Fleiri fréttir

Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels

Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz.

Sjálf­stæðis­flokkur, Píratar og Fram­sókn með mest fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn.

Mjöll bar þremur sprelllifandi kálfum

Sá óvenjulegur atburður átti sér stað í gær að kýrin Mjöll á bænum Miðskógi í Dalabyggð bar þremur kálfum, tveimur nautum og einni kvígu. Þríkelfingnum og móður þeirra heilsast vel.

Fimm táningar í Belgíu handteknir fyrir hópnauðgun

Fimm táningar hafa verið handteknir í Belgíu í tengslum við meinta hópnauðgun 14 ára stúlku sem lést minna en viku eftir árásina. Samkvæmt belgískum miðlum var myndum af árásinni deilt á netinu og stúlkan framdi sjálfsvíg fjórum dögum seinna.

„Allir fá sitt rafmagn“ þrátt fyrir bilun

Starfsmenn HS Orku slökktu á annarri af þeim vélum sem tryggja raforkuframleiðslu Reykjanesvirkjunar vegna bilunar sem kom upp í gær. Bilunin mun ekki hafa áhrif á viðskiptavini HS Orku þó að það dragi úr framleiðslugetu fyrirtækisins. 

Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka

Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.  

Drífa yfirheyrir Ingu Sæland

Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna.

Gerir ráð fyrir að vera orðinn for­seti aftur í ágúst

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára.

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Bíl­slys við Grundar­tanga

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum við iðnaðarsvæðið á Grundartanga í morgun. Slökkvilið þurfti að klippa eina konu út úr öðrum bílnum.

Maður greinist með sjaldgæft afbrigði fuglaflensu

Fertugur kínverskur karlmaður hefur greinst með sjaldgæft afbrigði fuglaflensunnar svokölluðu, fyrstur manna. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig maðurinn smitaðist en afbrigðið, H10N3, er ekki talið smitast auðveldlega milli manna.

50% aukning á nýskráningum á milli mánaða

Alls voru 1898 ökutæki nýskráð í maí, það er aukning um 50% frá síðasta mánuði, þegar 1264 ökutæki voru nýskráð. Flest nýskráð ökutæki í nýliðnum maí mánuði voru af Toyota gerð, eða 263 ökutæki. Kia var í öðru sæti með 237 og Suzuki í þriðja með 163 ökutæki.

Skúta brann á Seyðisfirði í gærkvöldi

Skútan Stephima varð alelda í gærkvöldi, þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp en hún er mjög illa farin. Eldsupptök eru óljós.

Leituðu blóðugs manns í Smárahverfinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í nótt blóðugs manns en án árangurs. Tilkynning barst um „illa farinn“ mann í Smárahverfinu rétt fyrir kl. 4 en hann fannst ekki.

Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á ís­lenska ferða­menn

Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu.

Wysłano tysiące zaproszeń na szczepienia

W związku z dużą liczbą niewykorzystanych szczepionek odbyło się dziś losowanie grup wiekowych, które zostały jeszcze dziś zaproszone na szczepienia.

Geimstöðin varð fyrir geimrusli

Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans.

Sendu út 10 þúsund skyndi­boðanir í bólu­setningu

Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar fyrstu hópanir sem valdir voru af handahófi fengu lítinn fyrirvara til að koma sér í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag. Árgangar voru dregnir út úr fötu og þurfti að hafa hraðar hendur áður en bóluefnið fyrndist.

Rúmur fjórðungur stefnir til út­landa á þessu ári

Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út.

Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra

Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn.

Kara Guð­rún Mel­stað er látin

Kara Guðrún Melstað lést á heimili sínu í Þýskalandi í gær, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum.

Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár

Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur.

Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal

Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan.

Annað kínverskt bóluefni fær neyðarskráningu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skráð bóluefni kínverska fyrirtækisins Sinovac gegn kórónuveirunni til neyðarnotkunar fyrir fólk eldra en átján ára. Það er annað kínverska bóluefnið sem fær slíka heimild.

Sjá næstu 50 fréttir