Fleiri fréttir Ófært frá Reykhólum og í Flókalund Flughált er í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu að sögn Vegagerðarinnar. Ófært er frá Reykhólum og í Flókalund vegna snjóflóða og flughált er á Breiðdalsheiði. Öxi er ófær. 25.1.2005 00:01 Unnið að Vatnajökulsþjóðgarði Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að unnið verði að undirbúningi að því að fella landssvæði norðan Vatnajökuls inn í framtíðar Vatnajökulsþjóðgarð í samráði við heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Áætlað er að þjóðgarðurinnn geti skilað allt að 1,5 milljarði króna í auknum gjaldeyristekjum á hverju ári. 25.1.2005 00:01 Andlátið rakið til vanrækslu Maður á níræðisaldri, sem lést á vistheimilinu Hrafnistu eftir höfuðhögg á síðasta ári, fékk ekki þá meðferð og umönnun sem ætlast er af heilbrigðisstarfsfólki. Þetta kemur fram í álit Landlæknis. 25.1.2005 00:01 Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. 25.1.2005 00:01 Þróunarhjálp í stað öryggisráðsins Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það geti verið allt eins skynsamlegt að verja meiri fjármunum til þróunarhjálpar í stað þess að eyða allt að milljarði til að reyna að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. 25.1.2005 00:01 Óeðlileg yfirlýsing Gylfa Þingflokkur Frjálslynda flokksins telur óeðlilegt að forsvarsmenn samtaka launamanna lýsi því yfir að einn forystumaður í stjórnmálaflokki sé öðrum fremri, eins og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, kaus að gera. Gylfi sagði stuðning verkalýðshreyfingarinnar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ótvíræðan. 25.1.2005 00:01 2 sækja um hjá Útlendingastofnun Tveir sóttu um embætti forstjóra Útlendingastofnunar en umsóknarfrestur rann út þann 22. janúar. Umsækjendur eru Hildur Dungal lögfræðingur og Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur. Ekki liggur fyrir hjá dómsmálaráðuneytinu hvenær skipað verður í embættið. 25.1.2005 00:01 Niðurstöðurnar liggi fyrir í haust Þingmenn Suðurkjördæmis samþykktu á fundi sínum á dögunum að tryggja 20 milljónir króna til jarðfræðirannsókna hvort mögulegt sé að gera jarðgöng milli Vestmannaeyja og Landeyja. Rannsóknirnar skulu fara fram sem fyrst og niðurstöður þeirra liggi fyrir ekki síðar en næsta haust. Í tilkynningu segir að niðurstöður þeirra skuli vera eign íslenska ríkisins. 25.1.2005 00:01 Dómur fyrir kannabisræktun Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta og hafa í sinni vörslu um 180 kannabisplöntur í kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Á heimili mannsins fundust tólf plöntur til viðbótar, fræ og lauf. 25.1.2005 00:01 Margoft bent á loftlagshlýnun "Fræðimenn hafa bent á það lengi að þegar hlýnun kemst á ákveðið stig mun það kerfi halda áfram óháð aðgerðum og það er því svo sem ekkert nýtt í þessu hvað það varðar," segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, um fréttir af nýútkominni skýrslu um loftslagshlýnun og afleiðingar þeirra. 25.1.2005 00:01 Flughált í Árnessýslu Flughált er í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu og á Breiðdalsheiði. Ófært er um Öxi. Að öðru leyti er sæmileg færð á vegum en víða eru hálkublettir. 25.1.2005 00:01 Lögreglurannsókn dauðsfalls í bið Lögreglan í Reykjavík bíður nú formlegrar álitsgerðar frá Landlæknisembættinu um dauðsfall aldraðs manns á Hrafnistu, áður en tekin verður afstaða til þess hvort lögreglurannsókn fer fram, að sögn Egils Stephensen saksóknara hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. 25.1.2005 00:01 Meðalaldur frumbyrja hækkar Meðalaldur mæðra hefur farið stighækkandi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Hann hefur hækkað um 2,2 ár á tímabilinu 1963-2003, miðað við öll fædd börn, en um 4,2 ár sé eingöngu miðað við frumburði. 