Fleiri fréttir Meiri fuglaveiðar í Reykjavík Fjöldi fólks hefur tilkynnt veiðar á öndum, gæsaungum og jafnvel spörfuglum í Hljómskálagarði, Laugardal og Fossvogsdal í kjölfar frétta af andaveiðum í borginni. Ljóst er að fuglaveiðar í borginni eru mun umfangsmeiri en talið var. 27.7.2004 00:01 Herferð gegn nauðgunum V-Dagurinn, samtök gegn ofbeldi á konum, hafa hafið herferð gegn nauðgunum um Verslunarmannahelgina. 27.7.2004 00:01 Elliðaár freyða Froða á yfirborði Elliðaár vakti athygli manna og óttuðst sumir að jafnvel væri um mengun að ræða af völdum útrásar. 27.7.2004 00:01 Slysahætta í Hallormsstað Það er tímaspursmál þangað til alvarlegt slys verður á veginum í gegnum Hallormsstaðarskóg, en hraðakstur er viðvarandi vandamál þar. Samkvæmt þremur hraðakönnunum sem gerðar voru í júlí, aka aðeins 45 prósent ökumanna á löglegum hámrkshraða. 27.7.2004 00:01 Breytti venju samkvæmt Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, segir að hann hafi vænt þess að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarp um fjölmiðla úr gildi eins og venja sé til. 27.7.2004 00:01 Átti von á staðfestingu forseta Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að hann hafi frekar átt von á því að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarpið úr gildi miðað við þróun málsins. 27.7.2004 00:01 Hvassviðri á Snæfellsnesi Hvassviðri gerði óvænt á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og kallaði lögregla út björgunarsveitir til að hemja lausa hluti sem voru farnir að fjúka. Fellihýsi fauk meðal annars um koll á tjaldstæðinu í Stykkishólmi, flaggstöng brotnaði og lausamunir fuku um hafnarsvæðið í Ólafsvík. 26.7.2004 00:01 Samstarf um loðnuleit í haust Útgerðarmenn og Hafrannsóknastofnun hafa þegar ákveðið að hafa samstarf um loðnuleit í október, líkt og gert var nú í vor, en sumarvertíðinni lauk um helgina. Aðeins veiddust 44 þúsund tonn sem er helmingi minni afli en á sama tíma í fyrra. 26.7.2004 00:01 Missti stjórn á kranabíl Ökumaður 60 tonna kranabíls missti stjórn á bílnum þegar hann ók eftir Ólafsvíkurvegi, vestan við Borgarnes, í gærkvöldi og hafnaði bíllinn utan vegar. Þar er mýrlent og sökk kranabíllinn nokkuð í mýrina. Stór jarðýta og hjólaskófla voru flutt á vettvang til aðstoðar og náðist kraninn upp eftir mikla fyrirhöfn. Ökumann hans sakaði ekki. 26.7.2004 00:01 Laxveiðimenn fagna rigningunni Laxveiðimenn á suðvesturhorni landsins binda miklar vonir við vætutíðina sem nú er gengin í garð þar sem margar ár eru orðnar mjög vatnslitlar. Veiði hefur hins vegar verið allgóð þrátt fyrir það og í gær var t.d. búið að veiða 840 laxa í Norðurá. Blanda kemur verulega á óvart með 820 laxa og 550 löxum hefur verið landað úr Laxá í Kjós.</font /> 26.7.2004 00:01 Loftbyssa tekin af 11 ára dreng Lögreglan í Keflavík tók loftbyssu af 11 ára gömlum dreng þar í bæ í gær þar sem hann var að skjóta út í loftið. Meðhöndlun slíkra gripa er stranglega bönnuð og þykir mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. 26.7.2004 00:01 Kókaín vinsælasta fíkniefnið Kókaín er orðið lang vinsælasta fíkniefnið í Danmörku og nær nú til allra þjóðfélagshópa. Nákvæmlega sama þróun virðist vera upp á teningnum hér á landi þar sem dagsskammturinn kostar rösklega tíu þúsund krónur. 26.7.2004 00:01 Skipum Hafró snúið til lands? Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar stöðvast í dag ef samninganefndir ríkisins og Sjómannafélags Reykjavíkur ná ekki samkomulagi á fundi sem nú stendur hjá Ríkissáttasemjara. 