Fleiri fréttir

Dómsmál til kjaraleiðrétting

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola.

Trúnaðarupplýsingar ræddar í dag

Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag. Stjórnarandstæðingar hafa ítrekað óskað eftir því að trúnaði verði aflétt á fundargerðum utanríkismálanefndar.

Sýknað af kröfu um laun

Hæstiréttur sýknaði í dag VSÓ ráðgjöf af rúmlega milljónar króna kröfu náttúrufræðings, vegna vinnu við matsskýrslu um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu. Áður hafði héraðsdómur komist að þveröfugri niðurstöðu.

Sakar stjórnvöld um sofandahátt

Sofandaháttur stjórnvalda hefur skapað gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur sem grefur undan samfélagsgerðinni, sagði formaður Samfylkingarinnar í umræðu á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Stjórnarliðar lýstu einnig áhyggjum af þróun mála.

Tólf ár að malbika til Ísafjarðar

Tólf til fjórtán ár tekur að setja bundið slitlag á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, sé miðað við samgönguáætlun stjórnvalda, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.

Tónlistarfólk segir já um kjörin

<font face="Helv"> Almennir félagsmenn Félags tónlistarkennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með 93,5 prósentum greiddra atkvæða. Félag íslenskra hljómlistarmanna samþykkti hann einnig með 92,7% greiddra atkvæða. </font>

Viðbúnaðarstigi aflétt

Viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum var aflétt undir kvöld í gær, en laust fyrir hádegi var hættuástandi aflétt á Bíldudal. Viðbúnaðarstigi var lýst á öllum Vestfjörðum á sunnudag en því aflétt um norðanverða firðina í fyrradag. Áfram verður fylgst með snjóalögum en mikil bráðnun hefur verið síðustu sólarhringa.

Norðurárdalslína komin í lag

Viðgerðarmönnum tókst að koma Norðurárdalslínu endanlega í lag rétt fyrir miðnætti þannig að allir raforkunotendur komust í samband. Rétt fyrir klukkan hálfátta í gærkvöldi rofnaði línan þegar verktaki var að sprengja í efnistökunámu vegna vegaframkvæmda rétt ofan við Munaðarnes.

Slökkvitækjum stolið úr göngum

Maður stal slökkvitækjum úr Vestfjarðagöngum um sexleytið í gær og komst undan. Vegfarandi, sem sá til hans á grænum fólksbíl, lét lögregluna vita og er þjófsins nú leitað. Lögreglan lítur þetta mjög alvarlegum augum þar sem slökkvitæki í jarðgöngum geta skipt sköpum ef eldur kviknar í bíl því það getur valdið snöggri hitamyndun og súrefnisskorti.

Borgarísjaki í Húnaflóa

Stór borgarísjaki, sem hefur verið á reki í Húnaflóa í nokkra daga, er nú strandaður neðan við bæinn Hvalsá við sunnanverðan Steingrímsfjörð á Ströndum og bráðnar nú ört. Hann var mjög tignarlegur fyrst þegar sást til hans og minnti helst á þau tígurlegu fjöll Drangaskörð við utanverðan flóann.

Gripnir með amfetamín og hass

Lögreglan á Akranesi gerði nokkuð magn fíkniefna upptækt þegar hún stöðvaði bifreið í nótt við umferðareftirlit. Í bifreiðinni voru þrír ungir menn og þótti hegðun þeirra einkennileg. Ákveðið var að skoða nánar hvað þarna var á ferð og var gerð lausleg leit á vettvangi. Fundust þá fjögur grömm af ætluðu amfetamíni sem einn þeirra hafði látið falla á jörðina.

Rétt að fá álit nefndar

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist að rétt hefði verið að fá álit utanríkismálanefndar vegna Íraksmálsins en vill ekkert fullyrða um lögbrot í því sambandi.

Fjármunir til reiðu í uppbyggingu

Tveir íslenskir sendifulltrúar á vegum Rauða kross Íslands eru á förum til hamfarasvæðanna við Indlandshaf til viðbótar þeim fimm sem fyrir eru á svæðinu. Verulegir fjármunir eru handbærir til uppbyggingarstarfs í framtíðinni.

Frestur fyrir símaskrá að renna út

Frestur til þess að breyta skráningu númera í símaskrá, rennur út næstkomandi mánudag. Þeim fjölgar stöðugt sem biðja um rautt x aftan við nafn sitt.