25.1.2005 00:01 Ríkið sýknað af kröfu Ástþórs Íslenska ríkið var sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Ástþórs Magnússonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástþór höfðaði málið vegna handtöku árið 2002. Hann var handtekinn vegna töluvpósts sem sendur var víða í nafni Friðar 2000 en þar sagði frá rökstuddum grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél. 25.1.2005 00:01 Fjöldi ábendinga um svart vinnuafl Samiðn hefur borist "aragrúi ábendinga og upplýsinga um ólöglegt vinnuafl" í byggingariðnaði hér, að sögn formanns sambandsins. Lögreglan í Reykjavík og Útlendingastofnun hafa leitar eftir samstarfi við Samiðn um málið. </font /></b /> 25.1.2005 00:01 Leyfi fyrir 24 Kínverja Impregilo fær á morgun atvinnuleyfi fyrir 24 Kínverja samkvæmt ákvörðun Vinnumálastofnunar. Alls verður gefið út 61 nýtt atvinnuleyfi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. 25.1.2005 00:01 Atvinnuleysi mun minnka Fjármálaráðuneytið spáir að atvinnuleysi minnki í rúmlega 2% á komandi misserum og að hagvöxtur verði 5,5%, eða 0,5% meira en spáð var í haust. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ráðuneytisins, „Úr þjóðarbúskapnum“, sem birt var í dag. 25.1.2005 00:01 Ráðuneyti bíður svars frá Kópavogi "Umsögn borgarstjóra við beiðninni var send Kópavogsbæ og yfirvöldum þar gefið tækifæri til að bregðast við röksemdum borgarinnar. Við búmst við svörum innan tveggja vikna og tökum efnislega afstöðu í framhaldinu," segir Pétur Örn Sigurðsson, lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu, um lögnámsbeiðni Kópavogsbæjar á landi í Vatnsendakrika. 25.1.2005 00:01 Haförninn á batavegi Ungur haförn sem verið hefur í gjörgæslu Húsdýragarðsins er óðum að fá bata en hann fór úr lið eftir að hafa flogið á rafmagnslínu í Þingvallasveit. Assan er hin glæsilegasta. 25.1.2005 00:01 Gefur út 61 atvinnuleyfi Vinnumálastofnun gefur í dag út 61 nýtt atvinnuleyfi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa hér. 24 þeirra eru fyrir Kínverja Impregilo. 25.1.2005 00:01 Heilbrigðisvottorða krafist EES borgarar hafa forgang að vinnu hér, heilbrigðisvottorða verður krafist með umsókninni og reglugerð flýtt. Þannig bregst félagsmálaráðherra við gagnrýni ASÍ á Impregilo og atvinnuleyfin. </font /></b /> 25.1.2005 00:01 Máttum giftast en ekki búa saman Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, 23ja ára Jórdaníumanns, hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Hasan úr landi og banna honum að koma aftur hingað, bæði til Útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins. </font /></b /> 25.1.2005 00:01 Samkeppni um starfsfólk að aukast Björgólfur Jóhannsson, forstóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, telur að samkeppni um starfsfólk sé að aukast á svæðinu. 25.1.2005 00:01 Steypuvinna í mars eða apríl Trevor Adams, verkefnisstjóri Alcoa, býst við að steypuvinna við álverið í Reyðarfirði hefjist í mars eða apríl. 25.1.2005 00:01 Bylting á Egilsstöðum Fasteignaverð hefur snarhækkað og verðmyndunin er orðin eðlileg. Menn geta nú byggt á Austurlandi án þess að tapa. Fasteignaverðið hefur ekki enn náð toppi. </font /></b /> 25.1.2005 00:01 Pólitísk endalok Ingibjargar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. 25.1.2005 00:01 Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög Eftirlaunafrumvarpið er ekki eina lagasetningin sem hefur verið samþykkt á Alþingi og reynst gölluð eftir á. Ríkisstjórnin hefur tapað þó nokkrum fjölda mála fyrir dómstólum er varða nýsamþykkt lög. Stjórnarþingmaður segir að Alþingi verði að vanda sig betur. 25.1.2005 00:01 Grafið undan embætti umboðsmanns Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnvöld og sérstaklega dómsmálaráðherra hafi með ummælum sínum grafið undan embætti Umboðsmanns Alþingis og virðingu þess. 25.1.2005 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður undirbúinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hafinn yrði undirbúningur Vatnajökulsþjóðgarðs. Stefnt er að hann nái yfir 10.600 ferkílómetra. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir undirbúningsvinnu hefjast strax. 