26.7.2004 00:01 Bakslag verði húsið ekki rifið Árni Jóhannesson, framkvæmdarstjóri byggingarfyrirtækisins sem á Austurbæjarbíó, segir ummæli forseta borgarstjórnar um að litlar líkur séu á að húsið verði rifið verulegt bakslag fyrir uppbyggingu á svæðinu. Árni segir málinu ekki lokið og fundar með borgaryfirvöldum í næstu viku. 26.7.2004 00:01 Lögin komin í forsætisráðuneytið Nýjustu fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtudag, bárust forsætisráðuneytinu laust fyrir hádegi og hafa því ekki borist forsetanum til undirritunar. Hann þarf að fá ný lög til staðfestingar innan hálfs mánaðar frá því að Alþingi samþykkir þau. 26.7.2004 00:01 Samtök um frelsun Fischers stofnuð Íslendingar vinna að stofnun alþjóðlegrar hreyfingar um frelsun Bobbys Fischers. Hrafn Jökulsson, einn forsvarsmannanna, segir að fyrst hægt hafi verið að stofna hreyfingu um frelsun roskins háhyrnings, þá hljóti það sama að vera hægt um roskinn skáksnilling. 26.7.2004 00:01 Leit hefst að nýju í dag Leit verður væntanlega hafin að nýju í dag að Sri Rhamawati sem saknað hefur verið í rúmar þrjár vikur. Að sögn lögreglunnar verður leitað á og í grennd við höfuðborgarsvæðið. Fyrrverandi sambýlismaður Sri hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpar þrjár vikur en hann er grunaður um aðild að hvarfi hennar. 26.7.2004 00:01 Íslendingar með mikið keppnisskap Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða sem hafa hvað mest keppnisskap. Þetta kemur fram í könnun sem Visa Europe lét gera nýlega í átta ríkjum álfunnar í tilefni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Aþenu í næsta mánuði. Könnunin var framkvæmd af Gallup og var hringt í tæplega 1800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. 26.7.2004 00:01 Stjórnmálasamband við Sambíu Ísland og Sambía hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, undirritaði yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd í New York sl. föstudag. 26.7.2004 00:01 SS hækkar nautakjötsverð Sláturfélag Suðurlands hefur nú hækkað verð á nautgripakjöti til bænda um 6%. Eftir þessar verðbreytingar greiðir SS nú hæsta verð á landinu fyrir lang flesta flokka nautgripakjöts að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 26.7.2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. 26.7.2004 00:01 Sjómannafélagið skrifaði undir Boðuðu verkfalli háseta á skipum Hafrannsóknarstofnunar var aflýst síðdegis þegar samningar tókust milli fjármálaráðuneytisins og Sjómannafélags Reykjavíkur. Vegna hugmynda um skerðingu eða niðurfellingu sjómannaafsláttar geta hásetarnir sagt samningnum upp eftir tvö ár.</font /> 26.7.2004 00:01 Erlendir þingmenn í hvalaskoðun Hér á landi eru staddir sex þingmenn frá Bretlandi og Þýskalandi á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, IFAW, til að kynna sér málefni hvalveiða og hvalaskoðunar. 26.7.2004 00:01 Líðan forsætisráðherra góð Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir hans eðlilegar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. </font /></b /> 26.7.2004 00:01 Eigandi Austurbæjar ósáttur Formaður skipulags- og byggingarnefndar segir minni líkur nú en áður að niðurrif Austurbæjar verði heimilað. Viðbrögð við grenndarkynningu ráði þar einna mestu. Eigandi hússins segist ósáttur, verði niðurrif ekki leyft. Hugsar næsta leik. 26.7.2004 00:01 Bók Ómars uppseld Bók Ómars Ragnarssonar, <em>Kárahnjúkar - með og á móti</em>, rýkur út og er nánast alltaf biðröð út á götu þegar Ómar áritar bókina að því er segir á heimasíðu JPV-útgáfu sem gefur bókina út. Bókin kom út á miðvikudag og seldist hún upp á svipstundu. Hún er væntanleg aftur í búðir síðar í þessari viku. 26.7.2004 00:01 Sri ófundin - maðurinn þegir enn Leit lögreglunnar að Sri Rhamawati hefur engum árangri skilað, né heldur yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar. Lögregla segir yfirheyrslur fara fram þegar aðstæður gefi tilefni til. