Sektir lækkaðar um rúman milljarð 31. janúar 2005 00:01 Stjórnvaldssektir olíufélaganna lækka um 1,1 milljarð króna samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kveðinn var upp fyrir hádegið. Sektir Skeljungs lækka mest eða um sex hundruð og fimmtíu milljónir enda talið sýnt að fyrirtækið hafi hagnast minnst á samráðinu. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að gögn olíumálsins leiði í ljós langvarandi og víðtækt samráð í því skyni að eyða samkeppni og hækka vöruverð. Sektir samkeppnisráðs eru hins vegar lækkaðar um rúman milljarð og nema nú einum og hálfum milljarði. Samkeppnisráð hafði sektað hvert félag um 1100 milljónir en veitti Esso og Olís afslátt vegna samvinnu. Esso er sektað um 900 milljónir en fær 45 prósenta afslátt vegna samvinnu við samkeppnisyfirvöld. Esso greiðir því 495 milljónir. Olís er sektað um 700 milljónir en fær 20 prósenta afslátt og greiðir því 560 milljónir. Skeljungur á að greiða 450 milljónir. Sektir félagsins lækka um 650 milljónir þrátt fyrir að félagið fái engan afslátt enda þóttu forsvarsmenn þess ekki samvinnufúsir. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segist fagna niðurstöðunni í meginatriðum. Áfrýjunarnefndin staðfesti að vinnubrögð samkeppnisráðs hafi bæði verið eðlileg og vönduð. Þá taki nefndin einnig undir ákvarðanir samkeppnisráðs um ólögmætt samráð og einnig þá fullyrðingu að brotin verði alvarlegri eftir því sem líði á samráðstímabilið en það sé andstætt því sem félögin þrjú hafi fullyrt. Georg segir enn fremur að áfrýjunarnefndin taki undir þá aðferðafræði sem samkeppnisráð hafi notað við ákvörðun sektar en nefndin telji hins vegar að stofnunin hafi átt að taka meira tillit til þróunar efnahagsmála. Þá hafi sannanlegur ávinningur Skeljungs verið minni en samkeppnisráð hafi gert ráð fyrir. Georg segir að sektirnar hafi aldrei verið aðalatriði í málinu og hann geri ekki athugasemdir við 1500 milljóna króna sektir áfrýjunarnefndar. Samkeppnisráð taldi í sínum úrskurði að öll félögin bæru jafna ábyrgð á samráðinu og lagði því jafna sekt á alla en gaf svo ákveðinn afslátt. Á þetta fellst áfrýjunarnefndin ekki heldur leggur minni sekt á Skeljung þar sem framlegð fyrirtækisins jókst minnst á samráðstímanum. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segist ósáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar þótt það sé jákvætt að sektirnar lækki. Menn eigi ekki að vera að hælast um en forráðamönnum Skeljungs hafi þótt ósanngjarnt hvernig fjallað hafi verið um fyrirtækið á fyrri stigum málsins og það hafi verið látið líta svo út að félagið væri einhvers konar frumkvöðull eða aðalaðili í málinu. Sjónarmið Skeljungs séu þau að félagið hafi frekar verið keppinautur við hin félögin en að vera aðalgerandi í samstarfinu. Aðspurður hvort Skeljungur hafi ákveðið að skjóta málinu til dómstóla segir Gestur að það verði ekki gert fyrr en að vel athuguðu máli og málið sé flóknara en svo að forráðamenn félagsins treysti sér að meta það á dagsstund. Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Stjórnvaldssektir olíufélaganna lækka um 1,1 milljarð króna samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kveðinn var upp fyrir hádegið. Sektir Skeljungs lækka mest eða um sex hundruð og fimmtíu milljónir enda talið sýnt að fyrirtækið hafi hagnast minnst á samráðinu. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að gögn olíumálsins leiði í ljós langvarandi og víðtækt samráð í því skyni að eyða samkeppni og hækka vöruverð. Sektir samkeppnisráðs eru hins vegar lækkaðar um rúman milljarð og nema nú einum og hálfum milljarði. Samkeppnisráð hafði sektað hvert félag um 1100 milljónir en veitti Esso og Olís afslátt vegna samvinnu. Esso er sektað um 900 milljónir en fær 45 prósenta afslátt vegna samvinnu við samkeppnisyfirvöld. Esso greiðir því 495 milljónir. Olís er sektað um 700 milljónir en fær 20 prósenta afslátt og greiðir því 560 milljónir. Skeljungur á að greiða 450 milljónir. Sektir félagsins lækka um 650 milljónir þrátt fyrir að félagið fái engan afslátt enda þóttu forsvarsmenn þess ekki samvinnufúsir. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segist fagna niðurstöðunni í meginatriðum. Áfrýjunarnefndin staðfesti að vinnubrögð samkeppnisráðs hafi bæði verið eðlileg og vönduð. Þá taki nefndin einnig undir ákvarðanir samkeppnisráðs um ólögmætt samráð og einnig þá fullyrðingu að brotin verði alvarlegri eftir því sem líði á samráðstímabilið en það sé andstætt því sem félögin þrjú hafi fullyrt. Georg segir enn fremur að áfrýjunarnefndin taki undir þá aðferðafræði sem samkeppnisráð hafi notað við ákvörðun sektar en nefndin telji hins vegar að stofnunin hafi átt að taka meira tillit til þróunar efnahagsmála. Þá hafi sannanlegur ávinningur Skeljungs verið minni en samkeppnisráð hafi gert ráð fyrir. Georg segir að sektirnar hafi aldrei verið aðalatriði í málinu og hann geri ekki athugasemdir við 1500 milljóna króna sektir áfrýjunarnefndar. Samkeppnisráð taldi í sínum úrskurði að öll félögin bæru jafna ábyrgð á samráðinu og lagði því jafna sekt á alla en gaf svo ákveðinn afslátt. Á þetta fellst áfrýjunarnefndin ekki heldur leggur minni sekt á Skeljung þar sem framlegð fyrirtækisins jókst minnst á samráðstímanum. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segist ósáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar þótt það sé jákvætt að sektirnar lækki. Menn eigi ekki að vera að hælast um en forráðamönnum Skeljungs hafi þótt ósanngjarnt hvernig fjallað hafi verið um fyrirtækið á fyrri stigum málsins og það hafi verið látið líta svo út að félagið væri einhvers konar frumkvöðull eða aðalaðili í málinu. Sjónarmið Skeljungs séu þau að félagið hafi frekar verið keppinautur við hin félögin en að vera aðalgerandi í samstarfinu. Aðspurður hvort Skeljungur hafi ákveðið að skjóta málinu til dómstóla segir Gestur að það verði ekki gert fyrr en að vel athuguðu máli og málið sé flóknara en svo að forráðamenn félagsins treysti sér að meta það á dagsstund.
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira