhafst. 31.1.2005 00:01 Einkaaðilar byggi samgöngumiðstöð Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. 31.1.2005 00:01 Tveir ráðherrar bætast í hópinn Ekki er víst að breytingar á eftirlaunalögum sem heimila fyrrverandi ráðherrum og alþingismönnum að þiggja eftirlaun þótt þeir séu í hálaunastöðum annars staðar, verði afturvirkar. Tveir nýir ráðherrar hafa bæst í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli. 31.1.2005 00:01 Orsök bilunar finnst í þurrkví Ekki verður hægt að segja til um hvað olli biluninni í Dettifossi á föstudaginn fyrr en skipið verður komið í þurrkví. Stórt, þýskt dráttarskip er á leiðinni hingað til lands til þess að draga Dettifoss til Rotterdam. 31.1.2005 00:01 Vonast eftir meira öryggi Lítil stúlka frá Keflavík lést fyrir tíu dögum eftir erfiðleika við fæðingu. Flytja þurfti móður hennar með sjúkrabíl til borgarinnar vegna þess að skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru ekki opnar allan sólarhringinn. Foreldrarnir syrgja dóttur sína sárt en segjast vonast til þess að reynsla þeirra verði til einhvers; að öryggi verði bætt fyrir íbúa á Suðurnesjum. 31.1.2005 00:01 Guðni telur ekki sótt að sér Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir átökin í flokknum að undanförnu óheppileg félagslega. Hann telur þetta þó ekki vera ráðabrugg til að steypa sér af stóli. 31.1.2005 00:01 Bændur vilja svigrúm til sölu Bændur vilja meira svigrúm til að selja afburðir sínar beint frá búunum og leggur nefnd á vegum landbúnaðarráðherra meðal annars til að kannað verði hvort slaka megi á kröfum um gerilsneyðingu mjólkur. 31.1.2005 00:01 Jafnréttisákvæðin verði hert Framsóknarkonur ætla að leggja það fram á flokksþingi að það verði sett í lög félagsins að hvort kynið skipi ekki minna en 40 prósent af öllum ábyrgðarstöðum og framboðslistum. 31.1.2005 00:01 Frestar skilum á skýrslu Fjölmiðlanefndin sem menntamálaráðherra skipaði í október síðastliðnum nær ekki að skila greinargerð sinni á tilsettum tíma, en áætlað var að nefndin skilaði af sér skýrslu í dag. 31.1.2005 00:01 Átök í framsókn Framsóknarmenn hafa skipast í tvær fylkingar sem takast á innbyrðis. Önnur starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson en hin er ósátt við vinnubrögð flokksins og vill breytingar. Ekki er talið víst að deilurnar nái upp á yfirborðið á flokksþingi. 31.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ofurforstjórar ekki með bílstjóra Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bíl og einkabílstjóra til umráða. Ekki verður séð að forstjórar og stjórnarformenn stærstu fyrirtækja landsins njóti slíkra hlunninda þó að erill þeirra sé mikill. Kostnaðurinn við bílaflota ríkisstjórnarinnar nemur nærri hálfum milljarði á sex árum, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur. "Praktískt," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Dettifoss kominn til Eskifjarðar Varðskipin Týr og Ægir komu með flutningaskipið Dettifoss í togi til Eskifjarðar um miðnætti eftir svaðilför út af Austfjörðum, sem hófst með því að stýrið datt af Dettifossi á föstudagskvöldið og skipið varð stjórnlaust. Vel gekk að leggja þessu stærsta flutningaskipi íslenska flotans að bryggju enda var veður orðið gott. 31.1.2005 00:01
Samþykktu kjarasamning Félag leikskólakennara hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaganna og verður því ekki boðað til verkfalls. Tæplega 1500 manns eru á kjörskrá og tók rúmlega 91 prósent þátt í kosningunni. Rúm 64 prósent samþykktu samninginn en 32 prósent voru honum andvíg. 31.1.2005 00:01
Reyndi að stinga lögreglu af Ökumaður fólksbíls reyndi að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að hafa tal af honum við venjulegt eftirlit í Breiðholti undir morgun. Eftir að hafa gefið vel í snarstöðvaði hann bílinn og hljóp út úr honum en lögreglumenn náðu honum skömmu síðar. Grunur leikur á að hann hafi stolið bílnum enda hefur hann áður orðið uppvís að slíku. 31.1.2005 00:01
