Fleiri fréttir

Björn verður á­fram sveitar­stjóri í Múla­þingi

Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um hælisleitendur sem til stendur að vísa úr landi og skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar í málinu.

Form­legar meiri­hluta­við­ræður hefjast í Reykja­vík í dag

Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun.

Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn

Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins.

BDSM úr sögunni á Akur­eyri

Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum.

Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist

Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við.

Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO

Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn.

Hressar sjósundskonur í Stykkishólmi

Þær kalla ekki allt ömmu sína hópur kvenna í Stykkishólmi, sem fer saman í sjósund nokkrum sinnum í viku. Næsta verkefni þeirra er að byggja upp saunabað við aðstöðuna sína.

Polestar fjárfestir í StoreDot

Rafbílaframleiðandinn Polestar hefur tilkynnt að félagið hafi fjárfest í StoreDot, frumkvöðlafyrirtæki frá Ísrael sem sérhæfir sig í ofurhraðhleðslu rafhlöðum.

Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas

Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala.

Guðmundur Ingi óánægður með Jón

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag.

Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi

Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Reykjavík milli Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Flokkarnir hafa viku til að ná saman um stór mál og ákveða hver næsti borgarstjóri verður. Píratar útiloka ekki að gera tilkall til embættisins.

Trú­leysingjar æfir yfir styrk ráð­herra til Þjóð­kirkjunnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja.

Tedros endur­kjörinn fram­kvæmda­stjóri WHO

Afgerandi meirihluti aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) greiddu Tedros Ghebreyesus atkvæði sitt til nýs fimm ára skipunartímabils sem framkvæmdastjóri. Tedros hefur leitt stofnunin í gegnum umrót kórónuveirufaraldursins.

Við­reisn hafi að­komu frá hægri í meiri­hluta­við­ræðunum

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna.

Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð

Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð.

Aftökur sjaldan færri en fjölgaði mikið milli ára

Kippur var í fjölda aftaka í fyrra eftir að þeim fækkaði umtalsvert í kórónuveiruheimsfaraldrinum árið 2020. Mest fjölgaði þeim í Íran og Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir það voru sögulega fáir teknir af lífi í fyrra.

Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015.

Úti­lokanir vinstri­flokka hafi komið í veg fyrir við­ræður til vinstri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 

Vig­dís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri

Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga.

Sjá næstu 50 fréttir