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldsvist á Litla Hrauni frá 6. júlí, var síðast yfirheyrður á laugardag. 26.7.2004 00:01 Nánast engar umbætur í brunavörnum Ekkert hefur verið gert í brunavörnum á tveimur þriðju hluta gistiheimila sem voru með ófullnægjandi brunavarnir í fyrra. Lagfæringar hafa verið gerðar á fimm gistiheimilum af fimmtán en ekkert þeirra er þó með viðunandi brunavarnir að öllu leyti. 26.7.2004 00:01 ÁTVR brýtur áfengislög Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brýtur gegn áfengislögum með því að auglýsa áfengi. Forstjóri ÁTVR segir stofnunina ekki ganga eins langt og heildsalar en tekur undir með þeim að skýrari reglur vanti um áfengisauglýsingar hér á landi. 26.7.2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. 26.7.2004 00:01 Boðaður í skýrslutöku Jón Gerald Sullenberger hefur verið boðaður í skýrslutöku fyrir héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Skýrslutakan er vegna lögreglurannsóknar á forsvarsmönnum Baugs að því er fram kom í fréttum Útvarpsins. 26.7.2004 00:01 Starfsfólk fæst ekki Mikið álag er á starfsfólki slysa- og bráðadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss og fólk getur þurft að bíða klukkustundum saman eftir þjónustu. Starfandi lækningaforstjóri segir ástæðuna ekki vera fjársvelti heldur fáist fólk einfaldlega ekki til starfa. 26.7.2004 00:01 Frelsum Bobby „Frelsum Bobby“ samtökin verða stofnuð hér á landi til að freista þess að frelsa Bobby Fischer úr varðhaldi í Japan og búa honum áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Á morgun verður sett upp vefsíða undir nafninu „Free Bobby“ og er markmiðið að ná þannig til heimsbyggðarinnar allrar. 26.7.2004 00:01 Tíundi hver fangi er útlendingur Erlendur föngum hefur fjölgað mikið í íslenskum fangelsum síðustu ár. Sjö erlendir fangar voru í eða luku afplánun árið 2000 en voru þrjátíu árið 2003. Georg Lárusson hjá Útlendingastofnun segir tölurnar vera í samræmi við þróun útlendingamála á Íslandi. 26.7.2004 00:01 Leita Sri í dag Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun leita að Sri Rahmawati á svæðum í nágrenni Reykjavíkur ásamt lögreglu í dag, að sögn Ómars Smára Ármannssonar hjá lögreglunni í Reykjavík. 26.7.2004 00:01 Tvenn jarðgöng og nýir vegir Unnið er að umfangsmiklum vega- og gatnaframkvæmdum víða um land í sumar. Ekki má gleyma jarðgöngunum, en boranir og sprengingar eru í fullum gangi við tvenn göng. Fjármagn til nýframkvæmda af þessu tagi nemur 7,2 milljörðum á árinu. 26.7.2004 00:01 Tölvur spá vætu suðvestanlands Samkvæmt tölvuspám, einkum frá Danmörku og Bretlandi, er gert ráð fyrir vætusömu veðri sunnan- og vestanlands um verslunarmannahelgina. Norðlendingar og Austfirðingar fái hins vegar blíðuna. 26.7.2004 00:01 Lést í eldsvoða í Reykjavík Kona á níræðisaldri lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Sundlaugaveg í Reykjavík í nótt. Það var um sexleytið í nótt sem vegfarandi sá reyk leggja út frá húsinu og hringdi strax í neyðarlínuna. Í húsinu eru fjórar íbúðir og var konan ein á efri hæð þess. 25.7.2004 00:01 Fimm slösuðust í bílveltu Fimm manns slösuðust, þar af einn lífshættulega, eftir að bíll fór út af veginum og valt við Vatnsskarðsnámur á veginum til Krýsuvíkur á tíunda tímanum í gærkvöld. Krýsuvíkurvegi var lokað á kafla um tíma vegna slyssins. 25.7.2004 00:01 Björgunarsveit náði í Dana Flugbjörgunarsveitin á Hellu sótti í nótt danskan ferðamann um fertugt sem hafði læstst í baki, um hálfan annan kílómetra frá Hrafntinnuskeri. Beiðni barst á ellefta tímanum í gærkvöld um að sækja manninn en hann hafði þá hringt í Neyðarlínuna. 