Engin viðskipti með bréf Flugleiða

Flugleiðir hafa sent frá sér fréttatilkynningu um að lokað hafi verið fyrir viðskipti með bréf í félaginu í Kauphöll Íslands vegna stjórnarfundar sem fram fór nú í hádeginu. Í kjöflarið hefur félagið boðað til blaðamannafundar kl. 14. Ekki fæst gefið upp hvert efni fundarins er.

Mótmæla sölu grunnnets Símans

Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum.

Borgarafundi frestað til kl. 21

Borgarafundi um jarðgöng milli lands og Eyja, sem halda átti í Vestmannaeyjum klukkan átta í kvöld, hefur verið frestað til klukkan níu. Frestunin er vegna leiks Íslands og Kúveits á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Túnis. Það er Árni Johnsen sem boðar til fundarins sem verður haldinn í Höllinni í Eyjum.

Gosminjar grafnar upp í Eyjum

Ákveðið hefur verið að byrja í vor að grafa upp gosminjar í Vestmannaeyjum. Ferðamálaráð hefur ákveðið að veita fimm milljóna króna styrk til verkefnisins sem gengur undir nafninu <em>Pompei norðursins</em>. Grafin verða upp nokkur hús sem standa undir vikurlagi og útbúið sýningarsvæði með upplýsingum um gosið.

Kortið gefur ekki rétta mynd

"Ég lít á þetta kort sem áróður. Hann getur í sjálfur sér verið réttur eða rangur en hann er fyrst og fremst pólitískur en ekki fræðilegur og það finnst mér einkenna þetta kort," segir Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, um Íslandskortið "Ísland örum skorið" en tíu náttúruverndarsamtök stóðu að útgáfu þess.

Þrír teknir með 160 grömm af hassi

Þrír menn voru handteknir með 160 grömm af hassi og nokkur grömm af amfetamíni við Hvalfjarðargöngin um tvöleytið aðfaranótt miðvikudags. Að sögn lögreglunnar á Akranesi þótti lögreglumönnum ástæða til að stöðva bílinn þegar hann kom úr göngunum og við leit í honum fundust fíkniefnin en talið er að þau hafi verið ætluð til sölu.

Sigldi trillu drukkinn

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir að sigla trillu undir áhrifum áfengis við Árskógsströnd á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík barst henni tilkynning um klukkan 17.30 um einkennilega siglingu trillu úti fyrir ströndinni.

Ofbeldismenn yfirgefi heimilið

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp til laga á Alþingi um að auka heimildir lögreglu til að vísa manni af heimili sínu ef hann beitir eða hótar öðru heimilisfólki ofbeldi í gær.

Rúm hálf milljón manna fær aðstoð

Hjálparstarf Rauða krossins hefur nú náð til fleiri en 500,000 manna í þeim löndum sem urðu illa úti í flóðbylgjunni í desember.

Trassa að tilkynna aukaverkanir

Íslenskir læknar standa sig ekki í að tilkynna aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra. Aðeins þrjár tilkynningar bárust um hið illræmda Vioxx-gigtarlyf á árunum 2000 til 2004. </font /></b />

Nær 500 milljónir vegna Vioxx

Íslendingar notuðu gríðarlega mikið af svokölluðum coxhib-lyfjum á árunum 2000 - 2004, samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Verðhækkanir komu á óvart

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að fullyrt hafi verið á þingi að raforkuverð myndi ekki hækka svo nokkru næmi. Nú sé annað að koma í ljós. Þingmaður Frjálslyndra segir hækkanir allt að 75 prósent. </font /></b />

Vísað úr landi vegna aldurs

Jórdaninn Said Hasan uppfyllti ekki skilyrði til að fá dvalarleyfi hér á landi, að sögn Hildar Dungal, setts forstjóra Útlendingastofnunar. Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að vísa honum úr landi. Maðurinn á að auki barn hér á landi.

Fasteignaverð hækkar áfram

Þess má vænta að fasteignaverð eigi eftir að hækka nokkru meira á næstunni samkvæmt endurskoðaðri efnahagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2005 til 2010. Búist er við því að verðið hækki þar til að framboð á nýju húsnæði jafnast á við eftirspurn.

Geti sett á sölubann á veiðibráð

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu er sagt að í frumvarpinu sé lagt til að umhverfisráðherra verði heimilt að takmarka veiðar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og að ráðherra geti við tilteknar aðstæður bannað sölu á veiðibráð.