25.1.2005 00:01 Grjóthörð láglaunapólitík Almennir starfsmenn Hafnarfjarðar vilja að bærinn taki upp sjálfstæða launastefnu gagnvart þeim og hætti að láta launanefnd sveitarfélaganna semja um kjör þeirra á milli. 25.1.2005 00:01 Hundruð flytja á laugaveginn Tvö byggingarfyrirtæki hafa keypt upp fjölda lóða í miðbænum. Fimmtán þúsund fermetra húsnæði rís milli Laugavegar og Hverfisgötu. Búist er við mikilli fjölgun íbúa í miðbænum. Frábær þróun, segir verslunareigandi. </font /></b /> 25.1.2005 00:01 Stjórnin grípur til aðgerða Vinnumálastofnun gaf í dag út 61 atvinnuleyfi, meðal annars til 24 Kínverja. Ríkisstjórnin ætlar að grípa til aðgerða vegna erlendra starfsmanna á vinnumarkaði í kjölfar greinargerðar ASÍ um ítalska verktakafyrirtækið Impreglio. 25.1.2005 00:01 Afhendir ekki minnisblöð Stjórnarandstaðan krafði forsætisráðherra svara við því á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld hefðu leyft aðgang að lofthelgi og flugvelli vegna innrásar í Írak, þremur vikum áður en nafn Íslands var birt á lista yfir hinar viljugu þjóðir. Utanríkisráðuneytið vill ekki veita aðgang að minnisblöðum vegna þessa þar sem um sé að ræða samskipti við erlent ríki. 25.1.2005 00:01 Fornleifafundur án fordæmis Hvers vegna var tvítug stúlka að flækjast uppi á heiði um árið 920 - með fimm hundruð dýrmætar perlur í fórum sínum? Þessu reyna fornleifafræðingar að komast að. Jarðneskar leifar stúlkunnar eru nú á Þjóðminjasafninu, ásamt perlunum, en fundur þeirra er algjört einsdæmi. 25.1.2005 00:01 50 metra há viðbygging Á næstunni hefjast framkvæmdir við að hækka Grand Hótel í Reykjavík um eina hæð - en það er aðeins byrjunin. Fimmtíu metra há viðbygging mun rísa í haust en það er um tveir þriðju af stærð Hallgrímskirkjuturns. 25.1.2005 00:01 Kókaínkafteinn slapp létt Ómar Örvarsson, stýrimaður á Hauki ÍS, var í gær dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir ræktun á 190 kannabisplöntum. Fullyrt er í dómsorði að Ómar hafi ekki áður gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöf, jafnvel þó hann hafi verið tekinn með 14 kíló af kókaíni árið 1997. 25.1.2005 00:01 Dómsmálaráðherra skilur ekki ást <font face="Times New Roman"> Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, sem vísað var úr landi vegna aldurs um helgina, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra harðlega fyrir að svipta sig öllul sig skiptir máli í lífinu. </font> 25.1.2005 00:01 Rannsókn á lokastigi Rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára, sem staðið hefur yfir síðan í mars á síðasta ári, er á lokastigi að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. 25.1.2005 00:01 Fékk sjö mánaða skilorð Skipstjórinn í ferð Hauks ÍS til Þýskalands þar sem tveir skipverjanna voru handteknir fyrir tilraun til fíkniefnasmygls var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun kannabisplantna. 25.1.2005 00:01 Braut gegn valdstjórninni Maður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi í andlitið á Kaffi Austurstræti í mars í fyrra. 25.1.2005 00:01 Stal bók og geisladiskum Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað og skjalafals. Maðurinn stal tveimur geisladiskum og einni bók úr verslunum auk þess sem hann framvísaði fölsuðum lyfseðli. 25.1.2005 00:01 Býður nýbúa velkomna Mjóafjarðarhreppur ætlar að slást í hóp með þeim sem fjölga vilja íbúum í fjórðungnum í kjölfar stóriðju- og virkjunarframkvæmda. 25.1.2005 00:01 Vill fund Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni, skýrði frá því á Alþingi í gær að hann hefði beðið formann utanríkismálanefndar um að halda fund í nefndinni fyrir hvatningu forsætisráðherra. 25.1.2005 00:01 Gaf leyfi til yfirflugs Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að veitt hefði verið leyfi til yfirflugs yfir Ísland þremur vikum áður en ráðist var inn í Írak. Hann segir þetta ekki hafa verið stuðning við stríð. 25.1.2005 00:01 Hættustigi aflýst á Bíldudal Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný. 25.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ófært frá Reykhólum og í Flókalund Flughált er í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu að sögn Vegagerðarinnar. Ófært er frá Reykhólum og í Flókalund vegna snjóflóða og flughált er á Breiðdalsheiði. Öxi er ófær. 25.1.2005 00:01
