Fleiri fréttir

Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins í hádegisfréttum en sjö greindust með veiruna innanlands í gær.

Önnur flugvél brotlent í Rússlandi

Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn.

Konur hrifnari af sósíalisma en karlar

Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma.

Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana

Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak.

Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri

Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag

Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn.

Stefnubreyting hjá Volkswagen Group

Volkswagen kynnti á dögunum nýja stefnu fyrir Volkswagen samsteypuna. Volkswagen skilgreinir sig nú sem hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á vörumerkin sín og tækni grundvöll sem með samlegðaráhrifum eflir og opnar nýjar leiðir í átt að nýjum tekjustraumum.

Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn.

Ölvunarónæði og hávaði í miðborginni

Næturvaktin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur oft verið erilsamari ef marka má fréttaskeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Vestan Elliðaár var það aðallega í miðborginni sem lögregla sinnti erindum.

Hafnar­fjarðar­bær hyggst gefa ný­burum krútt­­körfur

Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til.

Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til

Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar.

Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum

Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur og lagt hald á kannabis að virði hundrað milljóna. Talið er að skipulagður glæpahópur sé að verki.

Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí

Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti.

Lög­regla tengt inn­brot í heima­hús við færslur á sam­fé­lags­miðlum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum þar sem íbúar greina frá því að þeir séu í fríi og þar með að heiman. Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og telur lögregla fulla ástæðu til að vera á varðbergi.

Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga.

Níu milljarða snekkja á Pollinum

Snekkjan Satori dólar nú á Pollinum í Eyjafirði við Akureyri. Snekkjan er í eigu lítt þekkts auðkýfings og hefur verið á ferð við strendur Íslands að undanförnu.

Drakk óhóflega, neytti kókaíns og stakk blysi í rassinn á sér en sér ekki eftir neinu

Gífurleg drykkja fór fram í London síðasta sunnudag þegar úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fór þar fram. Myndir og myndbönd af drykkjulátum og skemmdarverkum breskra fótboltabullna hafa vakið mikla athygli og fara sem eldur í sinu um internetið. Einn maður vakti sérstaka athygli þegar myndir af honum með neyðarblys í rassi fóru í dreifingu.

Sjá næstu 50 fréttir