Fleiri fréttir

Viðurkennir mistök í fyrsta sinn og opnað á netið á Kúbu

Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, viðurkenndi að ríkisstjórn sín hefði ekki haldið rétt á spöðunum varðandi skort á eyjunni og önnur vandamál sem hafa leitt til stærstu mótmæla Kúbu í mörg ár. Mótmælendur komu fyrst saman á sunnudaginn en öryggissveitir Kúbu hafa tekið á mótmælendum með hörku.

Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð

Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð.  Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi.

Á­fram hlýjast á Norður- og Austur­landi

Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður.

Birtir mynd af kröfu­bréfinu og segist að­eins sjá eftir söngnum

Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni.

Bílvelta við Rauðavatn í nótt

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi nærri Rauðavatni rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Greint var frá slysinu í fréttaskeyti lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Hætt að af­henda lög­­reglu ­vott­orð hælis­­leit­enda í bili

Ó­vissa er uppi um hvort Heilsu­gæslan á höfuð­borgar­svæðinu megi af­henda lög­reglu bólu­setningar­vott­orð ein­stak­linga eins og stofnunin gerði í til­felli tveggja Palestínu­manna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsu­gæslan hefur á­kveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lög­reglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta at­riði.

Manni bjargað úr sjálfheldu á hálendinu

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Stefáni á Mývatni ásamt landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs voru ræstir út laust fyrir klukkan fjögur í dag þegar maður í sjálfheldu við Öskju virkjaði neyðarhnapp sinn.

Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum

Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir biður viðkvæma hópa að gæta að sér og hvetur stofnanir til að fara yfir sýkingavarnir vegna viðkvæmrar stöðu í samfélaginu. Rætt verður við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kemur í settið og ræðir delta-afbrigðið sem hefur greinst hjá smituðum.

Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku

Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili.

Býðst líka til að borga miska­bætur

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter.

Rigning á Akureyri

Akureyringum hefur ef til vill brugðið í brún þegar þeir litu út um gluggann í dag. Sólargeislunum sem dansað hafa í Eyjafirði nær sleitulaust í mánuð hefur verið skipt út fyrir rigningardropa.

Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu

Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið.

Með hiksta í rúma tíu daga og kominn á sjúkrahús

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er sagður finna til í maganum eftir að hafa verið með hiksta í meira en í tíu dag. Hann var lagður inn á hersjúkrahús í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, og á að vera undir eftirliti lækna í minnst tvo sólarhringa.

Ákæra Írana fyrir að ætla að ræna konu frá New York

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra Írana fyrir að hafa ætlað að ræna bandarískri blaðakonu og aðgerðasinna. Konan, sem heitir Masih Alinejad, hefur verið gagnrýnin á klerkastjórn Írans en mennirnir fjórir eru taldir vera útsendarar hennar.

Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni.

Í­hugar hvort grípa þurfi til að­gerða

Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum.

Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi

Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi.

Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs

Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum.

Verða með „björgunar­línu“ í bólu­setningu meðan á fríinu stendur

Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur.

Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum

Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur.

Sjá næstu 50 fréttir