25.7.2004 00:01 Hellisheiðin annar vart álaginu Mikil og þétt umferð hefur verið um Hellisheiðina í sumar og nú er svo komið að vegakerfið annar vart álaginu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir umhugsunarvert hvort leyfa eigi ýmiss konar áheitaferðir um veginn þar sem sýnt sé að umferðarþunginn er mjög mikill flesta daga. 25.7.2004 00:01 Ókeypis úttekt á eftirvögnum Vátryggingafélag Íslands og Frumherji bjóða næstu daga ókeypis úttekt á eftirvögnum (fellihýsum, hjólhýsum tjaldvögnum og hestakerrum) til að fólk geti gengið úr skugga um að allur búnaður sé löglegur og í lagi áður en lagt er upp í ferðalag um verslunarmannahelgina. 25.7.2004 00:01 Viðbúnaður í Vestmannaeyjum Viðbúnaður var á Vestmannaeyjaflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar flugvél Flugfélags Vestmannaeyja kom inn til lendingar eftir að ljós hafði sýnt að ekki voru öll hjól læst. Slökkvilið flugvallarins og Vestmannaeyjabæjar var í viðbragðsstöðu og á meðan reyndi flugmaðurinn að setja hjólin niður og upp aftur nokkrum sinnum. 25.7.2004 00:01 Lýst eftir manni Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Hákoni Svani Hákonarsyni, sem hvarf af hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni um níuleytið í gærkvöld og ekki hefur spurst til síðan. Björgunarsveitir leita hans en hafi einhver upplýsingar um ferðir hans frá því í gærkvöld eru þeir beðnir að láta lögregluna vita í síma 4801010. 25.7.2004 00:01 Ökumaðurinn grunaður um ölvun Ökumaður bíls, sem valt í Vatnsskarði á veginum til Krýsuvíkur í gærkvöld, er grunaður um ölvun. Fimm slösuðust, þar af einn lífshættulega, en hann slöngvaðist út úr bílnum. Mennirnir eru útlendingar en hafa verið búsettir hér á landi vegna starfa sinna. 25.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Meiri fuglaveiðar í Reykjavík Fjöldi fólks hefur tilkynnt veiðar á öndum, gæsaungum og jafnvel spörfuglum í Hljómskálagarði, Laugardal og Fossvogsdal í kjölfar frétta af andaveiðum í borginni. Ljóst er að fuglaveiðar í borginni eru mun umfangsmeiri en talið var. 27.7.2004 00:01
Herferð gegn nauðgunum V-Dagurinn, samtök gegn ofbeldi á konum, hafa hafið herferð gegn nauðgunum um Verslunarmannahelgina. 27.7.2004 00:01
Elliðaár freyða Froða á yfirborði Elliðaár vakti athygli manna og óttuðst sumir að jafnvel væri um mengun að ræða af völdum útrásar. 27.7.2004 00:01
Slysahætta í Hallormsstað Það er tímaspursmál þangað til alvarlegt slys verður á veginum í gegnum Hallormsstaðarskóg, en hraðakstur er viðvarandi vandamál þar. Samkvæmt þremur hraðakönnunum sem gerðar voru í júlí, aka aðeins 45 prósent ökumanna á löglegum hámrkshraða. 27.7.2004 00:01
Breytti venju samkvæmt Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, segir að hann hafi vænt þess að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarp um fjölmiðla úr gildi eins og venja sé til. 27.7.2004 00:01
Átti von á staðfestingu forseta Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að hann hafi frekar átt von á því að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarpið úr gildi miðað við þróun málsins. 27.7.2004 00:01
Hvassviðri á Snæfellsnesi Hvassviðri gerði óvænt á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og kallaði lögregla út björgunarsveitir til að hemja lausa hluti sem voru farnir að fjúka. Fellihýsi fauk meðal annars um koll á tjaldstæðinu í Stykkishólmi, flaggstöng brotnaði og lausamunir fuku um hafnarsvæðið í Ólafsvík. 26.7.2004 00:01
Samstarf um loðnuleit í haust Útgerðarmenn og Hafrannsóknastofnun hafa þegar ákveðið að hafa samstarf um loðnuleit í október, líkt og gert var nú í vor, en sumarvertíðinni lauk um helgina. Aðeins veiddust 44 þúsund tonn sem er helmingi minni afli en á sama tíma í fyrra. 26.7.2004 00:01
