Fleiri fréttir

Krían sækir í flugvöllinn

Síðsumars sækir krían meira í flugvöllinn í Grímsey með þeim afleiðingum að stundum verða árekstrar fugla og flugvéla í aðflugi. Flugmálastjórn segir reynt að fæla fugl með óhljóðum en hann venjist þeim jafnharðan.

Ólafar enn leitað

Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, þrítug kona sem ekki hefur sést síðan á föstudagskvöld, hefur ekki enn komið fram. Síðast er vitað um ferðir Ólafar við Gullfoss. Ekki hefur ennþá verið ákveðið að hefja formlega leit að Ólöfu en víðtæk eftirgrennslan lögreglu er í gangi.

Sáttagreiðsla upp á tæpan milljarð

Hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software í Noregi, sem Íslendingurinn Jón S. von Tetzchner stýrir, fékk greiddar á árinu rúmlega 900 milljónir króna í sáttagreiðslu í dómsmáli. Ekki fást nánari upplýsingar um tilurð greiðslunnar, en ákvæði sáttarinnar komi í veg fyrir að fyrirtækið tjái sig frekar um málið.

Áfram mjög hlýtt

Áfram verður mjög hlýtt loft yfir landinu þrátt fyrir að heldur fari að draga úr hlýindunum, fyrst vestast á landinu. Á sunnudag er gert ráð fyrir svalara veðri og auknum líkum á skúrum. Veðurblíðan síðustu daga einsdæmi, segir veðurfræðingur.

Ekki árás Valhallar

Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ekkert hæft í ásökunum Gunnars I. Birgissonar, flokksfélaga síns í Kópavogi, um að höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar um land Reykjavíkurborgar sé árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi. Hann segir afstöðu sjálfstæðismanna í borgarráði byggjast á faglegri umsögn borgarlögmanns.

Skattadeilur hjá stjórnarflokkum?

Sjálfsstæðismenn eru reiðubúnir að lækka tekjuskatt um meira en fjögur prósent á kjörtímabilinu eða meira en kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Líklegt er að deilt verði um þessi mál á stjórnarheimilinu í haust en eins og fréttastofan komst að hafa þingmenn ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að útfæra loforð um skattalækkanir.

Fjölmörg atriði á Menningarnótt

Heilgrillað naut, tilfinningaþrungið torg og bongótrommu-maraþon er meðal fjölmargra atriða sem boðið verður upp á á menningarnótt eftir rúma viku. Stjórn menningarnætur var í sumarskapi þegar hún bauð til blaðamannafundar í blíðviðrinu í dag en laugardaginn 21. ágúst verður hátíðin haldin hátíðleg í níunda skipti.

Skaðvaldsskiltið fært

Talsvert minni líkur eru nú á því en áður að þeir sem eiga leið um Hálsabraut, skemmi bílinn sinn. Á mótum Krókháls og Hálsabrautar hefur staðið akreinaskilti undanfarin ár sem hefur líklega eyðilagt bíla fyrir margar milljónir króna eins og Stöð 2 greindi frá á dögunum. Úr þessu var hins vegar bætt í gær þegar skiltið var fært u.þ.b. einum metra aftar. 

Harlem Sophisticate í Loftkastala

Andi svartra tónlistarmanna svífur yfir vötnum í Loftkastalanum en á morgun verður söngskemmtunin Harlem Sophisticate frumsýnd þar. Fjöldi bandarískra og íslenskra tónlistarmanna kemur fram í sýningunni en alls verður verkið sýnt fjórum sinnum.

Hitamet fellur í Reykjavík

Veðurstofan hefur aldrei mælt hærri hita í Reykjavík en í dag. Talið er að hitabylgjan í landinu hafi náð hámarki. Verslunum var lokað og fundum frestað vegna veðurs. Það var mollulegt um að litast í höfuðborginni í dag, svo heitt að fólk þusti út í sólina að njóta blíðunnar.

Útlánaeftirlit stóraukist

Samkeppni um hag hluthafa bankanna hefur orðið til þess að útlánaeftirlit hefur stóraukist í bankakerfinu. Bankarnir hafa tekið upp nýjar innri reglur. Eftirlit með innheimtu hefur einnig verið aukið. Afskriftahlutfall sagt of hátt hér á landi.

Gott uppgjör hjá Marel

Sex mánaða uppgjör Marels sýnir töluvert betri niðurstöðu en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam 2,54 milljónum evra (um 220 milljónir króna) en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður af rekstrinum 1,7 milljónum evra.

Fundu þýskan pilt út frá farsíma

Björgunarsveitamenn fundu undir morgun fjórtán ára þýskan pilt, sem hafði orðið viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í gærkvöldi og villst. Pilturinn var heill á húfi en illa brugðið. Feðgarnir höfðu fest bíl sinn og ætlaði pilturinn að fara fótgangandi eftir aðstoð.

Brúin yfir Jöklu á kaf

Brúin yfir Jöklu fór á bóla kaf í gærkvöldi þótt vatnsrennsli framan af degi gæfi vísbendingar um að ekki yrði flóð í gærkvöldi. Vatnsborðið fór upp í 478 metra yfir sjávarmál og vantaði tuttugu metra upp á að það næði hæð varnargarðsins ofan stíflustæðisins, þar sem vinna er hafin á ný eftir hátt í viku hlé.

