Innlent

Ritstjóraskipti á Fréttablaðinu

Kári Jónasson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins - hljóðvarps, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Kári hefur starfað á fréttastofu Ríkisútvarpsins í 31 ár og verið fréttastjóri undanfarin sautján ár. Áður en Kári hóf störf á Ríkisútvarpinu hafði hann starfað sem blaðamaður um nokkurra ára skeið. Kári tekur við af Gunnari Smára Egilssyni 1. nóvember. Gunnar Smári sem verið hefur verið ritstjóri Fréttablaðsins og útgefandi Fréttar ehf. frá upphafi verður eftir 1. nóvember úgefandi Fréttar ehf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×