Fleiri fréttir

Suðurlandið sker sig úr

Veðrið ætti að vera best í kringum Kirkjubæjarklaustur í dag, þar sem búist er við að það fari upp í 22 eða 23 gráðu hita. Sömuleiðis er spáð miklum hita í Árnessýslu. Almennt ætti að sjást til sólar á sunnan- og vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn.

Tvö­föld hjátrú fylgir föstu­deginum þrettánda

Föstudagurinn þrettándi hefur lengi verið talinn mikill óhappadagur. Þjóðháttafræðingurinn Símon Jón Jóhannsson segir daginn tengjast tvöfaldri hjátrú og því sé hann sérstaklega hættulegur.

Segir KSÍ hafa vitað af brotum leik­manna lands­liðsins

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag.

Erfitt að geta ekki brosað til fólks

„Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans.

Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fáum við einstaka innsýn í Covid-göngudeild Landspítalans. Við fylgjumst með því hvernig starfsfólkið þarf að búa sig undir langar vaktir í hlífðargöllum sem er ekki fyrir venjulega manneskju að klæðast í fleiri klukkutíma á dag. Starfsfólkið segir gjörgæsluna sprungna og hafa sjúklingar verið fluttir til Akureyrar til að létta á álaginu.

Skaut fyrst móður sína

Árásarmaðurinn í Plymouth skaut móður sína til bana í gær, áður en hann fór út og skaut á fólk af handahófi. Hinn 22 ára gamli Jake Davison skaut í heild fimm manns og þar á meðal þriggja ára gamla stúlku til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér í gær.

Jón Gnarr er kominn með Covid-19

Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð.

Hermenn gefast upp í hrönnum

Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir.

Varaformaður Þjóðarflokksins dæmdur fyrir misferli

Morten Messerschmidt, varaformaður danska Þjóðarflokksins, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Hann segist ætla að sitja sem fastast á þingi þrátt fyrir dóminn.

Héraðs­sak­sóknari missir reynslu­bolta í dómara­sæti

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn Þorvaldsson saksóknara í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann mun sinnastörfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá 1. september 2021.

For­stjóri Barna­verndar­stofu færir sig um set

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.

Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna

Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við.

Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar

Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða.

Þekkti fyrsta fórnarlambið en skaut aðra af handahófi

Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið fimm til bana í Plymouth í Bretlandi hefur verið nafngreindur. Hann hét Jake Davison og var 22 ára gamall. Meðal fórnarlamba hans í skotárásinni var þriggja ára stúlka.

Mikill erill hjá Landhelgisgæslunni í nótt

Áhafnir á sjómælingaskipinu Baldri og björgunarskipinu Gísla Jóns stóðu í ströngu í gærkvöldi og í nótt. Þá fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, í tvö útköll í nótt.

Skólinn varla byrjaður og hundrað börn föst heima

Eitt hundrað börn á Seltjarnarnesi geta í fyrsta lagi mætt aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 á þriðjudagskvöld. Fræðslustjóri segir foreldra taka sóttkví, sem ber upp við upphaf skólaársins, af æðruleysi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum förum við vandlega yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum. Að minnsta kosti hundrað og þrjátíu greindust með veiruna í gær, langflestir utan sóttkvíar. Við förum yfir fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem hefst í dag vegna alþingiskosninganna í haust og segjum frá því að faðir Britney Spears hefur hætt sem fjárhaldsmaður hennar.

Fjöldi í sóttkví eftir að smit kom upp í sumarfrístund

Öll börn í sumarfrístund Hörðuheima í Hörðuvallaskóla, sem voru í frístund síðastliðinn þriðjudag, þurfa að fara í sóttkví frá og með deginum í dag til og með þriðjudags, því börnin voru útsett fyrir smiti vegna kórónuveirunnar síðastliðinn þriðjudag.

Minnst 130 greindust smitaðir í gær

Í gær greindust hið minnsta 130 innanlands með Covid-19, þar af 91 utan sóttkvíar. 32 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fjölgað um fimm frá því í gær. átta eru á gjörgæslu með Covid-19 en þeim fjölgar um þrjá á milli daga.

Líkfundur á Selfossi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á bak við verslunarhúsnæði á Selfossi fyrr í vikunni. Frá þessu er greint í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Þrettán á gjörgæslu en mannað fyrir tíu

Klukkan 13 í gær lágu þrettán einstaklingar á gjörgæsludeildum Landspítala, þrátt fyrir að tíu rúm væru „opin“ og mönnun eftir því. Alls voru 592 rúm opin á spítalanum, sem þýðir að mannað var til að mæta þörfum 592 sjúklinga.

Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi

Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar.

Hvítum ungmennum fækkar í fyrsta sinn

Enginn einn kynþáttur yfirgnæfir annan hjá Bandaríkjamönnum undir átján ára aldri og hvítum fækkar í fyrsta skipti frá því talning hófst, samkvæmt nýjasta manntalinu sem gert hefur verið í Bandaríkjunum.

Íbúum á Bíldudal fjölgað um 41

Íbúum landsins fjölgað mest á Bíldudal frá 1. desember síðast liðnum til 12. ágúst samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Bæjarins besta hefur rýnt í tölurnar með áherslu á Vestfirði.

Sjá næstu 50 fréttir