Innlent

Dómsmálaráðherra skilur ekki ást

Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, sem vísað var úr landi vegna aldurs um helgina, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra harðlega fyrir að svipta sig öllu sem skiptir máli í lífinu. "Ég hef svo sem engan áhuga á að rífast við Björn, fyrir honum er þetta einhver pólitík en fyrir mér snýst þetta um mannréttindi og það að fá að hafa manninn minn hjá mér. Hvernig er hægt að ætlast til að menn sem hugsa eins og þessi dómsmálaráðherra geti skilið það," segir Ásthildur. Í frétt DV af málinu í gær var haft eftir Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, að frásögn Ásthildar af samskiptum þeirra tveggja á fundi um málefni manns hennar í dómsmálaráðuneytinu væri röng í öllum meginatriðum. Ásthildur hafði sakað Björn um sinnuleysi í garð þeirra hjóna þegar þau leituðu til hans eftir að Útlendingastofnun hafði úrskurðað að hann fengi ekki dvalarleyfi hér á landi. "Ég skil satt best að segja ekki af hverju maðurinn sakar mig um að ljúga. Afhverju ætti ég að gera það, ég hef misst það sem skiptir mig máli og um það snýst málið," segir Ásthildur. Áfram er fjallað um málið í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×