Fólk ætti að fá að brugga

Leyfa verður fólki að framleiða léttvín og líkjöra, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á þingfundi Alþingis í gær.

Mengunarkvótar skapa skriffinsku

Ekki er ástæða til að setja mengunarkvóta á losunarheimildir fyrirtækja á innanlandsmarkaði, sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra á þingfundi Alþingis í gær.

Starfsfólki Landmælinga fækkar

Landmælingum Íslands verður úthlutað fjórtán milljónum til uppfærslu stafrænna landakorta sinna. Það er sextán milljónum minna en í fyrra.

Nægir kvótar til að menga

Lítil hætta er á að farið verði fram úr heimildum Kyoto-bókunarinnar á losun gróðurhúsalofttegunda á fyrsta skuldbindingartímabilinu frá 2008 til 2012. 

Eiturefni utan við hús í Síðumúla

Kútar og gámar með hættulegum og eldfimum efnum standa fyrir utan fyrirtæki við Síðumúla 35 þar sem hver sem er getur nálgast þau. Nágrannar hafa ítrekað kvartað og bæði Eldvarnareftirlitið og heilbrigðisyfirvöld hafa haft afskipti af eigendunum.

Rannsókn við Kárahnjúka enn ólokið

Lögreglurannsókn á banaslysi í mars í fyrra við Kárahnjúka er enn ólokið. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir með réttarstöðu grunaðra. Lögregluyfirvöld fyrir austan sendu málið til ríkissaksóknara í október en fengu það endursent þar sem ýmsum spurningum þótti ósvarað.

Á listann fyrir ríkisstjórnarfund

Ísland var komið á lista hinna viljugu áður en ríkisstjórnarfundur var haldinn þann 18. mars 2003. Forsætisráðherra sagði í yfirlýsingu á dögunum að ákvörðun um að styðja innrásina hefði verið tekin í kjölfar fundarins.

Kannast ekki við kostnaðaráætlun

Verktakafyrirtækið NCC þvær hendur sínar af Árna Johnsen og fullyrðingum hans um að fyrirtækið telji kostnað við jarðgöng til Vestmannaeyja aðeins helminginn af því sem Vegagerðin áætlaði.

Leyniþjónusta á Íslandi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra staðfesti á Alþingi í dag að öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi færi fram á vegum Ríkislögreglustjóra og sagði að umfang hennar hefði aukist í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001.

Brennisteinn fluttur út á 14. öld

Umfangsmikil vinnsla á brennisteini var stunduð að Gásum í Eyjafirði á 14. öld. Þetta sýna fornleifarannsóknir sem þar standa yfir og eru þetta því elstu minjar um iðnað á Íslandi. Brennisteinninn var einkum seldur í byssupúður og virðast Íslendingar því snemma hafa tengst hergagnaframleiðslu.

Verkamenn borga fyrir yfirvinnu

Jón Ólafur Jónsson og Jóhann Valgeir Jónsson, fyrrum starfsmenn Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, fullyrða að yfirmaður hjá Impregilo hafi krafið þá um greiðslu fyrir að fá að vinna um helgar.

Tekinn með hass í Svíþjóð

24 ára Íslendingur var tekinn með tvö kíló af hassi í Malmö í Svíþjóð á þriðjudaginn í síðustu viku. Hann var að koma frá Danmörku þegar hann var tekinn með hassið falið í bíl sínum. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og er hann enn í haldi sænsku lögreglunnar.

Tímamótajafnréttisdómur

Nýjasti dómur Hæstaréttar í máli gegn Akureyrarbæ er varðar mismunun vegna kynbundins launamunar markar tímamót. Þetta segir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður.

Dómur áhrif á gerð kjarasamninga

Hæstaréttarlögmaður segir að nýjasti Akureyrardómurinn gæti haft áhrif á gerð kjarasamninga háskólastétta. Hefðbundnar kvennastéttir gætu leitað eftir því að bera sig saman við hefðbundin karlastörf líkt og gert var í dómnum. Framkvæmdastjóri BHM vill hærri laun í kvennastéttum. </font /></b />

Snjóflóðahættan enn til staðar

Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum en á norðanverðum fjörðunum hefur því verið aflétt. Fjögur íbúðarhús voru rýmd á Bíldudal í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu en þar hafa hús ekki áður verið rýmd í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir