Aldrei heitara í Reykjavík 11. ágúst 2004 00:01 Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust, segja veðurfræðingar. Heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa var sérstaklega lítil en notkun á köldu vatni lítið eitt meiri en venjulega. Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Gamla metið hljóðaði upp á 24,3 stig og var sett 9. júlí árið 1976 að sögn Björn Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn á landinu í gær mældist hæstur 29,2 stig á Egilsstaðaflugvelli og jafnaði hæsta hita sem mældur hefur verið með nútímamælitækjum, á Kirkjubæjarklaustri árið 1991. Hæsti hiti sem lesinn hefur verið af mæli hér á landi var hins vegar 30,5 stig, á Teigarhorni árið 1939. "Þetta er hlýjasti loftmassi sem komið hefur hingað til lands síðan mælingar hófust," segir Björn Sævar en hitinn í gær fór víða yfir 27 stig. Áfram var svalast í þokulofti við Húnaflóa og í Skagafirði en lægsti hiti á landinu mældist 10,8 stig í Litlu-Ávík á Ströndum. Notkun Reykvíkinga á köldu vatni var lítið eitt meiri í hitanum í gær en hún er yfirleitt að sögn Sigurðar E. Sigurðssonar, vakthafandi vélfræðingsins hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður segir hins vegar heitavatnsnotkunina sérstaklega litla í veðurblíðunni í gær. Í gær notuðu Reykvíkingar um 2.300 rúmmetra af köldu vatni á klukkustund en venjuleg notkun er um 2.000 rúmmetrar að sögn Sigurðar. Heitavatnsnotkun Reykvíkinga í gær nam tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á klukkustund sem Sigurður segir mjög lítið. Til samanburðar nefnir hann venjulegan júlídag á árinu og var notkunin þá ríflega fjögur þúsund rúmmetrar á klukkustund. "Ég býst við að aukinn þrýstingur myndist á að taka sumarfrí á þessum tíma og jafnvel til þess að vinnustöðum loki á heitustu svæðum," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um áhrif góða veðursins á atvinnulífið. Ari segir ómögulegt að slá á hversu miklir fjármunir geti tapast við það að skrifstofur loki vegna veðurs. "Það má þó auðvitað gera sér í hugarlund að slíkir dagar hægi nokkuð á atvinnulífinu." Ari bendir þó á að margir hópar séu í þeirri aðstöðu að verða að leiða góða veðrið hjá sér. "Ég býst þó við því að allir sem aðstöðu hafa reyni í einhverjum mæli að njóta veðurblíðunnar." Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Hlýjasti loftmassi síðan mælingar hófust, segja veðurfræðingar. Heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa var sérstaklega lítil en notkun á köldu vatni lítið eitt meiri en venjulega. Hitinn í Reykjavík náði 24,8 stigum í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni. Gamla metið hljóðaði upp á 24,3 stig og var sett 9. júlí árið 1976 að sögn Björn Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn á landinu í gær mældist hæstur 29,2 stig á Egilsstaðaflugvelli og jafnaði hæsta hita sem mældur hefur verið með nútímamælitækjum, á Kirkjubæjarklaustri árið 1991. Hæsti hiti sem lesinn hefur verið af mæli hér á landi var hins vegar 30,5 stig, á Teigarhorni árið 1939. "Þetta er hlýjasti loftmassi sem komið hefur hingað til lands síðan mælingar hófust," segir Björn Sævar en hitinn í gær fór víða yfir 27 stig. Áfram var svalast í þokulofti við Húnaflóa og í Skagafirði en lægsti hiti á landinu mældist 10,8 stig í Litlu-Ávík á Ströndum. Notkun Reykvíkinga á köldu vatni var lítið eitt meiri í hitanum í gær en hún er yfirleitt að sögn Sigurðar E. Sigurðssonar, vakthafandi vélfræðingsins hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður segir hins vegar heitavatnsnotkunina sérstaklega litla í veðurblíðunni í gær. Í gær notuðu Reykvíkingar um 2.300 rúmmetra af köldu vatni á klukkustund en venjuleg notkun er um 2.000 rúmmetrar að sögn Sigurðar. Heitavatnsnotkun Reykvíkinga í gær nam tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á klukkustund sem Sigurður segir mjög lítið. Til samanburðar nefnir hann venjulegan júlídag á árinu og var notkunin þá ríflega fjögur þúsund rúmmetrar á klukkustund. "Ég býst við að aukinn þrýstingur myndist á að taka sumarfrí á þessum tíma og jafnvel til þess að vinnustöðum loki á heitustu svæðum," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um áhrif góða veðursins á atvinnulífið. Ari segir ómögulegt að slá á hversu miklir fjármunir geti tapast við það að skrifstofur loki vegna veðurs. "Það má þó auðvitað gera sér í hugarlund að slíkir dagar hægi nokkuð á atvinnulífinu." Ari bendir þó á að margir hópar séu í þeirri aðstöðu að verða að leiða góða veðrið hjá sér. "Ég býst þó við því að allir sem aðstöðu hafa reyni í einhverjum mæli að njóta veðurblíðunnar."
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira