Innlent

Líðan forsætisráðherra góð

Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er eftir atvikum góð og framfarir hans eðlilegar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Hann liggur enn á sjúkrahúsi eftir að hafa veikst af gallblöðrubólgu aðfararnótt miðvikudags. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í nýra og var annað nýrað og gallblaðran fjarlægð. Búist er við niðurstöðu úr rannsóknum á æxlinu á allra næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×