Vilja lækka álagningarhlutfall Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar hún mótmælir hækkunum á fasteignagjöldum í Reykjavík sem komi í kjölfar hækkunar fasteignamats um áramótin. Stjórnin telur að Reykjavíkurborg hefði átt að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfélög hafa gert en þau völdu að lækka álagningarhlutfallið niður fyrir 0,32% þannig að gjöld hækkuðu ekki meira en 5% og jafnvel lækkuðu í einhverjum tilvikum. 31.1.2005 00:01
Loðnuvinnsla gengur vel Loðnuvinnsla á Fáskrúðsfirði hefur gengið vel þennan fyrsta mánuð ársins og hefur Loðnuvinnslan hf. aldrei tekið við jafnmikilli loðnu í janúar frá því að verksmiðja fyrirtækisins tók til starfa 1996, eða 20.700 tonnum. Þetta kemur fram á fréttavef Austurbyggðar. Einnig kemur fram að bæði innlend og erlend skip hafi komið þangað til löndunar. 31.1.2005 00:01
Vekja athygli á skaðsemi reykinga Hundrað og þrjátíu tannlæknar um allt land ætla eftir hádegi á föstudaginn að bjóða almenningi ókeypis tannskoðun og ráðgjöf, einkum til að vekja athygli á skaðsemi reykinga fyrir tennurnar. 31.1.2005 00:01
Fjölmiðlanefnd vinnur lengur Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, nær ekki að skila af sér á morgun eins og til stóð. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, segir að tíminn sem nefndinni var ætlaður til verksins hafi reynst allt of stuttur miðað við umfang þess og það skýrist ekki fyrr en eftir mánuð eða svo hvenær nefndin ljúki störfum og skili af sér skýrslu. 31.1.2005 00:01
Óvíst um afturvirkni lagabreytinga Óvíst er hvort breytingar sem boðaðar hafa verið á lögum um eftirlaun ráðherra og alþingismanna verði afturvirkar. 31.1.2005 00:01
Dettifoss dreginn til Rotterdam Stór, þýskur dráttarbátur er lagður af stað hingað til lands til að draga Dettifoss frá Eskifirði til Rotterdam þar sem hann verður tekinn í þurrkví til viðgerðar. 31.1.2005 00:01
Vilja ógilda aðalfund Freyju Þess hefur verið krafist að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, verði úrskurðaður ógildur. Fjölskylda Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls, bróður hans, er sögð hafa fjölmennt á fundinn. 31.1.2005 00:01
Vilja vinna og selja eigin vörur Vaxandi áhugi er meðal bænda á því að fá að vinna og selja sjálfir eigin landbúnaðarvörur. Landbúnaðarráðherra er þessa stundina að kynna hvernig norskir bændur hafa náð árangri á þessu sviði. 31.1.2005 00:01
Sker upp herör gegn ósannindum Impregilo hefur skorið upp herör gegn því sem fyrirtækið kallar ósannar fullyrðingar um starfsemi félagsins. Félagið fór í dag fram á það við Lögreglustjórann í Reykjavík að fram færi opinber rannsókn vegna ásakana á hendur félaginu sem birtust í DV þann 27. janúar 2005, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu. 31.1.2005 00:01
Miltisbrandsgirðing stöðvuð Vinna við girðinguna að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd hefur verið stöðvuð, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis. 31.1.2005 00:01
Impregilo sýknað af launakröfum Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í dag sýknað af launakröfum fyrrverandi innkaupastjóra upp á um þrjár og hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa innkaupastjórans, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var í mörgum liðum en hann krafðist meðal annars greiðslu fyrir yfirvinnu á starfstíma og launa í uppsagnarfresti auk orlofs af yfirvinnu og uppsagnarfresti. 31.1.2005 00:01
Náttúrulegar vörur inni "Þetta eru virkilega góðar fréttir," segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum á Langanesi og formaður Landssambands sauðfjárbænda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenska lopapeysan væri komin í tísku á ný og að sala á lopa hefði stóraukist. 31.1.2005 00:01
Kostar 30.000 að leysa út kött Kosta mun um 30.000 krónur að leysa út kött sem eftirlitsmenn á Suðurnesjum hafa veitt og hefur verið geymdur í viku, að sögn Magnúsar Guðjónssonar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 31.1.2005 00:01
