Innlent

Impregilo vill opinbera rannsókn

Portúgalinn sem sakaður er um að kúga fé og brennivín út úr starfsfólki, starfar enn við Kárahnjúka. Impregilo fullyrðir að fyrirtækið sé haft fyrir rangri sök og hefur farið fram á opinbera rannsókn. Fyrirtækinu var afhentur undirskriftarlisti tuga starfsmanna þess fyrir ári þar sem sömu ásakanir komu fram en ekkert var aðhafst. Tugur starfsmanna Impregilo undirritaði fyrir tæpu ári yfirlýsingu þar sem framferði Portúgalans var harðlega mótmælt og hann sagður kúga fé af starfsmönnum. Listanum komu trúnaðarmenn starfsfólks svo til Impregilo sem að sögn trúnaðarmanna svipti manninn í kjölfarið mannaforráðum. Hvorki fyrirtækið, trúnaðarmenn eða aðrir starfsmenn tilkynntu lögreglu um málið þá. Impregilo hefur í kjölfar umfjöllunar DV um málið farið fram á opinbera rannsókn því sem fyrirtækið nefnir rangar sakargiftir. Meira í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×