Norsk strandgæsla um borð í skip

Norskir strandgæslumenn fóru um borð í íslenskt fiskiskip, sem er á síldveiðum við Svalbarða, og tilkynntu skipstjóranum formlega að öll íslensk skip, sem ekki væru farin af svæðinu fyrir miðnætti á sunnudag, yrðu tekin sem landhelgisbrjótar.

Áheitasund yfir Faxaflóann

Í dag þreyja sundmenn úr Sundfélagi Akraness sitt árlega áheitasund yfir Faxaflóann frá Reykjavík til Akraness, um 18 km langa leið. Ferðin hófst á því að sundfólkið sigldi með hafnsögubátnum Leyni til Reykjavíkur, þar sem sundið hófst kl. 9:30 frá syðri innsiglingarvitanum í Reykjavíkurhöfn.

Ungmennabúðir að Laugum í vetur

Ungmenna- og tómstundabúðir verða opnaðar í vetur að Laugum í Dalasýslu. Að rekstrinum koma Ungmennafélag Íslands og Dalabyggð og munu Dalabyggð og Saubæjarhreppur leggja mannvirkin að Laugum til rekstursins.

Nýja kerfið reynist vel

Reynslan af nýju símkerfi lögreglunnar í Reykjavík hefur reynst vel segir í fréttatilkynningu frá embættinu. Lögreglan í Reykjavík tók í síðasta mánuði upp Centrexkerfi þar sem öll símanúmer og símar hafa verið sameinuð í eitt kerfi með nýju símanúmeri 444-1000.

Hitamet í Reykjavík

Nærri þrjátíu ára hitamet í Reykjavík er að öllum líkindum fallið þar sem hiti er kominn yfir 25 stig. Veðurfræðingar vilja þó ekki staðfesta metið fyrr en eftir mælingar í lok dags. Það má með sanni segja að Ísland sé heitt þessa dagana.

Tvö börn vitni að líkamsárás

Sjö manns, þar á meðal tvö börn, voru á vettvangi í Öxnadal þar sem karlmaður á þrítugsaldri á að hafa höfuðkúpubrotið annan mann í síðustu viku. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á Akureyri yfirheyrir nú þá sem voru á staðnum.

Flóð í Jöklu í hámarki annað kvöld

Búist er við að flóðin í Jöklu nái hámarki annað kvöld og rennslið verði þá álíka mikið og þegar það varð mest á fimmtudag í síðustu viku. Þetta er samkvæmt reiknilíkani verkfræðistofunnar Vatnaskila, sem spáir fyrir um rennsli út frá veðurspá og hefur aðferðin reynst áreiðanleg.

900 milljónir í verkfallssjóði

Kennarar eru tilbúnir að eyða 900 milljóna króna verkfallssjóði sínum, segir formaður Félags grunnskólakennara. Fyrsti fundur deilenda eftir sumarhlé hefst klukkan eitt í dag og má búast við stífum fundarhöldum á næstunni.

Þurrkatíð rýrir afkomu bænda

Þurrkatíðin að undanförnu rýrir afkomu bænda þar sem gróður fölnar og er ekki eins kjarngott fóður og ella. Jóhanna Pálmadóttir á Akri í Húnavatnssýslu segir þetta hafa ótvíræð áhrif á afkomu sauðfjárbænda þar sem lömbin dafni hægar en ella , en nú styttist í sláturtíð.

Bátur brann og sökk

Skipverjinn á hraðfiskibátnum Eyrarröst slapp ómeiddur þegar eldur kom upp í bátnum í hádeginu og hann sökk. Ekkert neyðarkall barst frá manninum, en Landhelgisgæslunni barst tilkynning um það klukkan hálf eitt að reykjarstrókur sæist á hafinu um það bil sex sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga.

Finnar kaupa mest af sterku áfengi

Finnar kaupa mest af sterku áfengi á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í tölum um áfengissölu sem Stakes, rannsóknastofnun um félags- og heilsuvernd, hefur birt. Árlega kaupa Finnar, 15 ára og eldri, að meðaltali 13 hálflítra flöskur af sterku áfengi. Það er nær tvisvar sinnum meira en Norðmenn og Svíar kaupa.

Upplagseftirlit á fyrri hluta árs

Meðaltalssala Morgunblaðsins frá janúar til júní 2004 var 53.135 eintök á dag. Á sama tíma á síðasta ári var hún um 350 blöðum meiri. Prentuð blöð Fréttablaðsins á frá janúar til júní í ár, voru að meðaltali um 101 þúsund eintök á dag. Þetta kemur fram í upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands.

Brjóta ekki gegn EES samningi

Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel (ESA) hefur samþykkt að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins. Stofnunin samþykkir einnig hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs í 90% af kaupverði íbúðar.