Rúðuþurrkurnar endurnýjaðar Annir hafa verið á bensínstöðvum síðustu daga þar sem fólk hefur streymt að til að skipta um rúðuþurrkur, eða vinnukonur eins og sumir kjósa að kalla þær. 31.1.2005 00:01
Heiftarleg markaðssetning Markaðssetning á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor. Hann rifjar upp fund framleiðandans í Berlín, með stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi þar sem Vioxx var lofsungið, en ekkert rætt um gallana. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Betra líf á 4 dögum fyrir 60.000 Hvatningarþjálfarinn Anthony Robbins er sagður geta breytt lífi fólks á aðeins fjórum dögum. Hann ku vera sá virtasti í heiminum á sínu sviði enda verið að í næstum 30 ár. Útlit er fyrir að um eitt hundrað Íslendingar sitji námskeið hans í Lundúnum í maí. Miðinn kostar 60 þúsund krónur og fæst á kostakjörum. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Aukin notkun þrátt fyrir viðvörun Landlæknisembættið sendi út viðvörun til lækna um að fara gætilega í ávísun verkjalyfsins celebra, sem er af sama flokki og Vioxx og fellur undir svokallaða COX - 2 hemla. 31.1.2005 00:01
Beint frá bóndanum Í gær kynnti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skýrslu nefndar sem fjallað hefur um heimasölu afurða bænda, en hann telur það afar nauðsynlegt að bændur geti í vaxandi mæli selt afurðir sínar beint frá búum sínum og vill að vinna verði lögð í það af krafti. 31.1.2005 00:01
Ríkið blæs út Ríkisstofnunum hefur fjölgað og rekstur þeirra aukist á undanförnum árum, að mati Verslunarráðs Íslands. Nýjar stofnanir hafa verið settar á laggirnar, stofnanir hafa fært út kvíarnar og minna boðið út en áður og ríkisfyrirtæki hafa keypt einkafyrirtæki. Auknar kröfur eru um að ríkisfyrirtæki skapi sértekjur. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Impregilo sýknað Impregilo SpA-Iceland var sýknað af kröfum stefnanda, Birgis Guðjónssonar viðskiptafræðings, samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2005 00:01
Athugasemdir frá SA Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, segir að athugasemdir hafi verið gerðar í allverulegum atriðum við reglugerðardrög félagsmálaráðherra um atvinnuleyfi útlendinga. 31.1.2005 00:01
Skuldbundin að aðstoða Fjarðaál Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að aðstoða Fjarðaál við að öðlast þau atvinnuleyfi sem nauðsynleg eru hvenær sem Fjarðaál fer fram á það. 31.1.2005 00:01
Einblínt um of á álverið Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, telur að það komi niður á Austurlandi ef stjórnvöld einblína um of á álversuppbygginguna fyrir austan. 31.1.2005 00:01
Fjallað um Fischer á fimmtudag Fjallað verður um málefni bandaríska skákmeistarans Bobby Fischers á fundi í allsherjarnefnd Alþingis á fimmtudaginn. 31.1.2005 00:01
Erna framkvæmdastjóri Akademíunnar ReykjavíkurAkademían hefur ráðið Ernu Indriðadóttur, fréttamann á fréttastofu Sjónvarpsins, í starf framkvæmdastjóra til eins árs frá og með 1. febrúar. Erna hefur starfað við fjölmiðla í rúm 20 ár en hún lauk BA-prófi í samfélagsfræði frá Háskólanum í Lundi árið 1981 og MPA-námi frá Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum árið 2001. 31.1.2005 00:01
Söfnuðu fé með kaffi- og kökusölu Börn á frístundaheimilinu Skýjaborgum í Vesturbæjarskóla söfnuðu á dögunum 27.848 krónum með kaffi- og kökusölu til styrktar fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu. Féð rennur til söfnunarinnar Neyðarhjálp úr norðri og tók fulltrúi Rauða kross Íslands, Ingibjörg Eggertsdóttir, formlega við því í dag. 31.1.2005 00:01
Vilja ekki selja grunnnet Símans Neytendasamtökin taka undir kröfu nokkurra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði um að nauðsynlegt sé að aðskilja grunnnet Símans frá fyrirtækinu og að það verði ekki selt með Símanum eins og virðist ætlan stjórnvalda. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. 31.1.2005 00:01