Unnið að Vatnajökulsþjóðgarði Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að unnið verði að undirbúningi að því að fella landssvæði norðan Vatnajökuls inn í framtíðar Vatnajökulsþjóðgarð í samráði við heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Áætlað er að þjóðgarðurinnn geti skilað allt að 1,5 milljarði króna í auknum gjaldeyristekjum á hverju ári. 25.1.2005 00:01
Andlátið rakið til vanrækslu Maður á níræðisaldri, sem lést á vistheimilinu Hrafnistu eftir höfuðhögg á síðasta ári, fékk ekki þá meðferð og umönnun sem ætlast er af heilbrigðisstarfsfólki. Þetta kemur fram í álit Landlæknis. 25.1.2005 00:01
Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. 25.1.2005 00:01
Þróunarhjálp í stað öryggisráðsins Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það geti verið allt eins skynsamlegt að verja meiri fjármunum til þróunarhjálpar í stað þess að eyða allt að milljarði til að reyna að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. 25.1.2005 00:01
Óeðlileg yfirlýsing Gylfa Þingflokkur Frjálslynda flokksins telur óeðlilegt að forsvarsmenn samtaka launamanna lýsi því yfir að einn forystumaður í stjórnmálaflokki sé öðrum fremri, eins og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, kaus að gera. Gylfi sagði stuðning verkalýðshreyfingarinnar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ótvíræðan. 25.1.2005 00:01
2 sækja um hjá Útlendingastofnun Tveir sóttu um embætti forstjóra Útlendingastofnunar en umsóknarfrestur rann út þann 22. janúar. Umsækjendur eru Hildur Dungal lögfræðingur og Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur. Ekki liggur fyrir hjá dómsmálaráðuneytinu hvenær skipað verður í embættið. 25.1.2005 00:01
Niðurstöðurnar liggi fyrir í haust Þingmenn Suðurkjördæmis samþykktu á fundi sínum á dögunum að tryggja 20 milljónir króna til jarðfræðirannsókna hvort mögulegt sé að gera jarðgöng milli Vestmannaeyja og Landeyja. Rannsóknirnar skulu fara fram sem fyrst og niðurstöður þeirra liggi fyrir ekki síðar en næsta haust. Í tilkynningu segir að niðurstöður þeirra skuli vera eign íslenska ríkisins. 25.1.2005 00:01
Dómur fyrir kannabisræktun Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta og hafa í sinni vörslu um 180 kannabisplöntur í kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Á heimili mannsins fundust tólf plöntur til viðbótar, fræ og lauf. 25.1.2005 00:01
Margoft bent á loftlagshlýnun "Fræðimenn hafa bent á það lengi að þegar hlýnun kemst á ákveðið stig mun það kerfi halda áfram óháð aðgerðum og það er því svo sem ekkert nýtt í þessu hvað það varðar," segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, um fréttir af nýútkominni skýrslu um loftslagshlýnun og afleiðingar þeirra. 25.1.2005 00:01
Flughált í Árnessýslu Flughált er í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu og á Breiðdalsheiði. Ófært er um Öxi. Að öðru leyti er sæmileg færð á vegum en víða eru hálkublettir. 25.1.2005 00:01
Lögreglurannsókn dauðsfalls í bið Lögreglan í Reykjavík bíður nú formlegrar álitsgerðar frá Landlæknisembættinu um dauðsfall aldraðs manns á Hrafnistu, áður en tekin verður afstaða til þess hvort lögreglurannsókn fer fram, að sögn Egils Stephensen saksóknara hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. 25.1.2005 00:01
Meðalaldur frumbyrja hækkar Meðalaldur mæðra hefur farið stighækkandi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Hann hefur hækkað um 2,2 ár á tímabilinu 1963-2003, miðað við öll fædd börn, en um 4,2 ár sé eingöngu miðað við frumburði. 25.1.2005 00:01
