Fleiri fréttir

Ramma­á­ætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár

Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni.

Firma musi przeciwdziałać wzrostowi cen

Nowe badanie cen przeprowadzone przez ASÍ pokazuje, że w ciągu ostatnich siedmiu miesięcy ceny żywności i napoi wzrosły w niektórych przypadkach o 16,6 procent.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%.

Fordæmalaus flóð í Yellowstone

Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn.

Lands­fundur hjá Sjálf­stæðis­flokknum í nóvember

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara.

Taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt

Þing­flokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt sem Al­þingi hefur borist. Því virðist búið að ná sam­komu­lagi um öll at­riði í þing­loka­samningum sem þýðir að þing­lokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrra­málið.

Óánægja með Joe Biden eykst

Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden.

Bólu­setning við bólu­sótt veiti 85 prósent vernd gegn apa­bólu

Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“.

Vaktin: Putin og Xi Jinping semja um frekara samstarf

Rússar ákváðu í morgun að opna svokallaðan mannúðargang frá úkraínsku borginni Severodonetsk en þeir hafa nú náð stærstum hluta borgarinnar á sitt vald. Gangurinn á vera opinn í tólf klukkutíma en þeir sem kjósa að forða sér frá borginni þurfa þó að fara í norður, þar sem Rússar ráða ríkjum.

Myndband: innlit í Rivian verksmiðjurnar

Rivian birti nýlega myndband af verksmiðjum sínum þar sem farið er í gegnum helstu stöðvar bílanna frá því mótun hluta þeirra hefst, sprautun, samsetning og gæðaeftirlit. Auk þess er viðtal við Robert Scaringe, stofnanda og framkvæmdastjóra Rivian.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig

Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentum á milli kannanna hjá Fréttablaðinu en í nýjustu könnun blaðsins sem Prósent framkvæmdi mælist flokkurinn með 17,3 prósent. 

Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“

Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín.

Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni.

Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni.

Apabólan fær nýtt nafn

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum.

„Ekkert sér­stakt veður“ á þjóð­há­tíðar­daginn

Útlit er fyrir blautt veður býsna víða á landinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem haldinn verður hátíðlegur næsta föstudag. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að ekkert sérstakt veður muni leika við landsmenn á föstudag.

Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám

Þó þing­flokkar hafi náð saman um heildarra­mma þing­loka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er veiting ríkis­borgara­réttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þing­lok í al­gert upp­nám.

Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru

Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Útlendingafrumvarp og leigubílafrumvarp ríkisstjórnarinnar verða ekki afgreidd fyrir þinglok. Allir stjórnarandstöðuflokkar nema Miðflokkur ættu að fá eitt þingmannamál afgreitt ef þinglokasamningar halda. 

Sneru við sýknudómi manns sem nauðgaði fyrrverandi kærustu

Landsréttur hefur snúið við sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gefið var að sök að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni. Var manninum gert að sæta fangelsisrefsingu í þrjú ár en héraðsdómur hafði áður sýknað manninn vegna sönnunarskorts.

Reyndi að flýja lögreglu á hlaupum

Ökumaður bifreiðar sem lögreglumenn hugðust stöðva gaf í og reyndi að komast undan. Lögreglumenn hlupu hann uppi eftir að hann yfirgaf bifreiðina og reyndi að komast undan á tveimur jafnfljótum.

Fjár­mála­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar sam­þykkt

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi rétt fyrir klukkan þrjú í dag, með 35 atkvæðum gegn 12 atkvæðum. Ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði og fimm þingmenn voru fjarverandi.

„Dagurinn gekk eins og vera ber“

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að óhappið sem varð í Vestmannaeyjahöfn í gær, þar sem ekjubrú Herjólfs laskaðist, hafi ekki haft áhrif á ferðir skipsins í dag.

Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði

Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs.

Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas

Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn.

„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“

„Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg.

Sjá næstu 50 fréttir