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst eftir hádegi á þá kröfu lögreglunnar að framlengja gæsluvarðhald yfir Hákoni Eydal, sem myrti fyrrverandi sambýliskonu sína fyrr í sumar, til 5. nóvember. Jafnhliða gæsluvarðhaldinu sætir hann geðrannsókn.

Forseti Alþingis til Kaliforníu

Halldór Blöndal, forseti Alþingis og eiginkona hans munu heimsækja Kaliforníu dagana 12. - 19. ágúst í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu. Með þeim í för verða Guðmundur Árni Stefánsson og Gunnar Birgisson ásamt mökum og starfsmanni Alþingis.

Djúpsprengja kom í troll togara

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu í gær djúpsprengju sem kom í troll togarans Þórunnar Sveinsdóttur. Skipstjórinn á Þórunni Sveinsdóttur hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 10 í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð.

Lýst eftir konu

Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir Ólöfu A. Breiðfjörð Guðjónsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á föstudaginn var í Garðabæ. Ólöf er þrítug, 173 til 175 sentimetrar á hæð, dökkhærð, með hár rétt niður fyrir axlir og grannvaxin. Þeir sem vita eitthvað um ferðir hennar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði í síma 525 3300.

90 prósent lán í haust

Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósent af kaupverði íbúðar.

Austurbæjarbíó verður ekki rifið

Austurbæjarbíó verður ekki rifið. Formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar segir að núverandi eigandi hússins ætli að reka það áfram og að hann eigi ekki rétt á bótum frá borginni. Heimilt verður að byggja allt að 30 íbúðir á reitnum á bak við Austurbæjarbíó.

Fá ekki að leggja vatnslögn

Bæjarstjórinn í Kópavogi furðar sig á því að borgarstjórn Reykjavíkur skuli neita að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn um land borgarinnar. Hann telur að ekki sé heil brú í röksemdafærslu Reykjavíkurborgar og er reiðubúinn að fara með málið fyrir dómstóla.

Hestaferð þvert yfir landið

Hópur hestamanna lauk tæplega 800 kílómetra ferð þvert yfir landið í dag. Ekki er hægt að ríða lengri leið yfir landið, frá Langanesi og allt vestur á Reykjanestá.

Skilur að Íslendingar sæki ekki um

Sjávarútvegsráðherra Bretlands hefur fullan skilning á því að Íslendingar vilji ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu meðan núverandi fiskveiðistefna sé við lýði.

Búist við meiri vatnavöxtum

Ekki er búist við að flóðið í Jökulsá á Dal í kvöld verði mikið meira en var í gærkvöldi, en þá komst rennslið í 830 rúmmetra. Á morgun er hins vegar búist við meiri vatnavöxtum, en því er spáð að þeir verði ekki meiri en þegar mest var í síðustu viku, en þá var rennslið um 900 rúmmetrar.

Gæti misst heyrn á öðru eyra

Óttast er að maðurinn sem var höfuðkúpubrotinn í Öxnadal í síðustu viku geti misst heyrn á öðru eyra. Sjö manns voru á vettvangi þegar atburðurinn átti sér stað, þar af tvö börn.

Eiga nóg í verkfallssjóði

Kennarar eiga nóg í verkfallssjóði til að greiða verkfallsbætur í rúmlega tvo mánuði og eru tilbúnir til að nota hann allan. Verkfall hefði í för með sér gríðarlega röskun á efnhagslífinu, en 45 þúsund börn eru í grunnskólum landsins.

Útvegsmönnum heitinn stuðningur

Ríkisstjórnin heitir útvegsmönnum fullum stuðningi ef þeir halda áfram síldveiðum við Svalbarða í trássi við bann Norðmanna sem tekur gildi um næstu helgi. Ríkisstjórnin telur að Norðmennirnir séu komnir langt út fyrir það sem leyfilegt sé.

Fjórföld sala

Verksmiðjur Emmessís munu starfa aukalega alla helgina til þess að fylla á lager fyrirtækisins að sögn Atla Hergeirssonar markaðsfulltrúa. Ísblöndusala fyrirtækisins var fjórum sinnum meiri í hitabylgjunni í gær en á venjulegum degi.

Aldrei heitara í Reykjavík

Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust, segja veðurfræðingar. Heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa var sérstaklega lítil en notkun á köldu vatni lítið eitt meiri en venjulega.

Sundrung sjálfstæðismanna

Gunnar I. Birgisson segist túlka höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar frá Vatnsendakrikum sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi. Þetta komi spánskt fyrir sjónir því borgin þurfi að fara yfir lögsögu Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunnar. </font /></b />

Aðild þýðir afsal

Sjávarútvegsráðherra Breta, Ben Bradshaw, segir að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu myndi kosta afsal eigin fiskveiðistjórnunar. Hann segir fulla þörf á sameiginlegri fiskveiðistefnu. </font /></b />

Landhelgisbrot við Svalbarða

Íslensk skip á Svalbarðasvæðinu fá viðvörun og verða handtekin fari þau ekki eftir norskum lögum. Norska sjávarútvegsráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa greint frá fyrirhuguðum veiðum eftir 15. ágúst þegar Norðmenn setja veiðibann á svæðið.

Sjá næstu 50 fréttir