Ríkið sýknað af kröfu Ástþórs Íslenska ríkið var sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Ástþórs Magnússonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástþór höfðaði málið vegna handtöku árið 2002. Hann var handtekinn vegna töluvpósts sem sendur var víða í nafni Friðar 2000 en þar sagði frá rökstuddum grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél. 25.1.2005 00:01
Fjöldi ábendinga um svart vinnuafl Samiðn hefur borist "aragrúi ábendinga og upplýsinga um ólöglegt vinnuafl" í byggingariðnaði hér, að sögn formanns sambandsins. Lögreglan í Reykjavík og Útlendingastofnun hafa leitar eftir samstarfi við Samiðn um málið. </font /></b /> 25.1.2005 00:01
Leyfi fyrir 24 Kínverja Impregilo fær á morgun atvinnuleyfi fyrir 24 Kínverja samkvæmt ákvörðun Vinnumálastofnunar. Alls verður gefið út 61 nýtt atvinnuleyfi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. 25.1.2005 00:01
Atvinnuleysi mun minnka Fjármálaráðuneytið spáir að atvinnuleysi minnki í rúmlega 2% á komandi misserum og að hagvöxtur verði 5,5%, eða 0,5% meira en spáð var í haust. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ráðuneytisins, „Úr þjóðarbúskapnum“, sem birt var í dag. 25.1.2005 00:01
Ráðuneyti bíður svars frá Kópavogi "Umsögn borgarstjóra við beiðninni var send Kópavogsbæ og yfirvöldum þar gefið tækifæri til að bregðast við röksemdum borgarinnar. Við búmst við svörum innan tveggja vikna og tökum efnislega afstöðu í framhaldinu," segir Pétur Örn Sigurðsson, lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu, um lögnámsbeiðni Kópavogsbæjar á landi í Vatnsendakrika. 25.1.2005 00:01
Haförninn á batavegi Ungur haförn sem verið hefur í gjörgæslu Húsdýragarðsins er óðum að fá bata en hann fór úr lið eftir að hafa flogið á rafmagnslínu í Þingvallasveit. Assan er hin glæsilegasta. 25.1.2005 00:01
Gefur út 61 atvinnuleyfi Vinnumálastofnun gefur í dag út 61 nýtt atvinnuleyfi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa hér. 24 þeirra eru fyrir Kínverja Impregilo. 25.1.2005 00:01
Heilbrigðisvottorða krafist EES borgarar hafa forgang að vinnu hér, heilbrigðisvottorða verður krafist með umsókninni og reglugerð flýtt. Þannig bregst félagsmálaráðherra við gagnrýni ASÍ á Impregilo og atvinnuleyfin. </font /></b /> 25.1.2005 00:01
Máttum giftast en ekki búa saman Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, 23ja ára Jórdaníumanns, hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Hasan úr landi og banna honum að koma aftur hingað, bæði til Útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins. </font /></b /> 25.1.2005 00:01
Samkeppni um starfsfólk að aukast Björgólfur Jóhannsson, forstóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, telur að samkeppni um starfsfólk sé að aukast á svæðinu. 25.1.2005 00:01
Steypuvinna í mars eða apríl Trevor Adams, verkefnisstjóri Alcoa, býst við að steypuvinna við álverið í Reyðarfirði hefjist í mars eða apríl. 25.1.2005 00:01
Bylting á Egilsstöðum Fasteignaverð hefur snarhækkað og verðmyndunin er orðin eðlileg. Menn geta nú byggt á Austurlandi án þess að tapa. Fasteignaverðið hefur ekki enn náð toppi. </font /></b /> 25.1.2005 00:01
Pólitísk endalok Ingibjargar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. 25.1.2005 00:01
Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög Eftirlaunafrumvarpið er ekki eina lagasetningin sem hefur verið samþykkt á Alþingi og reynst gölluð eftir á. Ríkisstjórnin hefur tapað þó nokkrum fjölda mála fyrir dómstólum er varða nýsamþykkt lög. Stjórnarþingmaður segir að Alþingi verði að vanda sig betur. 25.1.2005 00:01
Grafið undan embætti umboðsmanns Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnvöld og sérstaklega dómsmálaráðherra hafi með ummælum sínum grafið undan embætti Umboðsmanns Alþingis og virðingu þess. 25.1.2005 00:01
Vatnajökulsþjóðgarður undirbúinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hafinn yrði undirbúningur Vatnajökulsþjóðgarðs. Stefnt er að hann nái yfir 10.600 ferkílómetra. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir undirbúningsvinnu hefjast strax. 25.1.2005 00:01