Missti stjórn á kranabíl Ökumaður 60 tonna kranabíls missti stjórn á bílnum þegar hann ók eftir Ólafsvíkurvegi, vestan við Borgarnes, í gærkvöldi og hafnaði bíllinn utan vegar. Þar er mýrlent og sökk kranabíllinn nokkuð í mýrina. Stór jarðýta og hjólaskófla voru flutt á vettvang til aðstoðar og náðist kraninn upp eftir mikla fyrirhöfn. Ökumann hans sakaði ekki. 26.7.2004 00:01
Laxveiðimenn fagna rigningunni Laxveiðimenn á suðvesturhorni landsins binda miklar vonir við vætutíðina sem nú er gengin í garð þar sem margar ár eru orðnar mjög vatnslitlar. Veiði hefur hins vegar verið allgóð þrátt fyrir það og í gær var t.d. búið að veiða 840 laxa í Norðurá. Blanda kemur verulega á óvart með 820 laxa og 550 löxum hefur verið landað úr Laxá í Kjós.</font /> 26.7.2004 00:01
Loftbyssa tekin af 11 ára dreng Lögreglan í Keflavík tók loftbyssu af 11 ára gömlum dreng þar í bæ í gær þar sem hann var að skjóta út í loftið. Meðhöndlun slíkra gripa er stranglega bönnuð og þykir mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. 26.7.2004 00:01
Kókaín vinsælasta fíkniefnið Kókaín er orðið lang vinsælasta fíkniefnið í Danmörku og nær nú til allra þjóðfélagshópa. Nákvæmlega sama þróun virðist vera upp á teningnum hér á landi þar sem dagsskammturinn kostar rösklega tíu þúsund krónur. 26.7.2004 00:01
Skipum Hafró snúið til lands? Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar stöðvast í dag ef samninganefndir ríkisins og Sjómannafélags Reykjavíkur ná ekki samkomulagi á fundi sem nú stendur hjá Ríkissáttasemjara. 26.7.2004 00:01
Bakslag verði húsið ekki rifið Árni Jóhannesson, framkvæmdarstjóri byggingarfyrirtækisins sem á Austurbæjarbíó, segir ummæli forseta borgarstjórnar um að litlar líkur séu á að húsið verði rifið verulegt bakslag fyrir uppbyggingu á svæðinu. Árni segir málinu ekki lokið og fundar með borgaryfirvöldum í næstu viku. 26.7.2004 00:01
Lögin komin í forsætisráðuneytið Nýjustu fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtudag, bárust forsætisráðuneytinu laust fyrir hádegi og hafa því ekki borist forsetanum til undirritunar. Hann þarf að fá ný lög til staðfestingar innan hálfs mánaðar frá því að Alþingi samþykkir þau. 26.7.2004 00:01
Samtök um frelsun Fischers stofnuð Íslendingar vinna að stofnun alþjóðlegrar hreyfingar um frelsun Bobbys Fischers. Hrafn Jökulsson, einn forsvarsmannanna, segir að fyrst hægt hafi verið að stofna hreyfingu um frelsun roskins háhyrnings, þá hljóti það sama að vera hægt um roskinn skáksnilling. 26.7.2004 00:01
Leit hefst að nýju í dag Leit verður væntanlega hafin að nýju í dag að Sri Rhamawati sem saknað hefur verið í rúmar þrjár vikur. Að sögn lögreglunnar verður leitað á og í grennd við höfuðborgarsvæðið. Fyrrverandi sambýlismaður Sri hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpar þrjár vikur en hann er grunaður um aðild að hvarfi hennar. 26.7.2004 00:01
Íslendingar með mikið keppnisskap Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða sem hafa hvað mest keppnisskap. Þetta kemur fram í könnun sem Visa Europe lét gera nýlega í átta ríkjum álfunnar í tilefni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Aþenu í næsta mánuði. Könnunin var framkvæmd af Gallup og var hringt í tæplega 1800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. 26.7.2004 00:01
Stjórnmálasamband við Sambíu Ísland og Sambía hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, undirritaði yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd í New York sl. föstudag. 26.7.2004 00:01