Lækkaði sektir olíufélaganna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur lækkað sektir olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs úr 2,6 milljörðum króna í um 1,5 milljarða, en það var samkeppnisráð krafði félögin um fyrrnefndu upphæðina. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var í dag. 31.1.2005 00:01
Vegurinn um Hvalfjörð lokaður Vegurinn um Hvalfjörð er lokaður við Ferstiklu vegna vatnavaxta. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð er alls óvíst hvenær hægt verður að opna fyrir umferð að nýju. 31.1.2005 00:01
Sektir lækkaðar um rúman milljarð Stjórnvaldssektir olíufélaganna lækka um 1,1 milljarð króna samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kveðinn var upp fyrir hádegið. Sektir Skeljungs lækka mest eða um sex hundruð og fimmtíu milljónir enda talið sýnt að fyrirtækið hafi hagnast minnst á samráðinu. 31.1.2005 00:01
Þurfa að borga mun minna Baugi var gert að greiða lægri upphæð vegna endurálagningar skatta en félagið hafði gert ráð fyrir. Baugur sendi síðastliðinn föstudag bréf til helstu viðskiptafélaga sinna og banka þar sem fram kemur að félagið hafi greitt 140 milljónir króna vegna endurálagningar skatta, í stað 282 milljóna eins og fram hafði komið í tilkynningu frá félaginu. 31.1.2005 00:01
Impregilo vill opinbera rannsókn Portúgalinn sem sakaður er um að kúga fé og brennivín út úr starfsfólki, starfar enn við Kárahnjúka. Impregilo fullyrðir að fyrirtækið sé haft fyrir rangri sök og hefur farið fram á opinbera rannsókn. Fyrirtækinu var afhentur undirskriftarlisti tuga starfsmanna þess fyrir ári þar sem sömu ásakanir komu fram en ekkert var aðhafst. 31.1.2005 00:01
Einkaaðilar byggi samgöngumiðstöð Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. 31.1.2005 00:01
Tveir ráðherrar bætast í hópinn Ekki er víst að breytingar á eftirlaunalögum sem heimila fyrrverandi ráðherrum og alþingismönnum að þiggja eftirlaun þótt þeir séu í hálaunastöðum annars staðar, verði afturvirkar. Tveir nýir ráðherrar hafa bæst í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli. 31.1.2005 00:01
Orsök bilunar finnst í þurrkví Ekki verður hægt að segja til um hvað olli biluninni í Dettifossi á föstudaginn fyrr en skipið verður komið í þurrkví. Stórt, þýskt dráttarskip er á leiðinni hingað til lands til þess að draga Dettifoss til Rotterdam. 31.1.2005 00:01
Vonast eftir meira öryggi Lítil stúlka frá Keflavík lést fyrir tíu dögum eftir erfiðleika við fæðingu. Flytja þurfti móður hennar með sjúkrabíl til borgarinnar vegna þess að skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru ekki opnar allan sólarhringinn. Foreldrarnir syrgja dóttur sína sárt en segjast vonast til þess að reynsla þeirra verði til einhvers; að öryggi verði bætt fyrir íbúa á Suðurnesjum. 31.1.2005 00:01
Guðni telur ekki sótt að sér Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir átökin í flokknum að undanförnu óheppileg félagslega. Hann telur þetta þó ekki vera ráðabrugg til að steypa sér af stóli. 31.1.2005 00:01
Bændur vilja svigrúm til sölu Bændur vilja meira svigrúm til að selja afburðir sínar beint frá búunum og leggur nefnd á vegum landbúnaðarráðherra meðal annars til að kannað verði hvort slaka megi á kröfum um gerilsneyðingu mjólkur. 31.1.2005 00:01
Jafnréttisákvæðin verði hert Framsóknarkonur ætla að leggja það fram á flokksþingi að það verði sett í lög félagsins að hvort kynið skipi ekki minna en 40 prósent af öllum ábyrgðarstöðum og framboðslistum. 31.1.2005 00:01
Frestar skilum á skýrslu Fjölmiðlanefndin sem menntamálaráðherra skipaði í október síðastliðnum nær ekki að skila greinargerð sinni á tilsettum tíma, en áætlað var að nefndin skilaði af sér skýrslu í dag. 31.1.2005 00:01
Átök í framsókn Framsóknarmenn hafa skipast í tvær fylkingar sem takast á innbyrðis. Önnur starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson en hin er ósátt við vinnubrögð flokksins og vill breytingar. Ekki er talið víst að deilurnar nái upp á yfirborðið á flokksþingi. 31.1.2005 00:01