Innlent

Bruni í Ólafsvík

Frystihúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í nótt og er tjón metið á vel yfir hundrað milljónir króna. Tilkynning um eld í austurhluta hússins barst um hálf tvö í nótt en þegar slökkvilið kom á staðinn logaði mikill eldur í húsinu og breiddist hann hratt út. Enn logar í glæðum en húsið er talið ónýtt. Það var ellefu hundruð fermetra stórt staðsett utan við bæinn, í raun mitt á milli Ólafsvíkur og Hellissands. 25 manns störfuðu í húsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×