SS hækkar nautakjötsverð Sláturfélag Suðurlands hefur nú hækkað verð á nautgripakjöti til bænda um 6%. Eftir þessar verðbreytingar greiðir SS nú hæsta verð á landinu fyrir lang flesta flokka nautgripakjöts að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 26.7.2004 00:01
Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. 26.7.2004 00:01
Sjómannafélagið skrifaði undir Boðuðu verkfalli háseta á skipum Hafrannsóknarstofnunar var aflýst síðdegis þegar samningar tókust milli fjármálaráðuneytisins og Sjómannafélags Reykjavíkur. Vegna hugmynda um skerðingu eða niðurfellingu sjómannaafsláttar geta hásetarnir sagt samningnum upp eftir tvö ár.</font /> 26.7.2004 00:01
Erlendir þingmenn í hvalaskoðun Hér á landi eru staddir sex þingmenn frá Bretlandi og Þýskalandi á vegum Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, IFAW, til að kynna sér málefni hvalveiða og hvalaskoðunar. 26.7.2004 00:01
Líðan forsætisráðherra góð Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir hans eðlilegar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. </font /></b /> 26.7.2004 00:01
Eigandi Austurbæjar ósáttur Formaður skipulags- og byggingarnefndar segir minni líkur nú en áður að niðurrif Austurbæjar verði heimilað. Viðbrögð við grenndarkynningu ráði þar einna mestu. Eigandi hússins segist ósáttur, verði niðurrif ekki leyft. Hugsar næsta leik. 26.7.2004 00:01
Bók Ómars uppseld Bók Ómars Ragnarssonar, <em>Kárahnjúkar - með og á móti</em>, rýkur út og er nánast alltaf biðröð út á götu þegar Ómar áritar bókina að því er segir á heimasíðu JPV-útgáfu sem gefur bókina út. Bókin kom út á miðvikudag og seldist hún upp á svipstundu. Hún er væntanleg aftur í búðir síðar í þessari viku. 26.7.2004 00:01
Sri ófundin - maðurinn þegir enn Leit lögreglunnar að Sri Rhamawati hefur engum árangri skilað, né heldur yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar. Lögregla segir yfirheyrslur fara fram þegar aðstæður gefi tilefni til. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldsvist á Litla Hrauni frá 6. júlí, var síðast yfirheyrður á laugardag. 26.7.2004 00:01
Nánast engar umbætur í brunavörnum Ekkert hefur verið gert í brunavörnum á tveimur þriðju hluta gistiheimila sem voru með ófullnægjandi brunavarnir í fyrra. Lagfæringar hafa verið gerðar á fimm gistiheimilum af fimmtán en ekkert þeirra er þó með viðunandi brunavarnir að öllu leyti. 26.7.2004 00:01
ÁTVR brýtur áfengislög Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brýtur gegn áfengislögum með því að auglýsa áfengi. Forstjóri ÁTVR segir stofnunina ekki ganga eins langt og heildsalar en tekur undir með þeim að skýrari reglur vanti um áfengisauglýsingar hér á landi. 26.7.2004 00:01
Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. 26.7.2004 00:01
Boðaður í skýrslutöku Jón Gerald Sullenberger hefur verið boðaður í skýrslutöku fyrir héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Skýrslutakan er vegna lögreglurannsóknar á forsvarsmönnum Baugs að því er fram kom í fréttum Útvarpsins. 26.7.2004 00:01
Starfsfólk fæst ekki Mikið álag er á starfsfólki slysa- og bráðadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss og fólk getur þurft að bíða klukkustundum saman eftir þjónustu. Starfandi lækningaforstjóri segir ástæðuna ekki vera fjársvelti heldur fáist fólk einfaldlega ekki til starfa. 26.7.2004 00:01
Frelsum Bobby „Frelsum Bobby“ samtökin verða stofnuð hér á landi til að freista þess að frelsa Bobby Fischer úr varðhaldi í Japan og búa honum áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Á morgun verður sett upp vefsíða undir nafninu „Free Bobby“ og er markmiðið að ná þannig til heimsbyggðarinnar allrar. 26.7.2004 00:01
