Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2021 18:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. „Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“ Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
„Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“
Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31
Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45