Grjóthörð láglaunapólitík Almennir starfsmenn Hafnarfjarðar vilja að bærinn taki upp sjálfstæða launastefnu gagnvart þeim og hætti að láta launanefnd sveitarfélaganna semja um kjör þeirra á milli. 25.1.2005 00:01
Hundruð flytja á laugaveginn Tvö byggingarfyrirtæki hafa keypt upp fjölda lóða í miðbænum. Fimmtán þúsund fermetra húsnæði rís milli Laugavegar og Hverfisgötu. Búist er við mikilli fjölgun íbúa í miðbænum. Frábær þróun, segir verslunareigandi. </font /></b /> 25.1.2005 00:01
Stjórnin grípur til aðgerða Vinnumálastofnun gaf í dag út 61 atvinnuleyfi, meðal annars til 24 Kínverja. Ríkisstjórnin ætlar að grípa til aðgerða vegna erlendra starfsmanna á vinnumarkaði í kjölfar greinargerðar ASÍ um ítalska verktakafyrirtækið Impreglio. 25.1.2005 00:01
Afhendir ekki minnisblöð Stjórnarandstaðan krafði forsætisráðherra svara við því á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld hefðu leyft aðgang að lofthelgi og flugvelli vegna innrásar í Írak, þremur vikum áður en nafn Íslands var birt á lista yfir hinar viljugu þjóðir. Utanríkisráðuneytið vill ekki veita aðgang að minnisblöðum vegna þessa þar sem um sé að ræða samskipti við erlent ríki. 25.1.2005 00:01
Fornleifafundur án fordæmis Hvers vegna var tvítug stúlka að flækjast uppi á heiði um árið 920 - með fimm hundruð dýrmætar perlur í fórum sínum? Þessu reyna fornleifafræðingar að komast að. Jarðneskar leifar stúlkunnar eru nú á Þjóðminjasafninu, ásamt perlunum, en fundur þeirra er algjört einsdæmi. 25.1.2005 00:01
50 metra há viðbygging Á næstunni hefjast framkvæmdir við að hækka Grand Hótel í Reykjavík um eina hæð - en það er aðeins byrjunin. Fimmtíu metra há viðbygging mun rísa í haust en það er um tveir þriðju af stærð Hallgrímskirkjuturns. 25.1.2005 00:01
Kókaínkafteinn slapp létt Ómar Örvarsson, stýrimaður á Hauki ÍS, var í gær dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir ræktun á 190 kannabisplöntum. Fullyrt er í dómsorði að Ómar hafi ekki áður gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöf, jafnvel þó hann hafi verið tekinn með 14 kíló af kókaíni árið 1997. 25.1.2005 00:01
Dómsmálaráðherra skilur ekki ást <font face="Times New Roman"> Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, sem vísað var úr landi vegna aldurs um helgina, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra harðlega fyrir að svipta sig öllul sig skiptir máli í lífinu. </font> 25.1.2005 00:01
Rannsókn á lokastigi Rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára, sem staðið hefur yfir síðan í mars á síðasta ári, er á lokastigi að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. 25.1.2005 00:01
Fékk sjö mánaða skilorð Skipstjórinn í ferð Hauks ÍS til Þýskalands þar sem tveir skipverjanna voru handteknir fyrir tilraun til fíkniefnasmygls var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun kannabisplantna. 25.1.2005 00:01
Braut gegn valdstjórninni Maður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi í andlitið á Kaffi Austurstræti í mars í fyrra. 25.1.2005 00:01
Stal bók og geisladiskum Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað og skjalafals. Maðurinn stal tveimur geisladiskum og einni bók úr verslunum auk þess sem hann framvísaði fölsuðum lyfseðli. 25.1.2005 00:01
Býður nýbúa velkomna Mjóafjarðarhreppur ætlar að slást í hóp með þeim sem fjölga vilja íbúum í fjórðungnum í kjölfar stóriðju- og virkjunarframkvæmda. 25.1.2005 00:01
Vill fund Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni, skýrði frá því á Alþingi í gær að hann hefði beðið formann utanríkismálanefndar um að halda fund í nefndinni fyrir hvatningu forsætisráðherra. 25.1.2005 00:01
Gaf leyfi til yfirflugs Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að veitt hefði verið leyfi til yfirflugs yfir Ísland þremur vikum áður en ráðist var inn í Írak. Hann segir þetta ekki hafa verið stuðning við stríð. 25.1.2005 00:01
Hættustigi aflýst á Bíldudal Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný. 25.1.2005 00:01