Tíundi hver fangi er útlendingur Erlendur föngum hefur fjölgað mikið í íslenskum fangelsum síðustu ár. Sjö erlendir fangar voru í eða luku afplánun árið 2000 en voru þrjátíu árið 2003. Georg Lárusson hjá Útlendingastofnun segir tölurnar vera í samræmi við þróun útlendingamála á Íslandi. 26.7.2004 00:01
Leita Sri í dag Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun leita að Sri Rahmawati á svæðum í nágrenni Reykjavíkur ásamt lögreglu í dag, að sögn Ómars Smára Ármannssonar hjá lögreglunni í Reykjavík. 26.7.2004 00:01
Tvenn jarðgöng og nýir vegir Unnið er að umfangsmiklum vega- og gatnaframkvæmdum víða um land í sumar. Ekki má gleyma jarðgöngunum, en boranir og sprengingar eru í fullum gangi við tvenn göng. Fjármagn til nýframkvæmda af þessu tagi nemur 7,2 milljörðum á árinu. 26.7.2004 00:01
Tölvur spá vætu suðvestanlands Samkvæmt tölvuspám, einkum frá Danmörku og Bretlandi, er gert ráð fyrir vætusömu veðri sunnan- og vestanlands um verslunarmannahelgina. Norðlendingar og Austfirðingar fái hins vegar blíðuna. 26.7.2004 00:01
Lést í eldsvoða í Reykjavík Kona á níræðisaldri lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Sundlaugaveg í Reykjavík í nótt. Það var um sexleytið í nótt sem vegfarandi sá reyk leggja út frá húsinu og hringdi strax í neyðarlínuna. Í húsinu eru fjórar íbúðir og var konan ein á efri hæð þess. 25.7.2004 00:01
Fimm slösuðust í bílveltu Fimm manns slösuðust, þar af einn lífshættulega, eftir að bíll fór út af veginum og valt við Vatnsskarðsnámur á veginum til Krýsuvíkur á tíunda tímanum í gærkvöld. Krýsuvíkurvegi var lokað á kafla um tíma vegna slyssins. 25.7.2004 00:01
Björgunarsveit náði í Dana Flugbjörgunarsveitin á Hellu sótti í nótt danskan ferðamann um fertugt sem hafði læstst í baki, um hálfan annan kílómetra frá Hrafntinnuskeri. Beiðni barst á ellefta tímanum í gærkvöld um að sækja manninn en hann hafði þá hringt í Neyðarlínuna. 25.7.2004 00:01
Hellisheiðin annar vart álaginu Mikil og þétt umferð hefur verið um Hellisheiðina í sumar og nú er svo komið að vegakerfið annar vart álaginu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir umhugsunarvert hvort leyfa eigi ýmiss konar áheitaferðir um veginn þar sem sýnt sé að umferðarþunginn er mjög mikill flesta daga. 25.7.2004 00:01
Ókeypis úttekt á eftirvögnum Vátryggingafélag Íslands og Frumherji bjóða næstu daga ókeypis úttekt á eftirvögnum (fellihýsum, hjólhýsum tjaldvögnum og hestakerrum) til að fólk geti gengið úr skugga um að allur búnaður sé löglegur og í lagi áður en lagt er upp í ferðalag um verslunarmannahelgina. 25.7.2004 00:01
Viðbúnaður í Vestmannaeyjum Viðbúnaður var á Vestmannaeyjaflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar flugvél Flugfélags Vestmannaeyja kom inn til lendingar eftir að ljós hafði sýnt að ekki voru öll hjól læst. Slökkvilið flugvallarins og Vestmannaeyjabæjar var í viðbragðsstöðu og á meðan reyndi flugmaðurinn að setja hjólin niður og upp aftur nokkrum sinnum. 25.7.2004 00:01
Lýst eftir manni Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Hákoni Svani Hákonarsyni, sem hvarf af hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni um níuleytið í gærkvöld og ekki hefur spurst til síðan. Björgunarsveitir leita hans en hafi einhver upplýsingar um ferðir hans frá því í gærkvöld eru þeir beðnir að láta lögregluna vita í síma 4801010. 25.7.2004 00:01
Ökumaðurinn grunaður um ölvun Ökumaður bíls, sem valt í Vatnsskarði á veginum til Krýsuvíkur í gærkvöld, er grunaður um ölvun. Fimm slösuðust, þar af einn lífshættulega, en hann slöngvaðist út úr bílnum. Mennirnir eru útlendingar en hafa verið búsettir hér á landi vegna starfa sinna. 25.7.2004 00:01