Fleiri fréttir

9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu

Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Falla frá á­formum um „bólu­setningar­vega­bréf“

Stjórnvöld í Bretlandi eru hætt við að taka í notkun svokölluð bólusetningarvegabréf, líkt og til stóð að gera í lok þessa mánaðar. Vegabréfinu var ætlað að gera bólusettum kleift að sýna fram á bólusetningu, til þess að fá að fara á skemmtistaði og mannmarga viðburði.

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Á­fram truflanir á þjónustu Valitor í kvöld

Truflanir voru á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor á sjöunda tímanum í kvöld. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi vegna netárásar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar segir magnað að hún sé á lífi. Við ræðum við hana í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30.

Tali­banar að­skilja há­skóla­nema eftir kyni

Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar.

Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ó­lög­legt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ó­lög­legar“

Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður.

Leið­togi Al Qa­eda: Birti á­varp 11. septem­ber

Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda birtu í gær myndbandsávarp frá leiðtoga sínum Ayman al-Zawahri. Ávarpið er birt á sama degi og 20 ár voru liðin frá árásum samtakanna á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, þar sem um 3.000 manns létust.

Borgar­stjóri Parísar blandar sér í for­seta­slaginn

Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, lýsti yfir framboði til frönsku forsetakosninganna í dag. Hidalgo, sem er fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í París, bíður ærið verkefni þar sem flokkur hennar, sósíalistaflokkurinn, hefur staðið höllum fæti á landsvísu síðustu ár.

Til­slakanir í kortunum

Sóttvarnarlæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun minnisblað með tillögum í Covid-sóttvörnum. Þetta staðfestir ráðherra í samtali við fréttastofu, en segist ekki hafa lesið minnisblaðið í þaula, en þar sé að finna tillögur um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum.

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Krefjast samnings­fundar fyrir kosningar

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið.

Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina

Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt.

Tómas Guð­bjarts­son skurð­læknir: „Fá­rán­legt“ að senda sjúk­linga utan í að­gerðir sem mætti gera hér á landi utan LSH

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítala (LSH), segir að „borin von“ sé að spítalinn geti sinnt öllum verkefnum sínum miðað við núverandi fjárveitingar og telur að ýmsar valkvæðar aðgerðir, líkt og mjaðma- og hnéskiptaðagerðir, ættu að geta farið fram annarsstaðar en á LSH. Þá gæfist meira svigrúm til að sinna þar sérhæfðari þjónustu.

Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára

Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum.

Gosið heldur sínu striki, en gasgildi mælast há

Gosvirkni í eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesi hélt sínu striki í gærkvöldi og í nótt eftir að hafa risið úr vikudvala í gær. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hefur virknin haldist við það sama, en þó sé erfitt að spá um hvort gosið muni fara í sama far og áður, þ.e. virkni með hléum á milli.

Fjórtán greindust smitaðir

Fjórtán greindust smitaði af Covid-19 innanlands í gær. Níu þeirra voru fullbólusettir og níu voru í sóttkví. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.

Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi.

Ekkert ferða­veður í kvöld

Gul viðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu síðdegis í dag. Búast má við hvössum vindum og mikilli úrkomu í þessari fyrstu haustlægð og fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum utanhúss áður en veðrið skellur á af fullum krafti. 

FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna.

Fólk hvatt til að huga að lausamunum

Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn.

Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki.

Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München

Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári.

Hanna Björg fer í framboð

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.

Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn

Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum.

Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina

Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir